Fréttir

Unnið dag og nótt við varnar­garðana

Hraunkæling við varnargarðana við Svartsengi hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi með góðum árangri. Slökkviliðið og aðrir á svæðinu fagna því að eldgosið virðist vera að syngja sitt síðasta í bili.

Innlent

Loka­sprettur, hraunkæling og raðvígsla

Stór og umdeild þingmál verða sett til hliðar eftir að samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun sem stefnt er að á morgun. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum allt um lokasprettinn á þinginu.

Innlent

Firra að hafa ekki kjark til að klára lagar­eldis­frum­varpið

Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina.

Innlent

Full­vissaði brotna dóttur sína um að þau væru ást­fangin

Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur.

Innlent

„Það er heil­mikil kæling af þessu“

Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli.

Innlent

Stofna starfs­hóp vegna fjölda bruna í tengslum við þak­pappa­lagningu

Í ljósi fjölda eldsvoða í tengslum við þakframkvæmdir á síðustu árum hefur HMS hafið samstarfsverkefni um gerð verklagsleiðbeininga fyrir vinnu með eld í þakframkvæmdum.Myndaður hefur verið starfshópur til að vinna að gerð svokallaðs Rb-blaðs um verklag fyrir lagningu þakpappa og þær öryggisráðstafanir sem þarf að gera við slíka vinnu.

Innlent

Orðum aukið að Ís­land sé dottið úr tísku

Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna.

Innlent

Faðir hand­tekinn á nær­buxunum á heimili sonar

Íslenska ríkið þarf að greiða manni 170 þúsund krónur vegna handtöku sérsveitarinnar á honum árið 2022. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Að mati dómsins var handtakan sjálf lögmæt en vegna þess að maðurinn varð fyrir skaða vegna hennar á hann rétt á bótum.

Innlent

Tíu berjast um hverja lóð í út­sýnis­hlíð í Mos­fells­bæ

Í nýafstöðnu lóðaútboði í Mosfellsbæ bárust 389 umsóknir um 39 lóðir, en auglýstar voru 30 einbýlishúsalóðir, 8 parhúsalóðir og ein fjögurra eininga raðhúsalóð. Lóðirnar eru í suðurhlíðum í Helgafellslandinu. Bæjarstjóri segist gríðarlega ánægður með eftirspurnina.

Innlent

Vilja loka fyrir um­ferð um Ráð­hús­torgið á sumrin

Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. 

Innlent

Vísar á heil­brigðis­ráð­herra að borga bílastæðagjöldin

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær.

Innlent

Róbert á lista yfir bestu lög­menn Bret­lands

Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrum forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur verið valinn á lista yfir bestu lögmenn Bretlands á sviði mannréttinda og þjóðréttar. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem það gerist með íslenskan lögfræðing.

Innlent

RÚV fær liðs­styrk frá Heimildinni

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Heimildinni og áður Stundinni hefur ráðið sig til Ríkisútvarpsins þar sem hann mun meðal annars starfa við útvarpsþáttinn Þetta helst.

Innlent