Kosningar 2007 Mjög góð kjörsókn í Grímsey Kjörstöðum hefur nú verið lokað á nokkrum stöðum á landinu, sérstaklega á minni og afskekktari stöðum. Í Grímsey var kjörsókn um 71,6 prósent en miðað við fjölda utankjörfundaratkvæða var kosningaþátttaka þar nánast 100 prósent. Innlent 12.5.2007 20:31 Deilt um auglýsingar á kjörstað Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar. Innlent 12.5.2007 19:56 Um helmingur landsmanna hefur greitt atkvæði Um helmingur landsmanna hafði kosið í Alþingiskosningunum klukkan sex í dag. Kjörsókn er svipuð og í síðustu kosningum víðast hvar. Í Reykjavík er kjörsóknin þó ívið minni en 2003 en til þess þarf að taka að þá var kjörsóknin óvenjugóð. Innlent 12.5.2007 18:53 Kjörsókn meiri í Norðausturkjördæmi Kjörsókn hefur gengið vel víðsvegar um landið en er heldur minni en fyrir fjórum árum ef undan er skilið Norðausturkjördæmi. Þar er kjörsókn umtalsvert meiri á Egilsstöðum og á Akureyri en í síðustu kosningum. Innlent 12.5.2007 16:52 Sjálfstæðismenn á Suðurlandi kærðir Samfylkingin í Suðurkjördæmi hefur kært til yfirkjörstjórnar störf fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi, í Þorlákshöfn og Vestmanneyjum. Athugasemd er gerð við það að Sjálfstæðismenn miðli upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum. Innlent 12.5.2007 15:13 Kjörsókn ívið minni víðast hvar Kosningar til Alþingis hafa gengið vel fyrir sig það sem af er. Kjörsókn hefur víðast verið heldur dræmari en fyrir fjórum árum ef undan er skilið Norðvesturkjördæmi þar sem kjörsókn hefur verið töluvert meiri og á Akureyri hafa nokkuð fleiri greitt atkvæði en árið 2003. Innlent 12.5.2007 14:34 Nýjustu tölur á Vísi Á kosningavef Vísis verður í kvöld hægt að fylgjast með stöðunni í Alþingiskosningunum eins og hún er hverju sinni. Staðan verður uppfærð um leið og nýjar tölur berast og reiknað út hvaða frambjóðendur eru inni á þingi eins og staðan er á þeim tíma. Innlent 12.5.2007 12:47 Hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil Það getur vafist fyrir sumum hvað megi gera við kjörseðilinn og hvað ekki. Auðvelt er að gera kjörseðil ógildan með því að fara ekki rétt með hann. Þannig má ekki strika út frambjóðendur af öðrum listum en þeim eina sem kjósandi merkir við. Innlent 12.5.2007 12:11 Kosningasjónvarp með stæl á Stöð 2 Stöð tvö mun fjalla skilmerkilega um kosningarnar í kvöld. Kosningasjónvarpið hefst formlega klukkan níu. Þar verður boðið upp á skýringar á framvindu mála, auk skemmtunar fram á rauða nótt. Þá verður kosningavefur Vísis með nýjustu tölur á hverjum tíma. Innlent 12.5.2007 11:59 Ingibjörg Sólrún kaus í Hagaskóla Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar hefur greitt sitt atkvæði í Alþingiskosningunum. Hún mætti í Hagaskóla á ellefta tímanum og kaus í 5. kjördeild. Innlent 12.5.2007 11:30 Geir Haarde kaus í Hagaskóla Geir Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti á kjörstað í Hagaskóla fyrir stundu til þess að greiða atkvæði sitt í kosningunum. Innlent 12.5.2007 11:21 Ómar kaus í Laugardalshöll Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, mætti á kjörstað nú fyrir stundu til að greiða sitt atkvæði í Alþingiskosningunum. Ómar kaus í Laugardalshöllinni. Innlent 12.5.2007 10:31 Jón kaus í Kópavogi Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrsti maður á lista í Reykjavík norður, mætti snemma á kjörstað og greiddi sitt atkvæði. Jón er búsettur í Kópavogi og greiddi því atkvæði í Kópavogsskóla. Innlent 12.5.2007 10:11 Kosningar til Alþingis hafnar Kjörstaðir opnuðu um allt land núna klukkan níu og á kjörskrá eru 221.368 manns. Fjöldi karla og kvenna er svo til jafn að þessu sinni, 110.399 karlar og 110.969 konur. Innlent 12.5.2007 09:54 Sjötíu lögreglumenn á vakt Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu vegna kosninganna í dag og kosninganæturinnar sem fram undan er. Í flestum umdæmum lögreglunnar eru kallaðar út aukavaktir. Innlent 11.5.2007 21:25 Mikinn fjölda þarf til að útstrikun hafi áhrif Fara þarf aftur til ársins 1946 til að finna dæmi um að útstrikanir hafi haft áhrif á röð frambjóðenda í alþingiskosningum. Þá höfðu útstrikanir mun meira vægi en nú. Það hvort útstrikun hefur áhrif ræðst af fylgi lista og sæti frambjóðanda. Innlent 11.5.2007 21:25 Frambjóðendur skipta mestu máli í Norðvesturkjördæmi Rúmlega 57 prósent segja að stefnumál skipti meira máli en frambjóðendur þegar ákveðið er hvernig atkvæði eru greidd. 14,9 prósent segja frambjóðendur skipti meira máli en málefnin, en 28,0 prósent segja að frambjóðendur og málefni skipti jafn miklu máli þegar ákveðið er hvernig atkvæði þeirra fellur í kosningunum í dag. Innlent 11.5.2007 21:25 Spennan snýst um hvort stjórnin lifir Stjórnmálaskýrendur telja að allt stefni í mest spennandi alþingskosningar í langan tíma. Lögregla og veitingahúsaeigendur búast við líflegri kosninganótt. Innlent 11.5.2007 21:25 Misvísandi kannanir á lokasprettinum Mestur munur milli kannana sem birtust í gær er á fylgi Sjálfstæðisflokksins, frá 36,0 prósentum hjá Félagsvísindastofnunnar í 44,7 prósent hjá Blaðinu. Innlent 11.5.2007 21:25 Átta oddvitar geta ekki kosið sjálfa sig Í kosningunum eru fjölmargir frambjóðendur í þeirri stöðu að geta ekki kosið sjálfa sig. Það gerist þar sem þeir hafa ekki lögheimili í kjördæminu sem þeir bjóða sig fram í. Innlent 11.5.2007 21:25 Fjölmargir kusu utan kjörfundar Mjög góð kjörsókn var utan kjörfundar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu í Reykjavík höfðu rúmlega ellefu þúsund manns kosið þar utan kjörfundar síðdegis í gær, sem er hátt í fjörutíu prósentum meira en fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra. Innlent 11.5.2007 21:25 Bláu kjörklefatjöldunum skipt út fyrir hvít Bláu tjöldin sem undanfarnar kosningar hafa verið hengd fyrir kjörklefa allra kjördeilda í Reykjavík nema einnar hafa nú flest verið tekin niður og hvít og drapplituð tjöld sett í þeirra stað, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Innlent 11.5.2007 21:25 Ríkisstjórnin missir þingmeirihluta samkvæmt könnun Gallup Ríkisstjórnin missir þingmeirihluta sinn samkvæmt niðurstöðum síðustu raðkönnunar Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, sem gerð var dagana 9. til 10. maí. Þetta kom fram í fréttum Ríkssjónvarpsins í kvöld. Innlent 11.5.2007 21:36 Fimm sekúndna valdatími Hverjir borga alvarleg auðlindaspjöll þegar upp er staðið? Á hverjum bitna þau? Þú, lesandi góður, hefur vald í um það bil fimm sekúndur í kjörklefanum að velja hvort íslenska þjóðin heldur áfram á braut stóriðju og náttúruspjalla eða tekur sér tíma til að athuga sinn gang. Fimm sekúnduna valdatími getur samt breytt ýmsu og jafnvel aukið vald þitt. Notaðu þetta dýrmæta augnablik vel. Skoðun 11.5.2007 18:47 Vonast til að klára atkvæðatalningu á minna en tólf klukkustundum Reiknað er með því að búið verði að telja öll atkvæði í kosningunum á morgun fyrir klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags. Formaður kjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður segist þó vona að hægt verði að ljúka talningu mun fyrr. Innlent 11.5.2007 16:25 Metþátttaka í utankjörstaða- atkvæðagreiðslu Mjög góð kjörsókn hefur verið í utankjörstaðaatkvæðagreiðslum í Reykjavík og á Akureyri. Nú þegar hafa mun fleiri kosið en á sama tíma í síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. Innlent 11.5.2007 14:43 Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Innlent 11.5.2007 12:03 Opnað fyrir rafræna kjörskrá í Reykjavík Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi alþingiskosninga. Í skránni geta kjósendur aflað sér upplýsinga um ýmislegt í tengslum við kosningarnar. Innlent 11.5.2007 10:16 Vinstri flokkarnir með meira fylgi en ríkisstjórnin Samfylkingin er komin yfir 30% fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Stöðvar tvö og eru nú með 30,2%. Þá standa Vinstri grænir nánast í stað með 16,1%. Sjálfstæðisflokkur er með 35,7% og Framsókn fær 9,8%. Samkvæmt könnuninni er ríkisstjórnin því fallin og vinstri flokkarnir tveir eru með fleiri atkvæði á bak við sig en ríkisstjórnin. Innlent 10.5.2007 18:56 Netsamband víða óviðunandi í dreifbýli Aðgangur að netsambandi enn víða óviðunandi í dreifbýli. Ferðaþjónustubóndi í Þingeyjarsýslu segir ástandið eins og að búa í torfkofa en Síminn segir unnið að aukinni þjónustu. Innlent 10.5.2007 12:17 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Mjög góð kjörsókn í Grímsey Kjörstöðum hefur nú verið lokað á nokkrum stöðum á landinu, sérstaklega á minni og afskekktari stöðum. Í Grímsey var kjörsókn um 71,6 prósent en miðað við fjölda utankjörfundaratkvæða var kosningaþátttaka þar nánast 100 prósent. Innlent 12.5.2007 20:31
Deilt um auglýsingar á kjörstað Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar. Innlent 12.5.2007 19:56
Um helmingur landsmanna hefur greitt atkvæði Um helmingur landsmanna hafði kosið í Alþingiskosningunum klukkan sex í dag. Kjörsókn er svipuð og í síðustu kosningum víðast hvar. Í Reykjavík er kjörsóknin þó ívið minni en 2003 en til þess þarf að taka að þá var kjörsóknin óvenjugóð. Innlent 12.5.2007 18:53
Kjörsókn meiri í Norðausturkjördæmi Kjörsókn hefur gengið vel víðsvegar um landið en er heldur minni en fyrir fjórum árum ef undan er skilið Norðausturkjördæmi. Þar er kjörsókn umtalsvert meiri á Egilsstöðum og á Akureyri en í síðustu kosningum. Innlent 12.5.2007 16:52
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi kærðir Samfylkingin í Suðurkjördæmi hefur kært til yfirkjörstjórnar störf fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi, í Þorlákshöfn og Vestmanneyjum. Athugasemd er gerð við það að Sjálfstæðismenn miðli upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum. Innlent 12.5.2007 15:13
Kjörsókn ívið minni víðast hvar Kosningar til Alþingis hafa gengið vel fyrir sig það sem af er. Kjörsókn hefur víðast verið heldur dræmari en fyrir fjórum árum ef undan er skilið Norðvesturkjördæmi þar sem kjörsókn hefur verið töluvert meiri og á Akureyri hafa nokkuð fleiri greitt atkvæði en árið 2003. Innlent 12.5.2007 14:34
Nýjustu tölur á Vísi Á kosningavef Vísis verður í kvöld hægt að fylgjast með stöðunni í Alþingiskosningunum eins og hún er hverju sinni. Staðan verður uppfærð um leið og nýjar tölur berast og reiknað út hvaða frambjóðendur eru inni á þingi eins og staðan er á þeim tíma. Innlent 12.5.2007 12:47
Hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil Það getur vafist fyrir sumum hvað megi gera við kjörseðilinn og hvað ekki. Auðvelt er að gera kjörseðil ógildan með því að fara ekki rétt með hann. Þannig má ekki strika út frambjóðendur af öðrum listum en þeim eina sem kjósandi merkir við. Innlent 12.5.2007 12:11
Kosningasjónvarp með stæl á Stöð 2 Stöð tvö mun fjalla skilmerkilega um kosningarnar í kvöld. Kosningasjónvarpið hefst formlega klukkan níu. Þar verður boðið upp á skýringar á framvindu mála, auk skemmtunar fram á rauða nótt. Þá verður kosningavefur Vísis með nýjustu tölur á hverjum tíma. Innlent 12.5.2007 11:59
Ingibjörg Sólrún kaus í Hagaskóla Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar hefur greitt sitt atkvæði í Alþingiskosningunum. Hún mætti í Hagaskóla á ellefta tímanum og kaus í 5. kjördeild. Innlent 12.5.2007 11:30
Geir Haarde kaus í Hagaskóla Geir Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti á kjörstað í Hagaskóla fyrir stundu til þess að greiða atkvæði sitt í kosningunum. Innlent 12.5.2007 11:21
Ómar kaus í Laugardalshöll Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, mætti á kjörstað nú fyrir stundu til að greiða sitt atkvæði í Alþingiskosningunum. Ómar kaus í Laugardalshöllinni. Innlent 12.5.2007 10:31
Jón kaus í Kópavogi Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrsti maður á lista í Reykjavík norður, mætti snemma á kjörstað og greiddi sitt atkvæði. Jón er búsettur í Kópavogi og greiddi því atkvæði í Kópavogsskóla. Innlent 12.5.2007 10:11
Kosningar til Alþingis hafnar Kjörstaðir opnuðu um allt land núna klukkan níu og á kjörskrá eru 221.368 manns. Fjöldi karla og kvenna er svo til jafn að þessu sinni, 110.399 karlar og 110.969 konur. Innlent 12.5.2007 09:54
Sjötíu lögreglumenn á vakt Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu vegna kosninganna í dag og kosninganæturinnar sem fram undan er. Í flestum umdæmum lögreglunnar eru kallaðar út aukavaktir. Innlent 11.5.2007 21:25
Mikinn fjölda þarf til að útstrikun hafi áhrif Fara þarf aftur til ársins 1946 til að finna dæmi um að útstrikanir hafi haft áhrif á röð frambjóðenda í alþingiskosningum. Þá höfðu útstrikanir mun meira vægi en nú. Það hvort útstrikun hefur áhrif ræðst af fylgi lista og sæti frambjóðanda. Innlent 11.5.2007 21:25
Frambjóðendur skipta mestu máli í Norðvesturkjördæmi Rúmlega 57 prósent segja að stefnumál skipti meira máli en frambjóðendur þegar ákveðið er hvernig atkvæði eru greidd. 14,9 prósent segja frambjóðendur skipti meira máli en málefnin, en 28,0 prósent segja að frambjóðendur og málefni skipti jafn miklu máli þegar ákveðið er hvernig atkvæði þeirra fellur í kosningunum í dag. Innlent 11.5.2007 21:25
Spennan snýst um hvort stjórnin lifir Stjórnmálaskýrendur telja að allt stefni í mest spennandi alþingskosningar í langan tíma. Lögregla og veitingahúsaeigendur búast við líflegri kosninganótt. Innlent 11.5.2007 21:25
Misvísandi kannanir á lokasprettinum Mestur munur milli kannana sem birtust í gær er á fylgi Sjálfstæðisflokksins, frá 36,0 prósentum hjá Félagsvísindastofnunnar í 44,7 prósent hjá Blaðinu. Innlent 11.5.2007 21:25
Átta oddvitar geta ekki kosið sjálfa sig Í kosningunum eru fjölmargir frambjóðendur í þeirri stöðu að geta ekki kosið sjálfa sig. Það gerist þar sem þeir hafa ekki lögheimili í kjördæminu sem þeir bjóða sig fram í. Innlent 11.5.2007 21:25
Fjölmargir kusu utan kjörfundar Mjög góð kjörsókn var utan kjörfundar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu í Reykjavík höfðu rúmlega ellefu þúsund manns kosið þar utan kjörfundar síðdegis í gær, sem er hátt í fjörutíu prósentum meira en fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra. Innlent 11.5.2007 21:25
Bláu kjörklefatjöldunum skipt út fyrir hvít Bláu tjöldin sem undanfarnar kosningar hafa verið hengd fyrir kjörklefa allra kjördeilda í Reykjavík nema einnar hafa nú flest verið tekin niður og hvít og drapplituð tjöld sett í þeirra stað, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Innlent 11.5.2007 21:25
Ríkisstjórnin missir þingmeirihluta samkvæmt könnun Gallup Ríkisstjórnin missir þingmeirihluta sinn samkvæmt niðurstöðum síðustu raðkönnunar Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, sem gerð var dagana 9. til 10. maí. Þetta kom fram í fréttum Ríkssjónvarpsins í kvöld. Innlent 11.5.2007 21:36
Fimm sekúndna valdatími Hverjir borga alvarleg auðlindaspjöll þegar upp er staðið? Á hverjum bitna þau? Þú, lesandi góður, hefur vald í um það bil fimm sekúndur í kjörklefanum að velja hvort íslenska þjóðin heldur áfram á braut stóriðju og náttúruspjalla eða tekur sér tíma til að athuga sinn gang. Fimm sekúnduna valdatími getur samt breytt ýmsu og jafnvel aukið vald þitt. Notaðu þetta dýrmæta augnablik vel. Skoðun 11.5.2007 18:47
Vonast til að klára atkvæðatalningu á minna en tólf klukkustundum Reiknað er með því að búið verði að telja öll atkvæði í kosningunum á morgun fyrir klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags. Formaður kjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður segist þó vona að hægt verði að ljúka talningu mun fyrr. Innlent 11.5.2007 16:25
Metþátttaka í utankjörstaða- atkvæðagreiðslu Mjög góð kjörsókn hefur verið í utankjörstaðaatkvæðagreiðslum í Reykjavík og á Akureyri. Nú þegar hafa mun fleiri kosið en á sama tíma í síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. Innlent 11.5.2007 14:43
Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Innlent 11.5.2007 12:03
Opnað fyrir rafræna kjörskrá í Reykjavík Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi alþingiskosninga. Í skránni geta kjósendur aflað sér upplýsinga um ýmislegt í tengslum við kosningarnar. Innlent 11.5.2007 10:16
Vinstri flokkarnir með meira fylgi en ríkisstjórnin Samfylkingin er komin yfir 30% fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Stöðvar tvö og eru nú með 30,2%. Þá standa Vinstri grænir nánast í stað með 16,1%. Sjálfstæðisflokkur er með 35,7% og Framsókn fær 9,8%. Samkvæmt könnuninni er ríkisstjórnin því fallin og vinstri flokkarnir tveir eru með fleiri atkvæði á bak við sig en ríkisstjórnin. Innlent 10.5.2007 18:56
Netsamband víða óviðunandi í dreifbýli Aðgangur að netsambandi enn víða óviðunandi í dreifbýli. Ferðaþjónustubóndi í Þingeyjarsýslu segir ástandið eins og að búa í torfkofa en Síminn segir unnið að aukinni þjónustu. Innlent 10.5.2007 12:17