Fréttir

„Lög­reglan var ekki að gera það í fyrsta sinn“

Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur.

Innlent

Fresta leit að Sig­ríði

Björgunarsveitið hafa frestað leit að Sigríði Jóhannsdóttur í bili. Leit var fram haldið síðdegis í dag en bar engan árangur.

Innlent

Lengdist um níu sentí­metra og lærði að ganga upp á nýtt

Kona á þrítugsaldri sem greindist með hryggskekkju fimmtán ára segir mikilvægt að fólk taki tillit til þeirra sem þjást af kvillanum. Júnímánuður er tileinkaður vitundarvakningu um hryggskekkju en hún lengdist sjálf um níu sentímetra eftir tíu klukkutíma aðgerð það sem bak hennar var spengt með 23 skrúfum.

Innlent

Upp­nám á Al­þingi og í beinni frá Bíladögum

Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag.

Innlent

Annar þing­maðurinn látinn og byssumannsins enn leitað

Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær. 

Erlent

Grunur um tvö kyn­ferðis­brot á bíladögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft í nægu að snúast en Bíladagar fóru þar fram um helgina. Lögregla hefur haft afskipti vegna minni háttar líkamsárása og tvö kynferðisbrotamál eru til rannsóknar eftir helgina. 

Innlent

Tíu drepnir í Ísrael og Írönum ráð­lagt að rýma

Loftárásir Ísraela og Írana á víxl héldu áfram í nótt. Björgunarsveitir í Ísrael leita í rústum íbúðarhúss í borginni Bat Yam en minnst tíu eru taldir af, þar af börn, eftir að eldflaug var skotið á húsið. Óttast er að fleiri séu enn undir rústunum. 

Erlent

Einn hand­tekinn eftir hópslagsmál

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Þrír voru vistaðir í fangageymslu lögreglu og 85 mál eru skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í morgun. 

Innlent

Börnin heim eftir meiri­háttar vandræðagang

Gert er ráð fyrir því að starfsfólk og börn leikskólans Brákarborgar komist aftur í sitt eigið húsnæði í október á þessu ári en að framkvæmdum eigi að vera lokið í september. Tæp fimm ár eru síðan Reykjavíkurborg festi kaup á húsnæði við Kleppsveg í þeim tilgangi að breyta því í leikskóla.

Innlent

Ólga meðal þristavina vegna ör­laga Gunnfaxa

Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn.

Innlent

Minnst þrír latnir í Ís­rael og Teheran í ljósum logum

Minnst þrír eru látnir eftir eldflaugaárásir Írans á norðurhluta Ísraels. Ísraelsk yfirvöld segja að flaugar hafi hæft skotmörk í borginni Tamra, og minnst fjórtán hafi slasast. Ísraelar hafa gert árásir í Teheran þar sem fregnir berast af eldsvoða og sprengingum hjá olíubirgðarstöðvum.

Erlent

Rukkuð um hundrað þúsund fyrir stutta ferð frá flug­vellinum

Óprúttinn leigubílstjóri vildi rukka Sögu Ýrr Jónsdóttur um 750 dollara fyrir stutta ferð frá JFK flugvellinum í New York upp á hótel í borginni. Sögu tókst að hringja á lögregluna en ekki áður en hún þurfti að afhenda manninum 600 dollara í reiðufé. Hún segir málið ágæta áminningu um að athuga alltaf á ferðalögum erlendis hvort um skráðan leigubíl sé að ræða.

Innlent

Fékk hláturs­kast í ræðu­stól

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins sprakk úr hlátri í ræðupúlti Alþingis á tíunda tímanum í kvöld og í kjölfarið brutust hlátrasköll út í þingsal. Umræður standa yfir um bókun 35.

Innlent

Braut­skráði soninn á síðustu út­skriftinni

Hátt í tvö þúsund og átta hundruð kandídatar brautskráðust úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag. Þetta voru síðustu brautskráningathafnir Jóns Atla Benediktssonar í embætti rektors skólans. Frá því hann tók við fyrir tíu árum hafa hátt í þrjátíu og tvö þúsund nemendur hlotið prófgráðu frá Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir tekur við rektorsembættinu af Jóni Atla þann fyrsta júlí næstkomandi.

Innlent

Nýtt dæluhús veldur ó­á­nægju á Sel­fossi

Formanni sóknarnefndar Selfosskirkju dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af nýrri byggingu, sem er nú risin í grennd við kirkjuna en byggingin er miklu stærri en formaðurinn hafði áttað sig á. Ljósmyndari á staðnum er líka mjög ósáttur við nýju bygginguna, sem er á vegum Selfossveitna.

Innlent

„Þetta eru al­var­legir stunguáverkar“

Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 

Innlent