UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2016 14:13 Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. Vísir Talsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, kannast ekki við þann aðila sem Björn Steinbekk athafnamaður sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og að hafi svikið sig um þá miða sem Björn hafði selt Íslendingum á leik Íslands og Frakklands í gær.Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem rætt er við talsmann UEFA. Kannast hann ekki við nafnið Nicole sem kemur fram í tölvupósti sem Björn framvísaði því til sönnunnar að aðili á vegum UEFA hafi selt sér miða.Sjá einnig: Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinnVísir hefur fjallað ítarlega um málið sem nú er til rannsóknar lögreglu en það snýst um að tugir ef ekki á annað hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af Birni, voru svikin um þá þegar til kastanna kom sem varð til þess að margir komust ekki á leikinn, sátu á röngum stað eða mættu alltof seint.Sjá einnig: Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de FranceBrýnir talsmaðurinn fyrir almenningi að kaupa aðeins miða af sambandinu í sjálfu, beint og milliliðalaust. Miðar sem ekki séu keyptir á slíkan hátt séu oftar en ekki falsaðir eða ógildir og seldir á okurverði.Sjá einnig: Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar sínsBjörn hafnaði því í viðtali við RÚV í morgun að miðarnir sem hann hafi selt hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. Sagðist hann íhuga að höfða málsókn á hendur UEFA vegna málsins. Rétt er að taka fram að Björn hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu og ekki sýnt fram á nein samskipti við Knattspyrnusamband Evrópu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Talsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, kannast ekki við þann aðila sem Björn Steinbekk athafnamaður sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og að hafi svikið sig um þá miða sem Björn hafði selt Íslendingum á leik Íslands og Frakklands í gær.Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem rætt er við talsmann UEFA. Kannast hann ekki við nafnið Nicole sem kemur fram í tölvupósti sem Björn framvísaði því til sönnunnar að aðili á vegum UEFA hafi selt sér miða.Sjá einnig: Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinnVísir hefur fjallað ítarlega um málið sem nú er til rannsóknar lögreglu en það snýst um að tugir ef ekki á annað hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af Birni, voru svikin um þá þegar til kastanna kom sem varð til þess að margir komust ekki á leikinn, sátu á röngum stað eða mættu alltof seint.Sjá einnig: Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de FranceBrýnir talsmaðurinn fyrir almenningi að kaupa aðeins miða af sambandinu í sjálfu, beint og milliliðalaust. Miðar sem ekki séu keyptir á slíkan hátt séu oftar en ekki falsaðir eða ógildir og seldir á okurverði.Sjá einnig: Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar sínsBjörn hafnaði því í viðtali við RÚV í morgun að miðarnir sem hann hafi selt hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. Sagðist hann íhuga að höfða málsókn á hendur UEFA vegna málsins. Rétt er að taka fram að Björn hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu og ekki sýnt fram á nein samskipti við Knattspyrnusamband Evrópu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02
Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31
Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38