Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. október 2014 18:42 Niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, gengur framar vonum. Þriðjungi þess brennisteinsvetnis sem fellur til er nú dælt aftur ofan í berglög en aðstandendur verkefnisins vonast til að árangur sjáist á loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Niðurdælingin hefur nú staðið yfir í fjóra mánuði. Verkefnið fellst í því að fanga brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu í Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brennisteinsvetni. Þetta er litlaus, eitruð gastegund sem getur verið skaðleg heilsu í miklum styrk. Nær undantekningalaust er styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu langt undir hættumörkum. Á veturna, þegar hitastig er rétt yfir frostmarki og austanátt ríkir, hefur komið skot í styrk brennisteinsvetnis. Núna eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að verkefnið fór á fullt. Nú er þriðjungi af öllu brennisteinsvetni sem til fellur dælt niður aftur. Í vetur skýrist hvort að verkefnið sé að skila árangri þegar niðurstöður úr loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. „Í vetur munum við sjá hver árangurinn. Það er á veturna sem möguleikinn er á að þessi sterku púlsar komi. Við reiknum með að í júlí á næsta ári að þá verði gefið út heilbrigðisvottorð á verkefnið,“ segir Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar. Til að tryggja það að styrkur brennisteinsvetnis fari ekki yfir ströngustu viðmið hefur Orkuveita Reykjavíkur nú í hyggju að reisa 20-30 metra gufuháf sem mun dæla efninu í gegnum hitahvörf sem myndast í ákveðnum veðuraðstæðum. „Með þessum háfi þá væri hægt að dæla gufunni upp í efri loftlög og dreifa henni. Sem myndi þá draga úr styrk brennisteinsvetnis í byggð,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. „Við lifum á eldfjallaeyju og getum haft stjórn á þessu en ekki eldgosinu,“ segir Bjarni að lokum. Bárðarbunga Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, gengur framar vonum. Þriðjungi þess brennisteinsvetnis sem fellur til er nú dælt aftur ofan í berglög en aðstandendur verkefnisins vonast til að árangur sjáist á loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Niðurdælingin hefur nú staðið yfir í fjóra mánuði. Verkefnið fellst í því að fanga brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu í Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brennisteinsvetni. Þetta er litlaus, eitruð gastegund sem getur verið skaðleg heilsu í miklum styrk. Nær undantekningalaust er styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu langt undir hættumörkum. Á veturna, þegar hitastig er rétt yfir frostmarki og austanátt ríkir, hefur komið skot í styrk brennisteinsvetnis. Núna eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að verkefnið fór á fullt. Nú er þriðjungi af öllu brennisteinsvetni sem til fellur dælt niður aftur. Í vetur skýrist hvort að verkefnið sé að skila árangri þegar niðurstöður úr loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. „Í vetur munum við sjá hver árangurinn. Það er á veturna sem möguleikinn er á að þessi sterku púlsar komi. Við reiknum með að í júlí á næsta ári að þá verði gefið út heilbrigðisvottorð á verkefnið,“ segir Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar. Til að tryggja það að styrkur brennisteinsvetnis fari ekki yfir ströngustu viðmið hefur Orkuveita Reykjavíkur nú í hyggju að reisa 20-30 metra gufuháf sem mun dæla efninu í gegnum hitahvörf sem myndast í ákveðnum veðuraðstæðum. „Með þessum háfi þá væri hægt að dæla gufunni upp í efri loftlög og dreifa henni. Sem myndi þá draga úr styrk brennisteinsvetnis í byggð,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. „Við lifum á eldfjallaeyju og getum haft stjórn á þessu en ekki eldgosinu,“ segir Bjarni að lokum.
Bárðarbunga Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum