Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2014 17:06 "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ „Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Líkt og Vísir greindi frá í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. „Við gosstöðvarnar hefur gas verið að mælast yfir 130 þúsund míkrógrömm á rúmmetra sem er mjög nálægt því að vera banvænt. Ef ekki banvænt. Til samanburðar má nefna að mengun í byggðum hefur hæst verið að mælast 5800,“ segir Víðir. Lokanir á svæðinu eru enn í gildi og gasmengun af völdum eldgossins gríðarleg. Þá er hætta gufusprengingum, að gosið hlaupi undir jökli, flóðahætta og öskuhætta.Í rannsókn lögreglu Þó nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að komast inn á svæðið í leyfisleysi og eiga allmargir yfir höfði sér ákærur vegna þess. Sektirnar gætu hlaupið á hundruðum þúsunda. Málið er komið á borð lögreglunnar á Húsavík og er ekki fordæmalaust. Annað sambærilegt mál er nú í rannsókn lögreglu. „Við erum meðvituð um þetta myndband og höfum þetta til rannsóknar,“ segir Brynjólfur Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík.Heilmikil aðgerð komi til björgunar „Það hafa vissulega komið upp mál þar sem óviðkomandi hafa farið inn á svæðið. En það er heilmikil aðgerð ef það þarf að fara í að bjarga einhverjum sem lendir í vandræðum þarna. Þetta er á svo rosalega afskekktu svæði og svæðið er svo hættulegt að það er mjög mikill viðbúnaður sem þarf að setja í gang, komi til einhverrar björgunar,“ segir Brynjólfur. Á mynd Ashkenaz má sjá að þyrlan var á vegum fyrirtækisins Reykjavík helicopters. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja málið alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns og að það sé nú til rannsóknar innan fyrirtækisins. Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.Loading From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily View on Instagram Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
„Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Líkt og Vísir greindi frá í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. „Við gosstöðvarnar hefur gas verið að mælast yfir 130 þúsund míkrógrömm á rúmmetra sem er mjög nálægt því að vera banvænt. Ef ekki banvænt. Til samanburðar má nefna að mengun í byggðum hefur hæst verið að mælast 5800,“ segir Víðir. Lokanir á svæðinu eru enn í gildi og gasmengun af völdum eldgossins gríðarleg. Þá er hætta gufusprengingum, að gosið hlaupi undir jökli, flóðahætta og öskuhætta.Í rannsókn lögreglu Þó nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að komast inn á svæðið í leyfisleysi og eiga allmargir yfir höfði sér ákærur vegna þess. Sektirnar gætu hlaupið á hundruðum þúsunda. Málið er komið á borð lögreglunnar á Húsavík og er ekki fordæmalaust. Annað sambærilegt mál er nú í rannsókn lögreglu. „Við erum meðvituð um þetta myndband og höfum þetta til rannsóknar,“ segir Brynjólfur Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík.Heilmikil aðgerð komi til björgunar „Það hafa vissulega komið upp mál þar sem óviðkomandi hafa farið inn á svæðið. En það er heilmikil aðgerð ef það þarf að fara í að bjarga einhverjum sem lendir í vandræðum þarna. Þetta er á svo rosalega afskekktu svæði og svæðið er svo hættulegt að það er mjög mikill viðbúnaður sem þarf að setja í gang, komi til einhverrar björgunar,“ segir Brynjólfur. Á mynd Ashkenaz má sjá að þyrlan var á vegum fyrirtækisins Reykjavík helicopters. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja málið alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns og að það sé nú til rannsóknar innan fyrirtækisins. Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.Loading From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily View on Instagram
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22