Misvísandi kannanir á lokasprettinum 12. maí 2007 08:15 Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtust í gær en engar þeirra voru samhljóma um hvernig kosningarnar gætu farið í dag. Mestu munar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í þessum könnunum. Í könnun Félagsvísindastofnunnar mældist fylgið 36,0 prósent en 44,7 prósent hjá Blaðinu. Allar kannanir mæla flokkinn nokkuð yfir kjörfylgi síðustu kosninga þegar flokkurinn hlaut 33,7 prósent atkvæða, en sögulega var það nokkuð slök útkoma. Næstmestur munur er á fylgi Samfylkingar, 5,9 prósentustig, en eftir því sem flokkarnir mælast með meira fylgi eru skekkjumörkin hærri. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 29,3 prósent, en minnst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 24,6 prósent. Allar kannanirnar mæla Samfylkingu undir kjörfylgi 2003, þegar flokkurinn hlaut 31 prósent atkvæða og allar kannanirnar, fyrir utan könnun Félagsvísindastofnunar, mælir flokkinn undir kjörfylgi 1999 þegar hann hlaut 26,8 prósent atkvæða. Allar kannanir benda til að Framsóknarflokkurinn fái sína verstu útkomu í kosningunum og mælist fylgi flokksins hæst 11,0 prósent í raðkönnun Capacent. Lægst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 9,1 prósent. Í kosningunum 2003 hlaut flokkurinn 17,7 prósent atkvæða og hafði þá ekki gengið jafn illa í kosningum frá árinu 1978. Þá benda allar kannanir til fylgisaukningar Vinstri grænna. Minnst mælist fylgið hjá Blaðinu nú, 14,1 prósent, en hæst hjá Fréttablaðinu, 16,1 prósent. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum, sem er svipað og í kosningunum 1999. Allar kannanir utan Blaðsins benda til að Frjálslyndir séu öruggir inni með að minnsta kosti þrjá þingmenn. Mest er fylgið hjá Capacent, 6,3 prósent. Í síðustu kosningum hlautu Frjálslyndir hins vegar 7,4 prósent atkvæða. Þá benda allar kannanirnar til að Íslandshreyfingin komi ekki manni að. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 3,2 prósent. Kosningar 2007 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtust í gær en engar þeirra voru samhljóma um hvernig kosningarnar gætu farið í dag. Mestu munar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í þessum könnunum. Í könnun Félagsvísindastofnunnar mældist fylgið 36,0 prósent en 44,7 prósent hjá Blaðinu. Allar kannanir mæla flokkinn nokkuð yfir kjörfylgi síðustu kosninga þegar flokkurinn hlaut 33,7 prósent atkvæða, en sögulega var það nokkuð slök útkoma. Næstmestur munur er á fylgi Samfylkingar, 5,9 prósentustig, en eftir því sem flokkarnir mælast með meira fylgi eru skekkjumörkin hærri. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 29,3 prósent, en minnst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 24,6 prósent. Allar kannanirnar mæla Samfylkingu undir kjörfylgi 2003, þegar flokkurinn hlaut 31 prósent atkvæða og allar kannanirnar, fyrir utan könnun Félagsvísindastofnunar, mælir flokkinn undir kjörfylgi 1999 þegar hann hlaut 26,8 prósent atkvæða. Allar kannanir benda til að Framsóknarflokkurinn fái sína verstu útkomu í kosningunum og mælist fylgi flokksins hæst 11,0 prósent í raðkönnun Capacent. Lægst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 9,1 prósent. Í kosningunum 2003 hlaut flokkurinn 17,7 prósent atkvæða og hafði þá ekki gengið jafn illa í kosningum frá árinu 1978. Þá benda allar kannanir til fylgisaukningar Vinstri grænna. Minnst mælist fylgið hjá Blaðinu nú, 14,1 prósent, en hæst hjá Fréttablaðinu, 16,1 prósent. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum, sem er svipað og í kosningunum 1999. Allar kannanir utan Blaðsins benda til að Frjálslyndir séu öruggir inni með að minnsta kosti þrjá þingmenn. Mest er fylgið hjá Capacent, 6,3 prósent. Í síðustu kosningum hlautu Frjálslyndir hins vegar 7,4 prósent atkvæða. Þá benda allar kannanirnar til að Íslandshreyfingin komi ekki manni að. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 3,2 prósent.
Kosningar 2007 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira