Fréttir Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Innlent 15.12.2024 11:53 Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Sumum atburðum er erfitt, og jafnvel ómögulegt, að lýsa með orðum. Þess vegna eru ljósmyndir nauðsynlegur þáttur í fréttaflutningi vef- og prentmiðla. Ein mynd, römmuð inn af reyndu auga og tekin á hárréttu augnabliki, getur vakið tilfinningar sem erfitt væri að koma til skila til lesandans með öðrum hætti. Innlent 15.12.2024 11:00 Talið að hamri hafi verið beitt Tveir voru handteknir og einn fluttur á slysadeild eftir vopnaða árás á Álfinum, krá í Breiðholti, seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að hamri hafi verið beitt við árásina. Innlent 15.12.2024 10:47 Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Karlmaður á sextugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til andláts á Suður-Jótlandi vegna andláts tveggja ára barns. Erlent 15.12.2024 10:11 Ævisaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Ævisaga Geirs Haarde, orkumálin, vöruhúsið við Álfabakka og stjórnarmyndunarviðræður verða til umfjöllunar í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. Innlent 15.12.2024 09:41 Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. Erlent 15.12.2024 09:33 Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Fellaskóli hlaut nýlega íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Verkefnið hófst árið 2020 sem tilraunaverkefni til fimm ára. Árangurinn af verkefninu hefur verið góður. Fleiri börn ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem eru í tónlistarnámi hefur margfaldast. Innlent 15.12.2024 09:32 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Erlent 15.12.2024 08:31 Lægð beinir vestlægri átt til landsins Lægð fyrir norðan land beinir til Íslands vestlægri átt. Því verða víða 8 til 15 metrar á sekúndu og él. Það verður þurrt að mestu austan til á landinu. Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það dregur úr vindi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en hiti í kringum frostmark við suður- og suðvesturströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag. Veður 15.12.2024 07:37 Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt vegna líkamsárásar á krá í Kópavogi eða Breiðholti. Grunur er á að vopnum hafi verið beitt við árásina. Lögregla var kölluð til vegna málsins og má gera ráð fyrir að málið sé nú rannsakað hjá þeim. Innlent 15.12.2024 07:17 Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. Erlent 14.12.2024 23:10 Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Íbúar í New Jersey furða sig á dularfullum flygildum sem lýst hafa upp næturhimininn yfir ríkinu undanfarnar vikur. Stjórnvöld segja ekkert benda til þess að hætta sé á ferðum - en hafa ekki náð að stöðva samsæriskenningar, sem náð hafa miklu flugi. Erlent 14.12.2024 21:00 Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Vinir á besta aldri í Sandgerði, sem hafa meira og minna unnið við fiskvinnslu alla sína ævi rak í rogastans eftir að þeir byrjuðu að framleiða harðfisk hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda hafa félagarnir ekki undan við að framleiða fiskinn. Innlent 14.12.2024 20:05 Fimm skotnir til bana í Frakklandi Tveir flóttamenn og tveir öryggisverðir voru skotnir til bana á ströndinni í Loon-Plage nálægt Dunkerque í Norður-Frakklandi í dag. Eftir skotárásina gaf 22 ára maður sig fram og sagðist hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana fyrr um daginn. Erlent 14.12.2024 19:14 Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. Innlent 14.12.2024 18:46 Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn Íslensk börn gætu fengið byltingarkennt mótefni við RS-veirunni strax á næsta ári, þ.e. fyrir næsta faraldur. Veiran leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 14.12.2024 18:23 Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Isak Andic, stofnandi tískuverslanakeðjunnar Mango og einn ríkasti maður Spánar, lést á laugardag þegar hann hrapaði um 150 metra til jarðar í fjallgöngu með fjölskyldu sinni skammt frá Barcelona. Erlent 14.12.2024 18:02 „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. Innlent 14.12.2024 17:11 Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Mikheil Kavelashvili var í dag kjörinn forseti Georgíu. Hann var einn í framboði. Hann er sagður hallur undir