Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. október 2014 18:42 Niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, gengur framar vonum. Þriðjungi þess brennisteinsvetnis sem fellur til er nú dælt aftur ofan í berglög en aðstandendur verkefnisins vonast til að árangur sjáist á loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Niðurdælingin hefur nú staðið yfir í fjóra mánuði. Verkefnið fellst í því að fanga brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu í Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brennisteinsvetni. Þetta er litlaus, eitruð gastegund sem getur verið skaðleg heilsu í miklum styrk. Nær undantekningalaust er styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu langt undir hættumörkum. Á veturna, þegar hitastig er rétt yfir frostmarki og austanátt ríkir, hefur komið skot í styrk brennisteinsvetnis. Núna eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að verkefnið fór á fullt. Nú er þriðjungi af öllu brennisteinsvetni sem til fellur dælt niður aftur. Í vetur skýrist hvort að verkefnið sé að skila árangri þegar niðurstöður úr loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. „Í vetur munum við sjá hver árangurinn. Það er á veturna sem möguleikinn er á að þessi sterku púlsar komi. Við reiknum með að í júlí á næsta ári að þá verði gefið út heilbrigðisvottorð á verkefnið,“ segir Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar. Til að tryggja það að styrkur brennisteinsvetnis fari ekki yfir ströngustu viðmið hefur Orkuveita Reykjavíkur nú í hyggju að reisa 20-30 metra gufuháf sem mun dæla efninu í gegnum hitahvörf sem myndast í ákveðnum veðuraðstæðum. „Með þessum háfi þá væri hægt að dæla gufunni upp í efri loftlög og dreifa henni. Sem myndi þá draga úr styrk brennisteinsvetnis í byggð,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. „Við lifum á eldfjallaeyju og getum haft stjórn á þessu en ekki eldgosinu,“ segir Bjarni að lokum. Bárðarbunga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, gengur framar vonum. Þriðjungi þess brennisteinsvetnis sem fellur til er nú dælt aftur ofan í berglög en aðstandendur verkefnisins vonast til að árangur sjáist á loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Niðurdælingin hefur nú staðið yfir í fjóra mánuði. Verkefnið fellst í því að fanga brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu í Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brennisteinsvetni. Þetta er litlaus, eitruð gastegund sem getur verið skaðleg heilsu í miklum styrk. Nær undantekningalaust er styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu langt undir hættumörkum. Á veturna, þegar hitastig er rétt yfir frostmarki og austanátt ríkir, hefur komið skot í styrk brennisteinsvetnis. Núna eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að verkefnið fór á fullt. Nú er þriðjungi af öllu brennisteinsvetni sem til fellur dælt niður aftur. Í vetur skýrist hvort að verkefnið sé að skila árangri þegar niðurstöður úr loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. „Í vetur munum við sjá hver árangurinn. Það er á veturna sem möguleikinn er á að þessi sterku púlsar komi. Við reiknum með að í júlí á næsta ári að þá verði gefið út heilbrigðisvottorð á verkefnið,“ segir Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar. Til að tryggja það að styrkur brennisteinsvetnis fari ekki yfir ströngustu viðmið hefur Orkuveita Reykjavíkur nú í hyggju að reisa 20-30 metra gufuháf sem mun dæla efninu í gegnum hitahvörf sem myndast í ákveðnum veðuraðstæðum. „Með þessum háfi þá væri hægt að dæla gufunni upp í efri loftlög og dreifa henni. Sem myndi þá draga úr styrk brennisteinsvetnis í byggð,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. „Við lifum á eldfjallaeyju og getum haft stjórn á þessu en ekki eldgosinu,“ segir Bjarni að lokum.
Bárðarbunga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira