Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2016 10:31 Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður. Vísir/Stefán Athafnamaðurinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og því hafi fjöldi Íslendinga sem keypti miða af Birni ekki fengið þá í gær fyrir leik Íslands og Frakklands á EM og því misstu þeir af leiknum. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en ekki náð tali af Birni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gærkvöldi, nótt og í morgun. Tjörvi Einarsson lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra sem verið hefur við vinnu í Frakklandi vegna EM staðfesti í samtali við Vísi í morgun að franska lögreglan væri að skoða miðamál Íslendinga sem keypt höfðu miða á leikinn en ekki fengið þá. Enginn hefur þó verið handtekinn en ekki er nákvæmlega vitað hversu margir fengu ekki miða en ein tala sem hefur verið nefnd er sjötíu. Ekki falsaðir miðar Í samtali við RÚV kveðst Björn ætla að sjá til þess að allir þeir sem keyptu af honum miða en fengu ekki fái miðann endurgreiddan. Hann íhugar málaferli gegn UEFA vegna miðakaupanna og segir það alrangt sem haldið hefur verið fram að miðarnir sem hann hafi selt Íslendingum upphaflega hafi verið falsaðir eða hann útvega þá eftir óeðlilegum leiðum. Björn seldi stórum hópi Íslendinga miða á viðureign Englands og Íslands í sextán liða úrslitum. Ekkert bar á óánægjuröddum í kringum þann leik. Hann segir við RÚV að eftir þann leik hafi sama fólk og útvegaði honum miða á þann leik haft samband og boðist til að selja honum miða á leik Íslands og Frakklands. „Þetta er maður sem sér um miðasölu fyrir bæði ítalska og portúgalska knattspyrnusambandið. Hans tengiliður og sú sem átti að afhenda mér miðana hér í París er yfirmaður miðasölu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir keppnina í ár,“ segir Björn. Hann hafi gögn undir höndum sem sanni mál hans, honum hafi verið lofaðir miðar. Miðarnir hafi svo ekki verið komnir á laugardagskvöldið, hann orðið stressaður og farið í að útvega miðana eftir öðrum leiðum. Tölvupóstur án lykilupplýsinga Í frétt RÚV er birtur tölvupóstur sem Björn segir að hafi verið til sýn frá viðkomandi aðila. Ekki sést á tölvupóstinum hver skrifaði hann og ekkert sem tengir hann við UEFA. Sömuleiðis er nafn Björns ekki þar að finna. Björn segist hafa lofað 450 miðum til Íslendinga, náð að afhenda 300 miða áður en lögreglan hafi fært sig til hliðar í gær. Í framhaldinu hafi þeir náð að afhenda 80-90 miða. „Á sama tíma lentum við í því að bróðir minn var rændur einhverjum 50, 60 miðum sem hann var með í bakpoka,“ bætir Björn við. Þjófarnir hafi verið Íslendingar sem voru orðnir verulega órólegir, leikurinn að hefjast og þeir stressaðir, skiljanlega að sögn Björns. „Ástandið í gær var í rauninni hræðilegt,“ segir Björn sem ætlar að leita réttar síns vegna málsins. Franska lögreglan er með málið til skoðunar en enginn hafði verið handtekinn í morgun vegna málsins. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
Athafnamaðurinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og því hafi fjöldi Íslendinga sem keypti miða af Birni ekki fengið þá í gær fyrir leik Íslands og Frakklands á EM og því misstu þeir af leiknum. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en ekki náð tali af Birni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gærkvöldi, nótt og í morgun. Tjörvi Einarsson lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra sem verið hefur við vinnu í Frakklandi vegna EM staðfesti í samtali við Vísi í morgun að franska lögreglan væri að skoða miðamál Íslendinga sem keypt höfðu miða á leikinn en ekki fengið þá. Enginn hefur þó verið handtekinn en ekki er nákvæmlega vitað hversu margir fengu ekki miða en ein tala sem hefur verið nefnd er sjötíu. Ekki falsaðir miðar Í samtali við RÚV kveðst Björn ætla að sjá til þess að allir þeir sem keyptu af honum miða en fengu ekki fái miðann endurgreiddan. Hann íhugar málaferli gegn UEFA vegna miðakaupanna og segir það alrangt sem haldið hefur verið fram að miðarnir sem hann hafi selt Íslendingum upphaflega hafi verið falsaðir eða hann útvega þá eftir óeðlilegum leiðum. Björn seldi stórum hópi Íslendinga miða á viðureign Englands og Íslands í sextán liða úrslitum. Ekkert bar á óánægjuröddum í kringum þann leik. Hann segir við RÚV að eftir þann leik hafi sama fólk og útvegaði honum miða á þann leik haft samband og boðist til að selja honum miða á leik Íslands og Frakklands. „Þetta er maður sem sér um miðasölu fyrir bæði ítalska og portúgalska knattspyrnusambandið. Hans tengiliður og sú sem átti að afhenda mér miðana hér í París er yfirmaður miðasölu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir keppnina í ár,“ segir Björn. Hann hafi gögn undir höndum sem sanni mál hans, honum hafi verið lofaðir miðar. Miðarnir hafi svo ekki verið komnir á laugardagskvöldið, hann orðið stressaður og farið í að útvega miðana eftir öðrum leiðum. Tölvupóstur án lykilupplýsinga Í frétt RÚV er birtur tölvupóstur sem Björn segir að hafi verið til sýn frá viðkomandi aðila. Ekki sést á tölvupóstinum hver skrifaði hann og ekkert sem tengir hann við UEFA. Sömuleiðis er nafn Björns ekki þar að finna. Björn segist hafa lofað 450 miðum til Íslendinga, náð að afhenda 300 miða áður en lögreglan hafi fært sig til hliðar í gær. Í framhaldinu hafi þeir náð að afhenda 80-90 miða. „Á sama tíma lentum við í því að bróðir minn var rændur einhverjum 50, 60 miðum sem hann var með í bakpoka,“ bætir Björn við. Þjófarnir hafi verið Íslendingar sem voru orðnir verulega órólegir, leikurinn að hefjast og þeir stressaðir, skiljanlega að sögn Björns. „Ástandið í gær var í rauninni hræðilegt,“ segir Björn sem ætlar að leita réttar síns vegna málsins. Franska lögreglan er með málið til skoðunar en enginn hafði verið handtekinn í morgun vegna málsins.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38