Bárðarbunga

Fréttamynd

Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu

Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram.

Innlent
Fréttamynd

Gosmökkurinn stefnir í vestur og suðvestur í dag

Búast má við að gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni berist í vestur og suðvestur frá gosstöðvunum allt að Snæfellsnesi í norðri og Reykjanesi í suðri og því gæti mengunar aftur orðið vart á höfuðborgarsvæðinu, annan daginn í röð.

Innlent
Fréttamynd

450 manns hafa komið að aðgerðum vegna jarðhræringanna

Gosið einn merkasti jarðvísindalegi atburður sem vísindamenn og almenningur á Íslandi hefur orðið vitni að. Nær allir starfsmenn Jarðvísindastofnunar, Veðurstofunnar og Landhelgisgæslunnar hafa komið að aðgerðum, auk fjölda björgunarsveitarmanna og annarra.

Innlent
Fréttamynd

Gasmengun spáð á öllu Norðurlandi

Veðurstofan varar við því að í dag megi búast við að gasmengunar verði vart norður og vestur af eldstöðinni í Holuhrauni. Líkur eru á mengun á svæðinu frá Öxarfirði, vestur í Húnaflóa og jafnvel að Breiðafirði.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu skjálftar í Bárðarbungu

Smáskjálftavirkni heldur áfram á svæðinu norðvestan til í Vatnajökli en fjöldi skjálfta frá því um kvöldmatarleytið í gær voru í kringum fimmtíu.

Innlent
Fréttamynd

Vatnalíf ætti ekki að skaðast

Ekki eru miklar líkur á því að vatnalíf og fiskur skaðist vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, er mat Veiðimálastofnunar með þeim fyrirvara að í eldgosum hefur skaði hlotist af eldgosum.

Innlent
Fréttamynd

Grunnvatn gæti sagt fyrir um jarðskjálfta

Rannsóknir á grunnvatni benda til að efnabreytingar í því geti haft forspárgildi um stóra jarðskjálfta. Gæti nýst vel með öðrum rannsóknum sem lúta að því sama. Vísindamenn rannsaka gögnin nú í samhengi við eldgosið í Holuhrauni.

Innlent
Fréttamynd

Málmtæring vandamál í langdregnu gosi

Efnasambönd í gosmekkinum frá Holuhrauni eru mjög tærandi – og viðbúið að upp komi vandamál dragist gosið á langinn. Umhverfisstofnun hefur borist ábending um ryðmyndun sem tengist gosinu. Landsnet lætur kanna áhrif á sín mannvirki.

Innlent
Fréttamynd

Fjörutíu skjálftar frá miðnætti

Rúmlega fjörutíu skjálftar hafa verið staðsettir við Bárðarbungu frá miðnætti og yfir 30 í ganginum. Eru það nokkuð fleiri skjálftar en á sama tíma í gær.

Innlent
Fréttamynd

Búist við gasmengun til norðurs

Eldgosið heldur áfram í Holuhrauni og vegna suðlægra átta mun gasmengun frá því berast til norðurs eða á svæðið frá Eyjafirði til Melrakkasléttu. Skjálfti upp á 5,5 stig mældist í Bárðarbungu í gær og er þetta fjórði skjálftinn sem mælist af þessum styrkleika.

Innlent
Fréttamynd

25 þúsund skjálftar: Sá næststærsti reið yfir

„Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.

Innlent