Hlýjasti maímánuður á landinu frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 13:26 Gróður tók óvenjusnemma við sér í ár. Vorið, og maímánuður sérstaklega, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Vísir/Anton Brink Nýliðinn maímánuður var sá hlýjasti á landsvísu frá upphafi mælinga. Sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir mánuðinn á flestum veðurstöðvum landsins. Mesta hitabylgja sem vitað er um á íslandi í maímánuði setti svip sinn á mánuðinn. Hún stóð yfir dagana 13. til 22. maí og náði yfir allt landið. Markvert þykir hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð yfir og hversu útbreidd hún var. Hlýindakaflinn náði hámarki dagana 17. og 18. maí þegar hiti mældist tuttugu stig eða meira á um helmingi veðurstöðva landsins, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofur Íslands á tíðarfari í maí. Nýtt hámarkshitamet fyrir landið í maí var sett þegar hitamælirinn fór í 26,6 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Það var gráðu meira en fyrra met sem var sett á Vopnafirði árið 1992. Nánast allar veðurstöðvar landsins skráðu ný hámarkshitamet fyrir maímánuð. Landsmet á Akureyri Mánaðarhitinn í maí var langt yfir meðaltali á landinu öllu en sérstaklega á hálendinu norðaustan- og austanlands þar sem meðalhitinn var fimm stigum hærri en undanfarin tíu ár að meðaltali. Hæsti mánaðarhitinn mældist 10,1 gráða á Akureyri sem er nýtt landsmet. Það var tæpum fjórum gráðum hlýrra en meðallag maímánaðar þar á þrjátíu ára tímabili frá 1991 til 2020 en þremur og hálfum gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn níu stig, 2,3 stigum yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Hlýjasta vor frá upphafi Vorið í heild, apríl og maí, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Auk hitabylgjunnar í maí var sérlega hlýtt í byrjun apríl. Meðalhiti í Reykjavík þessa tvo mánuði mældist 7,4 stig en það er 2,2 stigum hærra en 30 ára meðaltalið frá 1991 til 2020. Sami meðalhiti var á Akureyri í vor en þar hann þremur stigum yfir meðallaginu. Meðalhiti fyrstu fimm mánaða ársins var 4,1 stig í Reykjavík, 1,6 stigum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Það gerir byrjun ársins að þeirri þriðju hlýjustu undanfarin 155 ár. Á Akureyri mældist meðalhitinn 3,1 stig sem var 1,7 stigum yfir meðaltali. Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Mesta hitabylgja sem vitað er um á íslandi í maímánuði setti svip sinn á mánuðinn. Hún stóð yfir dagana 13. til 22. maí og náði yfir allt landið. Markvert þykir hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð yfir og hversu útbreidd hún var. Hlýindakaflinn náði hámarki dagana 17. og 18. maí þegar hiti mældist tuttugu stig eða meira á um helmingi veðurstöðva landsins, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofur Íslands á tíðarfari í maí. Nýtt hámarkshitamet fyrir landið í maí var sett þegar hitamælirinn fór í 26,6 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Það var gráðu meira en fyrra met sem var sett á Vopnafirði árið 1992. Nánast allar veðurstöðvar landsins skráðu ný hámarkshitamet fyrir maímánuð. Landsmet á Akureyri Mánaðarhitinn í maí var langt yfir meðaltali á landinu öllu en sérstaklega á hálendinu norðaustan- og austanlands þar sem meðalhitinn var fimm stigum hærri en undanfarin tíu ár að meðaltali. Hæsti mánaðarhitinn mældist 10,1 gráða á Akureyri sem er nýtt landsmet. Það var tæpum fjórum gráðum hlýrra en meðallag maímánaðar þar á þrjátíu ára tímabili frá 1991 til 2020 en þremur og hálfum gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn níu stig, 2,3 stigum yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Hlýjasta vor frá upphafi Vorið í heild, apríl og maí, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Auk hitabylgjunnar í maí var sérlega hlýtt í byrjun apríl. Meðalhiti í Reykjavík þessa tvo mánuði mældist 7,4 stig en það er 2,2 stigum hærra en 30 ára meðaltalið frá 1991 til 2020. Sami meðalhiti var á Akureyri í vor en þar hann þremur stigum yfir meðallaginu. Meðalhiti fyrstu fimm mánaða ársins var 4,1 stig í Reykjavík, 1,6 stigum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Það gerir byrjun ársins að þeirri þriðju hlýjustu undanfarin 155 ár. Á Akureyri mældist meðalhitinn 3,1 stig sem var 1,7 stigum yfir meðaltali.
Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira