Eldgos og jarðhræringar Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. Innlent 7.4.2021 23:37 Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. Innlent 7.4.2021 14:41 Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. Innlent 7.4.2021 12:04 „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. Innlent 7.4.2021 11:19 Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun. Innlent 7.4.2021 06:38 „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. Innlent 7.4.2021 01:06 Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. Innlent 7.4.2021 00:43 Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. Innlent 6.4.2021 22:19 Horfði á sprunguna opnast í Geldingadölum Hinn níu ára gamli Hugi Þór Snorrason var á göngu með afa sínum, Kristjáni Kristjánssyni, á gossvæðinu í gær þegar þeir heyrðu drunur og sáu skyndilega mikinn reyk koma upp úr jörðinni. Innlent 6.4.2021 20:01 Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. Innlent 6.4.2021 20:00 Vegslóði kominn undir hraun Segja má að fyrsta mannvirkið á Reykjanesi sé komið undir nýlegt hraun en vegslóði sem liggur að gosstöðvunum er nú þakinn fersku hrauni eftir að ný sprunga opnaðist með látum í gær. Innlent 6.4.2021 16:36 Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. Innlent 6.4.2021 15:12 Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. Innlent 6.4.2021 12:09 Áfram lokað á gossvæðinu Áfram verður lokað á gossvæðinu á Reykjanesskaga vegna mengunarhættu. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum. Innlent 6.4.2021 10:14 Myndasyrpa: Magnað sjónarspil á gosstöðvunum í gærkvöldi Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í gærkvöldi þar sem hann festi á filmu það mikla sjónarspil sem fyrir augum bar. Innlent 6.4.2021 07:41 Skoða hvort ný sprunga sé að opnast milli gossvæðanna Talsverð virkni hefur verið á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum. Innlent 6.4.2021 06:54 Ákveða á morgun hvort gossvæðið verði opið Viðbragðsaðilar sem staðið hafa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðustu daga munu koma saman á stöðufundi á morgun. Þá verður ákveðið hvort svæðið verður opnað aftur, en því var lokað í gær eftir að nýjar sprungur opnuðust suðaustur af upphaflega gosstaðnum. Innlent 5.4.2021 17:51 Tilkomumiklar myndir af nýju sprungunum Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, þar sem hraun flæðir nú ofan í Meradali úr sprungum sem opnuðust í dag. Innlent 5.4.2021 15:40 Bein útsending Vísis frá gosstöðvunum Vísir verður í beinni útsendingu frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður og Arnar Halldórsson tökumaður eru á svæðinu, fara yfir vendingar dagsins og mynda nýja hraunið. Innlent 5.4.2021 14:32 Sjáðu nýju sprunguna úr lofti Ný sprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Sprungan er um tvö hundruð metra löng og rennur hraunið niður í Merardali. Innlent 5.4.2021 14:10 Rýming gengið vel þó fólk hafi „aðeins maldað í móinn“ Rýming viðbragðsaðila í og við Geldingadali hefur gengið vel, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Nokkur hundruð manns hafi verið á svæðinu þega ný sprunga opnaðist skammt frá upphaflegu gossvæði í hádeginu. Innlent 5.4.2021 14:09 Horfðu á sprunguna opnast og glæringarnar koma upp Þetta var vissulega óvænt en skemmtilegt, segir Kristján Kristjánsson, sem horfði á nýju sprunguna í Geldingadölum opnast í hádeginu í dag. Hann var nýkominn á gosstöðvarnar með tíu ára gömlu barnabarni sínu þegar sprungan opnaðist. Innlent 5.4.2021 13:49 Sama kvikan en að koma upp á nýjum stað „Það er greinilega kominn leki af rásinni sem hefur fóðrað gamla staðinn og kvikan er að koma upp á nýjum stað. Þetta er sama kvikuæðin,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um nýju sprunguna sem myndaðist í Geldingadölum í hádeginu. Útlit er fyrir að dregið hafi úr fyrra gosinu. Innlent 5.4.2021 13:27 Klárt mál að fólk gæti verið í hættu Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu. Innlent 5.4.2021 13:16 Nýjar sprungur opnuðust á Reykjanesskaga Ný hraunsprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Innlent 5.4.2021 12:12 Nístingskuldi og hvasst í Geldingadölum Heldur fámennt er við gosstöðvarnar í Geldingadölum enda nístingskuldi á svæðinu. Innlent 5.4.2021 10:14 Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs. Innlent 4.4.2021 22:34 Hraunpollurinn tæmdist að hluta og óvíst hvert kvikan flæddi Hraunpollurinn sem myndast hafði norður af gígnum Norðra í Geldingadölum tæmdist að hluta í nótt. Yfirborð pollsins hefur lækkað um nokkra metra en ekki er vitað með vissu hvert kvikan flæddi frá pollinum. Innlent 3.4.2021 14:05 Opna aftur fyrir umferð að gosstöðvunum á morgun Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum frá hádegi á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum en gert er ráð fyrir að opnunin taki gildi klukkan tólf á morgun, páskadag. Innlent 3.4.2021 10:03 Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns. Innlent 3.4.2021 08:02 « ‹ 83 84 85 86 87 88 89 90 91 … 132 ›
Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. Innlent 7.4.2021 23:37
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. Innlent 7.4.2021 14:41
Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. Innlent 7.4.2021 12:04
„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. Innlent 7.4.2021 11:19
Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun. Innlent 7.4.2021 06:38
„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. Innlent 7.4.2021 01:06
Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. Innlent 7.4.2021 00:43
Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. Innlent 6.4.2021 22:19
Horfði á sprunguna opnast í Geldingadölum Hinn níu ára gamli Hugi Þór Snorrason var á göngu með afa sínum, Kristjáni Kristjánssyni, á gossvæðinu í gær þegar þeir heyrðu drunur og sáu skyndilega mikinn reyk koma upp úr jörðinni. Innlent 6.4.2021 20:01
Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. Innlent 6.4.2021 20:00
Vegslóði kominn undir hraun Segja má að fyrsta mannvirkið á Reykjanesi sé komið undir nýlegt hraun en vegslóði sem liggur að gosstöðvunum er nú þakinn fersku hrauni eftir að ný sprunga opnaðist með látum í gær. Innlent 6.4.2021 16:36
Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. Innlent 6.4.2021 15:12
Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. Innlent 6.4.2021 12:09
Áfram lokað á gossvæðinu Áfram verður lokað á gossvæðinu á Reykjanesskaga vegna mengunarhættu. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum. Innlent 6.4.2021 10:14
Myndasyrpa: Magnað sjónarspil á gosstöðvunum í gærkvöldi Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í gærkvöldi þar sem hann festi á filmu það mikla sjónarspil sem fyrir augum bar. Innlent 6.4.2021 07:41
Skoða hvort ný sprunga sé að opnast milli gossvæðanna Talsverð virkni hefur verið á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum. Innlent 6.4.2021 06:54
Ákveða á morgun hvort gossvæðið verði opið Viðbragðsaðilar sem staðið hafa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðustu daga munu koma saman á stöðufundi á morgun. Þá verður ákveðið hvort svæðið verður opnað aftur, en því var lokað í gær eftir að nýjar sprungur opnuðust suðaustur af upphaflega gosstaðnum. Innlent 5.4.2021 17:51
Tilkomumiklar myndir af nýju sprungunum Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, þar sem hraun flæðir nú ofan í Meradali úr sprungum sem opnuðust í dag. Innlent 5.4.2021 15:40
Bein útsending Vísis frá gosstöðvunum Vísir verður í beinni útsendingu frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður og Arnar Halldórsson tökumaður eru á svæðinu, fara yfir vendingar dagsins og mynda nýja hraunið. Innlent 5.4.2021 14:32
Sjáðu nýju sprunguna úr lofti Ný sprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Sprungan er um tvö hundruð metra löng og rennur hraunið niður í Merardali. Innlent 5.4.2021 14:10
Rýming gengið vel þó fólk hafi „aðeins maldað í móinn“ Rýming viðbragðsaðila í og við Geldingadali hefur gengið vel, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Nokkur hundruð manns hafi verið á svæðinu þega ný sprunga opnaðist skammt frá upphaflegu gossvæði í hádeginu. Innlent 5.4.2021 14:09
Horfðu á sprunguna opnast og glæringarnar koma upp Þetta var vissulega óvænt en skemmtilegt, segir Kristján Kristjánsson, sem horfði á nýju sprunguna í Geldingadölum opnast í hádeginu í dag. Hann var nýkominn á gosstöðvarnar með tíu ára gömlu barnabarni sínu þegar sprungan opnaðist. Innlent 5.4.2021 13:49
Sama kvikan en að koma upp á nýjum stað „Það er greinilega kominn leki af rásinni sem hefur fóðrað gamla staðinn og kvikan er að koma upp á nýjum stað. Þetta er sama kvikuæðin,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um nýju sprunguna sem myndaðist í Geldingadölum í hádeginu. Útlit er fyrir að dregið hafi úr fyrra gosinu. Innlent 5.4.2021 13:27
Klárt mál að fólk gæti verið í hættu Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu. Innlent 5.4.2021 13:16
Nýjar sprungur opnuðust á Reykjanesskaga Ný hraunsprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Innlent 5.4.2021 12:12
Nístingskuldi og hvasst í Geldingadölum Heldur fámennt er við gosstöðvarnar í Geldingadölum enda nístingskuldi á svæðinu. Innlent 5.4.2021 10:14
Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs. Innlent 4.4.2021 22:34
Hraunpollurinn tæmdist að hluta og óvíst hvert kvikan flæddi Hraunpollurinn sem myndast hafði norður af gígnum Norðra í Geldingadölum tæmdist að hluta í nótt. Yfirborð pollsins hefur lækkað um nokkra metra en ekki er vitað með vissu hvert kvikan flæddi frá pollinum. Innlent 3.4.2021 14:05
Opna aftur fyrir umferð að gosstöðvunum á morgun Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum frá hádegi á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum en gert er ráð fyrir að opnunin taki gildi klukkan tólf á morgun, páskadag. Innlent 3.4.2021 10:03
Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns. Innlent 3.4.2021 08:02