Kremlið og andvígur áframhaldandi aðildarviðræðum landsins að Evrópusambandinu. Erlent 14.12.2024 15:15 Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. Innlent 14.12.2024 13:32 Móðir banamannsins staðfesti líkindin Móðir Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er að hafa ráðið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna bana, sagði lögreglu frá því að sonur hennar gæti verið sá sem leitað var að. Erlent 14.12.2024 13:20 Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Brotist var inn í íþróttavöruverslunina Sportís í Skeifunni í nótt og varningi stolið fyrir tæplega tvær milljónir króna. Innlent 14.12.2024 12:35 Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Stjórnmálafræðingur segir ljóst að valkyrjurnar svokölluðu hafi leyst stór ágreiningsmál á síðustu dögum. Þær séu staðráðnar í að mynda ríkisstjórn og aðrir flokkar hafi sætt sig við það. Innlent 14.12.2024 12:07 Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Innlent 14.12.2024 11:57 „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir stærðar vöruhús sem reist var í Breiðholti steinsnar frá stofugluggum íbúa í fjölbýlishúsi ekki vera skipulagsslys heldur skemmdarverk. Innlent 14.12.2024 09:49 Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Eldur kom upp í vinnuskúr við Vatnsstíg í miðborginni og er slökkviliðið búið að ráða niðurlögum hans. Innlent 14.12.2024 09:25 Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Crystal Mangum, dansarinn fyrrverandi sem sakaði þrjá Lacrosse leikmenn um nauðgun árið 2006, hefur nú viðurkennt að hún laug um nauðgunina. Mennirnir sem hún sakaði um nauðgun voru allir á þeim tíma Lacrosse leikmenn í Duke háskóla. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. Erlent 14.12.2024 08:47 Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021. Innlent 14.12.2024 08:02 Hlýnar með skúrum og slydduéljum Í dag snýst í suðvestlæga átt og 10 til 18 metra á sekúndu. Það hlýnar með skúrum og slydduéljum en verður úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig eftir hádegi. Veður 14.12.2024 08:01 Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. Erlent 14.12.2024 07:43 « ‹ 36 37 38 39 40 41 42 43 44 … 334 ›
Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Innlent 15.12.2024 11:53
Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Sumum atburðum er erfitt, og jafnvel ómögulegt, að lýsa með orðum. Þess vegna eru ljósmyndir nauðsynlegur þáttur í fréttaflutningi vef- og prentmiðla. Ein mynd, römmuð inn af reyndu auga og tekin á hárréttu augnabliki, getur vakið tilfinningar sem erfitt væri að koma til skila til lesandans með öðrum hætti. Innlent 15.12.2024 11:00
Talið að hamri hafi verið beitt Tveir voru handteknir og einn fluttur á slysadeild eftir vopnaða árás á Álfinum, krá í Breiðholti, seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að hamri hafi verið beitt við árásina. Innlent 15.12.2024 10:47
Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Karlmaður á sextugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til andláts á Suður-Jótlandi vegna andláts tveggja ára barns. Erlent 15.12.2024 10:11
Ævisaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Ævisaga Geirs Haarde, orkumálin, vöruhúsið við Álfabakka og stjórnarmyndunarviðræður verða til umfjöllunar í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. Innlent 15.12.2024 09:41
Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. Erlent 15.12.2024 09:33
Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Fellaskóli hlaut nýlega íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Verkefnið hófst árið 2020 sem tilraunaverkefni til fimm ára. Árangurinn af verkefninu hefur verið góður. Fleiri börn ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem eru í tónlistarnámi hefur margfaldast. Innlent 15.12.2024 09:32
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Erlent 15.12.2024 08:31
Lægð beinir vestlægri átt til landsins Lægð fyrir norðan land beinir til Íslands vestlægri átt. Því verða víða 8 til 15 metrar á sekúndu og él. Það verður þurrt að mestu austan til á landinu. Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það dregur úr vindi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en hiti í kringum frostmark við suður- og suðvesturströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag. Veður 15.12.2024 07:37
Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt vegna líkamsárásar á krá í Kópavogi eða Breiðholti. Grunur er á að vopnum hafi verið beitt við árásina. Lögregla var kölluð til vegna málsins og má gera ráð fyrir að málið sé nú rannsakað hjá þeim. Innlent 15.12.2024 07:17
Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. Erlent 14.12.2024 23:10
Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Íbúar í New Jersey furða sig á dularfullum flygildum sem lýst hafa upp næturhimininn yfir ríkinu undanfarnar vikur. Stjórnvöld segja ekkert benda til þess að hætta sé á ferðum - en hafa ekki náð að stöðva samsæriskenningar, sem náð hafa miklu flugi. Erlent 14.12.2024 21:00
Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Vinir á besta aldri í Sandgerði, sem hafa meira og minna unnið við fiskvinnslu alla sína ævi rak í rogastans eftir að þeir byrjuðu að framleiða harðfisk hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda hafa félagarnir ekki undan við að framleiða fiskinn. Innlent 14.12.2024 20:05
Fimm skotnir til bana í Frakklandi Tveir flóttamenn og tveir öryggisverðir voru skotnir til bana á ströndinni í Loon-Plage nálægt Dunkerque í Norður-Frakklandi í dag. Eftir skotárásina gaf 22 ára maður sig fram og sagðist hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana fyrr um daginn. Erlent 14.12.2024 19:14
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. Innlent 14.12.2024 18:46
Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn Íslensk börn gætu fengið byltingarkennt mótefni við RS-veirunni strax á næsta ári, þ.e. fyrir næsta faraldur. Veiran leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 14.12.2024 18:23
Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Isak Andic, stofnandi tískuverslanakeðjunnar Mango og einn ríkasti maður Spánar, lést á laugardag þegar hann hrapaði um 150 metra til jarðar í fjallgöngu með fjölskyldu sinni skammt frá Barcelona. Erlent 14.12.2024 18:02
„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. Innlent 14.12.2024 17:11
Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Mikheil Kavelashvili var í dag kjörinn forseti Georgíu. Hann var einn í framboði. Hann er sagður hallur undir Kremlið og andvígur áframhaldandi aðildarviðræðum landsins að Evrópusambandinu. Erlent 14.12.2024 15:15
Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. Innlent 14.12.2024 13:32
Móðir banamannsins staðfesti líkindin Móðir Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er að hafa ráðið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna bana, sagði lögreglu frá því að sonur hennar gæti verið sá sem leitað var að. Erlent 14.12.2024 13:20
Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Brotist var inn í íþróttavöruverslunina Sportís í Skeifunni í nótt og varningi stolið fyrir tæplega tvær milljónir króna. Innlent 14.12.2024 12:35
Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Stjórnmálafræðingur segir ljóst að valkyrjurnar svokölluðu hafi leyst stór ágreiningsmál á síðustu dögum. Þær séu staðráðnar í að mynda ríkisstjórn og aðrir flokkar hafi sætt sig við það. Innlent 14.12.2024 12:07
Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Innlent 14.12.2024 11:57
„Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir stærðar vöruhús sem reist var í Breiðholti steinsnar frá stofugluggum íbúa í fjölbýlishúsi ekki vera skipulagsslys heldur skemmdarverk. Innlent 14.12.2024 09:49
Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Eldur kom upp í vinnuskúr við Vatnsstíg í miðborginni og er slökkviliðið búið að ráða niðurlögum hans. Innlent 14.12.2024 09:25
Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Crystal Mangum, dansarinn fyrrverandi sem sakaði þrjá Lacrosse leikmenn um nauðgun árið 2006, hefur nú viðurkennt að hún laug um nauðgunina. Mennirnir sem hún sakaði um nauðgun voru allir á þeim tíma Lacrosse leikmenn í Duke háskóla. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. Erlent 14.12.2024 08:47
Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021. Innlent 14.12.2024 08:02
Hlýnar með skúrum og slydduéljum Í dag snýst í suðvestlæga átt og 10 til 18 metra á sekúndu. Það hlýnar með skúrum og slydduéljum en verður úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig eftir hádegi. Veður 14.12.2024 08:01
Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. Erlent 14.12.2024 07:43