Bólusetningar

Svæsin útbrot eftir að hafa verið sprautuð með AstraZeneca
Stella Jórunn A. Levy sjúkraliði fékk vel upphleypt útbrot um bringu og háls með tilheyrandi verk, kláða og sviða eftir bólusetningu. Hún telur víst að bóluefnið hafi vakið vírusinn.

Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“
Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar.

Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar.

Hittast á fundi og ræða bóluefni AstraZeneca
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar ætla að hittast í dag til að ræða bóluefnið frá Oxford-AstraZeneca, sem mörg Evrópuríki hafa ákveðið að hætta að nota tímabundið vegna fregna um að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar.

Kynna hugsanleg næstu skref á fimmtudag
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun á fimmtudag ræða niðurstöður athugunar á mögulegum aukaverkunum bóluefnis AstraZeneca við Covid-19 og ræða hugsanleg næstu skref.

Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca
Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku.

„Hljómar undarlega“ að taka aðeins Schengen-vottorð gild
Sóttvarnalæknir telur það skjóta skökku við að taka aðeins gild bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum á landamærum. Hann bendir á að stjórnvöld ráði þessum málum.

Hollendingar gera hlé á notkun bóluefnis AstraZeneca
Hollendingar hafa ákveðið að fara sömu leið og fleiri þjóðir, Íslendingar þar á meðal, og gera hlé á notkun bólefnis frá AstraZeneca gegn kórónuveirunni.

Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár.

WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni.

Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca
Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur.

Ný herferð um sanngjarna dreifingu bóluefna
Herferð Sameinuðu þjóðanna undirstrikar þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu um jafnan aðgang allra að bóluefnum.

94 prósent hafa þegið eða segjast munu þiggja bólusetningu
94 prósent landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn kórónuveirunni COVID-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru fimm prósent sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu.

Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer.

Bóluefni Janssen fær markaðsleyfi á Íslandi
Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri.

Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa
Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca.

Bóluefni Janssen fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að bóluefni Janssen við Covid-19 verði veitt skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga.

Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun
Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.

Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með.

Hundruð bólusettra barna í Ísrael upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir
Um 600 ísraelsk börn á aldrinum 12 til 16 ára sem voru bólusett gegn Covid-19 með bóluefni Pfizer upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir. Ungmenni eru almennt ekki bólusett en yfirvöld í landinu hafa mælt með bólusetningu einstaklinga í áhættuhópum.

„Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári
„Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Gera ráð fyrir að bóluefni Janssen fái markaðsleyfi fyrir helgi
Vænta má þess að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi fyrir lok þessarar viku að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefninu en ólíkt þeim sem hafa verið notuð hér á landi dugar einn skammtur af bóluefni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19.

79-81 árs fengu bólusetningu í dag
Allir sem eru 79 ára til 81 árs á höfuðborgarsvæðinu, fæddir á árunum 1940-1942, fengu boð um bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku.

Bóluefni Pfizer virðist virka gegn brasilíska afbrigðinu
Ný rannsókn bendir til að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 vinni gegn meira smitandi afbrigði kórónuveirunnar sem kennt hefur verið við Brasilíu.

Fólki fæddu 1942 eða fyrr boðin bólusetning
Fólki á höfuðborgarsvæðinu sem fætt er 1942 eða fyrr verður boðin bólusetning gegn Covid-19 í Laugardalshöllinni í Reykjavík á morgun.

Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna
Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar.

Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik
Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum.

UNICEF og Alvotech í samstarf um bóluefni til fátækra ríkja
Skrifað var undir samstarfssamning þess efnis að gefa 100 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar 12,7 milljónir króna, til baráttu UNICEF við kórónaveiruna.

Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19
Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr.