Gígurinn Baugur er þegar 100 metra hár Svavar Hávarðsson skrifar 8. október 2014 07:00 Eldstöðvar í Holuhrauni, mynd tekin 18. september 2014. Inn á hana eru settar þær nafngiftir sem vísindamenn hafa komið sér upp til þess að auðvelda umræður og dagleg skýrsluskrif. Mynd/Ármann Höskuldsson Megin gígurinn í Holuhrauni, sem nefndur hefur verið Baugur, hefur náð 100 metra hæð á þeim fimm vikum sem eldgosið norðan Vatnajökuls hefur staðið. Hraunið frá eldgosinu náði um helgina að stífla Jökulsá á Fjöllum svo lón myndaðist við suðurjaðar hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að strax á þriðju viku eldgossins í Holuhrauni hafi Baugur náð 65 metra hæð, en virknin hafi verið það mikil að hlutirnir séu fljótir að gerast. „Þetta er á góðri leið með að verða fjall, eða fell. Við erum að meta hæðina á aðal gígnum en hún er þegar um 100 metrar. Hann bætir hratt við sig og þetta er orðinn mjög myndarlegur gígur, virkilega,“ segir Ármann. Gígaröðin sjálf, sín hvoru megin við Baug, er líka orðin reisuleg. Suðri, Krakkinn og Norðri eru mun minni en Baugur, en Suðri er t.d. í fjörutíu, fimmtíu metrum er ágiskun Ármanns. Frá því var greint að 4. október var um fjögurra metra rás á milli eystri bakka Jökulsár á Fjöllum og hraunsins. Á aðeins fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 metra, og lón tók þegar að myndast. Hins vegar er Jökulsá fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum, og lónið tæmir sig með jöfnu millibili. „Það hefur dregið úr framrás hraunsins þannig að áin grefur sig meðfram því. Lónin sem myndast eru ekki stór og myndast rétt á meðan að hraunið nær yfir, en svo finnur áin sér annan farveg,“ segir Ármann sem bætir við að eldgosið, og hraunrennslið, sé miklu minna en í upphafi og heldur dregur úr gosinu þessa dagana. Hraunið var orðið rúmir 52 ferkílómetrar að stærð í gær. Jarðskjálftar í norðanverðum kvikuganginum hafa snarminnkað, og sama er að segja um uppstreymi kviku. Þær upplýsingar fengust hjá Landmælingum Íslands og Stofnun Árna Magnússonar að engar skilgreiningar séu til á því hvað sé lágmarkshæð fjalls eða fells. Hitt er ljóst að margt fellið í íslenskri náttúru nær ekki 100 metra hæð. Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Gasmengun hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn, aðallega á Norður- og Austurlandi. Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2), sem helst hefur áhrif á heilsu manna. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Bárðarbunga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Megin gígurinn í Holuhrauni, sem nefndur hefur verið Baugur, hefur náð 100 metra hæð á þeim fimm vikum sem eldgosið norðan Vatnajökuls hefur staðið. Hraunið frá eldgosinu náði um helgina að stífla Jökulsá á Fjöllum svo lón myndaðist við suðurjaðar hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að strax á þriðju viku eldgossins í Holuhrauni hafi Baugur náð 65 metra hæð, en virknin hafi verið það mikil að hlutirnir séu fljótir að gerast. „Þetta er á góðri leið með að verða fjall, eða fell. Við erum að meta hæðina á aðal gígnum en hún er þegar um 100 metrar. Hann bætir hratt við sig og þetta er orðinn mjög myndarlegur gígur, virkilega,“ segir Ármann. Gígaröðin sjálf, sín hvoru megin við Baug, er líka orðin reisuleg. Suðri, Krakkinn og Norðri eru mun minni en Baugur, en Suðri er t.d. í fjörutíu, fimmtíu metrum er ágiskun Ármanns. Frá því var greint að 4. október var um fjögurra metra rás á milli eystri bakka Jökulsár á Fjöllum og hraunsins. Á aðeins fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 metra, og lón tók þegar að myndast. Hins vegar er Jökulsá fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum, og lónið tæmir sig með jöfnu millibili. „Það hefur dregið úr framrás hraunsins þannig að áin grefur sig meðfram því. Lónin sem myndast eru ekki stór og myndast rétt á meðan að hraunið nær yfir, en svo finnur áin sér annan farveg,“ segir Ármann sem bætir við að eldgosið, og hraunrennslið, sé miklu minna en í upphafi og heldur dregur úr gosinu þessa dagana. Hraunið var orðið rúmir 52 ferkílómetrar að stærð í gær. Jarðskjálftar í norðanverðum kvikuganginum hafa snarminnkað, og sama er að segja um uppstreymi kviku. Þær upplýsingar fengust hjá Landmælingum Íslands og Stofnun Árna Magnússonar að engar skilgreiningar séu til á því hvað sé lágmarkshæð fjalls eða fells. Hitt er ljóst að margt fellið í íslenskri náttúru nær ekki 100 metra hæð. Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Gasmengun hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn, aðallega á Norður- og Austurlandi. Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2), sem helst hefur áhrif á heilsu manna. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum.
Bárðarbunga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira