Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fráfarandi forseti, fatasöfnun, orkumál og áramót í Grindavík verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent

Senni­lega spurning um tíma frekar en hvort

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“

Innlent

Gist á 23 heimilum

Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 

Innlent

Flug­vél í ljósum logum í Tókýó

Mikill eldur kom upp í flugvél flugfélagsins Japan Airlines eftir lendingu á Haneda-flugvelli í japönsku höfuðborginni Tókýó í dag. Um fjögur hundruð voru um borð í vélinni og tókst að bjarga þeim öllum.

Erlent

Lægð skilar okkur rigningu eða slydda með köflum

Lægð er nú stödd skammt suðvestur af Reykjanesskaga og mun hún stýra veðrinu á landinu í dag. Lægðin er þó hvorki djúp né kröpp og hljóðar vindaspáin upp á suðaustan og austan fimm til þrettán metra á sekúndu.

Veður

Þrjá­tíu látnir hið minnsta og fjölda enn leitað

Talsmenn yfirvalda í Ishikawa-héraði í Japan hafa staðfest að þrjátíu hið minnsta hafi látið lífið í stóra skjálftanum sem reið í gær og varð til þess að fjöldi bygginga eyðilagðist og flóðbylgja skall á landið. Fjölda fólks er enn leitað.

Erlent

Enn leitað að fólki eftir jarð­skjálftann í Japan

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan á nýársdag að sögn yfirvalda. Fjöldi húsa eyðilagðist, um 33 þúsund heimili eru án rafmagns og mörg þúsund manns hafa flúið vesturströndina vegna hættu á flóðbylgjum.

Erlent

Sakar orku­mála­stjóra um van­hæfi

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir orkumálastjóra efna til óþarfa átaka um orkumál í nýárspistli sínum og hún sé vanhæf til að taka ákvarðanir vegna framkomu hennar undanfarin ár.

Innlent

Veit oftast hve­nær í­búar á Höfn eiga af­mæli

Eigandi blóma- og gjafavörubúðar á Höfn í Hornafirði reynir að passa alltaf upp á að vita hvenær íbúar svæðisins eiga afmæli því þá á hún von á brosandi fólki inn í búðina til að versla fyrir afmælisbarnið. Þá er sérstök grös fyrir ketti mjög vinsæl í búðinni.

Innlent

Veit loksins hvers virði hann er

Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti það í áramótaávarpi sínu í dag að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu fyrir forsetakosningar í sumar. Margir landsmenn segjast munu sakna Guðna en aðrir segja ákvörðunina engu skipta.

Innlent

Hjónin hafi á­kveðið að verja lífinu á annan hátt

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“

Innlent

Maður margra dulargerva gómaður eftir mörg ár á flótta

Strokufangi, sem hefur verið kallaður maður margra dulargerva (e. master of disguise), hefur verið handtekin í Kaliforníuríki Bandaríkjanna eftir fjögur ár á flótta, eða síðan hann slapp úr fangelsi á Hawaii árið 2019. Hann er meðal annars grunaður um dularfullt morð á kærustu sinni.

Erlent