Fréttir

Veður­stofan varar veg­far­endur við vatnsflaumi

Veðurfræðingur Veðurstofunnar varar við talsverðri eða mikilli rigningu í dag og á morgun um sunnan- og vestanvert landið. Gera megi gera ráð fyrir talsverðum vatnsflaum á köflum, og að vöð á sunnanverðu hálendinu verði torfær.

Veður

Sósíal­istar næðu manni inn

Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.

Innlent

Njósnamjaldurinn Hvaldimir allur

Mjaldurinn geðþekki Semjon, betur þekktur sem Hvaldimir, er allur. Sá komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum fyrir að vera sérlega gæfur, en mögulega ekki allur þar sem hann var séður. 

Erlent

Fyrsti Hjallastefnuleikskólinn á Sel­fossi

Mikil ánægja er á Selfossi með nýjan leikskóla en það er Hjallastefnuleikskóli, sá fyrsti í bæjarfélaginu. Hefðbundin leiktæki, sem voru á lóðinni hafa öll verið fjarlægð en í staðinn hefur lóðinni verið breytt í opinn efnivið og náttúrulegt umhverfi barna eins og tíðkast í Hjallastefnuleikskólum.

Innlent

Of snemmt að segja til um land­ris

Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 

Innlent

Stúlkan er látin

Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára.

Innlent

Þegar við tölum um ís­lenskt flugævintýri þá er það í dag

„Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september.

Innlent

Blæs á gagn­rýni á bjartari Friðarsúlu

Friðarsúlan í Viðey mun skína skærar eftir að viðgerð á henni lýkur í september. Ristjóri Stjörnufræðivefsins gagnrýnir breytinguna en borgarfulltrúi segir verkið eiga enn meira erindi nú en áður og fólk hljóti að geta lifað með skærari geisla.

Innlent

Skyn­­sam­­legast fyrir stjórnar­­flokkana að segja satt um sam­starfið

Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors.

Innlent

Marg­földuð á­hrif þegar gasmengun og svif­ryk blandast

Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn.

Innlent

Segir al­gengan mis­skilning að læknar séu hátekjustétt

„Ef þú ert læknir sem er eingöngu að vinna dagvaktir þá eru útborguð laun tæplega að fara að duga til að standa skil á námslánum, hvað þá afborgunum af húsnæði og ýmsu öðru,” segir Hrafnhildur Hallgrímsdóttir en hún útskrifaðist úr læknisfræði á síðasta ári og er nú að ljúka sérnámsgrunnári á Landspítalanum.

Innlent

Þrjár skriður féllu á Barða­strönd

Þrjár skriður féllu í hlíð milli bæjanna Miðhlíðar Ytri og Innri-Múla á Barðaströnd í nótt. Skriðusérfræðingur væntir þess að frekari fregnir af skriðuföllum berist þegar líður á morguninn, þegar er orðið almennilega bjart.

Innlent

Rekur yfir­mann flug­hersins

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði.

Erlent

Náðu líkams­á­rás á mynd­band

Myndband náðist af hópi manna ráðast á einn á fimmta tímanum í nótt. Mennirnir flúðu vettvang en málið er nú í rannsókn. Mikið var um útköll tengd ölvun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 

Innlent

Dagarnir miklu fleiri hjá Davíð og Ingi­björgu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk greidda 143 ótekna orlofsdaga í starfi borgarstjóra. Dagarnir voru 93 hjá Davíð Oddssyni en fyrirkomulag við greiðslu ótekin orlofs var tekið upp þegar hann var borgarstjóri. Markús Örn Antonsson fékk greidda út 90 ótekna orlofsdaga.

Innlent

Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunar­rofs

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér.

Erlent

Mikil brenni­steins­mengun í Vogum

Gildi brennisteinsdíoxíðs og svifryks hefur mælst vel yfir heilbrigðismörkum í Vogum á Vatnsleysuströnd í allan dag. Mengun stafar bæði af gosmóðu sem leggur yfir bæinn og reyks frá gróðureldum sem brenna við eldgosið.

Innlent

Lokar fyrir að­gang að X í Brasilíu

Hæstiréttardómari í Brasilíu fyrirskipaði að aðgangi að samfélagsmiðlinum X skyldi lokað í landinu eftir að fyrirtækið hunsaði tilskipun hans um að tilnefna löglegan fulltrúa þar. Málið tengist því að X neitaði að verða við dómsúrskurðum um að loka skyldi á notendur sem dreifa fölskum upplýsingum á miðlinum.

Erlent

Á­byrgðin liggi fyrst og fremst hjá for­eldrum

Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum.

Innlent