Mikinn fjölda þarf til að útstrikun hafi áhrif 12. maí 2007 08:45 Áskorun Jóhannesar Jónssonar í gær til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður um að þeir striki yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vakti athygli enda fátítt að fólk utan stjórnmála blandi sér í kosningabaráttu með jafn beinum hætti. Alltaf er eitthvað um að kjósendur striki yfir frambjóðendur en eftir því sem næst verður komist hefur útstrikun einu sinni haft áhrif á röð þeirra. Var það hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í þingkosningunum 1946. Eftir harðvítugar deilur meðal flokksmanna um skipan listans var afráðið að Björn Ólafsson stórkaupmaður skipaði fimmta sætið og Bjarni Benediktsson, alþingismaður og borgarstjóri, hið sjötta. Stuðningsmenn Bjarna undu þeirri niðurstöðu illa og strikuðu yfir nafn Björns unnvörpum; með þeim árangri að Björn og Bjarni höfðu sætaskipti. En þótt útstrikun breyti ekki röð frambjóðenda getur hún dregið úr atkvæðamagni að baki þeim. Þannig hlaut Davíð Oddsson fleiri persónuleg atkvæði en Össur Skarphéðinsson í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum eftir að útstrikanir höfðu verið taldar. Engu að síður varð Össur fyrsti þingmaður kjördæmisins enda hafa útstrikanir ekki áhrif á heildaratkvæðafjölda lista. Ekki er með einföldu móti hægt að segja til um hve marga þarf til að útstrikun hafi áhrif; það ræðst af fylgi listans og sæti viðkomandi frambjóðanda. Þó má nefna sem dæmi að vilji kjósendur lista sem hlýtur tvö þingsæti hafna frambjóðandanum í öðru sæti þarf fjórðungur þeirra að strika yfir nafn hans. Hlutfallið eykst eftir því sem þingsætunum fjölgar og því ofar sem frambjóðandinn situr. Það sem kemst næst því að vera hliðstæða við auglýsingu Jóhannesar Jónssonar er auglýsingar sem birtust í Morgunblaðinu síðustu tvo daga fyrir forsetakosningarnar 1996. Að þeim stóðu Björgólfur Guðmundsson, áður framkvæmdastjóri Hafskips, Ómar Kristjánsson, kenndur við Þýsk-íslenska, og Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóra Flugleiða. Beindu þeir því til kjósenda að fara með atkvæði sitt af ábyrgðartilfinningu og á grundvelli réttra upplýsinga um frambjóðendur. Um leið voru rifjuð upp verk úr stjórnmálatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem naut mest fylgis í skoðanakönnunum. Meðal annars var bent á orð hans og gjörðir gegn fyrirtækjum sem þremenningarnir veittu forstöðu og vakin athygli á misvísandi yfirlýsingum hans um trúmál. Kosningar 2007 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Áskorun Jóhannesar Jónssonar í gær til kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður um að þeir striki yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vakti athygli enda fátítt að fólk utan stjórnmála blandi sér í kosningabaráttu með jafn beinum hætti. Alltaf er eitthvað um að kjósendur striki yfir frambjóðendur en eftir því sem næst verður komist hefur útstrikun einu sinni haft áhrif á röð þeirra. Var það hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í þingkosningunum 1946. Eftir harðvítugar deilur meðal flokksmanna um skipan listans var afráðið að Björn Ólafsson stórkaupmaður skipaði fimmta sætið og Bjarni Benediktsson, alþingismaður og borgarstjóri, hið sjötta. Stuðningsmenn Bjarna undu þeirri niðurstöðu illa og strikuðu yfir nafn Björns unnvörpum; með þeim árangri að Björn og Bjarni höfðu sætaskipti. En þótt útstrikun breyti ekki röð frambjóðenda getur hún dregið úr atkvæðamagni að baki þeim. Þannig hlaut Davíð Oddsson fleiri persónuleg atkvæði en Össur Skarphéðinsson í Reykjavík norður í síðustu þingkosningum eftir að útstrikanir höfðu verið taldar. Engu að síður varð Össur fyrsti þingmaður kjördæmisins enda hafa útstrikanir ekki áhrif á heildaratkvæðafjölda lista. Ekki er með einföldu móti hægt að segja til um hve marga þarf til að útstrikun hafi áhrif; það ræðst af fylgi listans og sæti viðkomandi frambjóðanda. Þó má nefna sem dæmi að vilji kjósendur lista sem hlýtur tvö þingsæti hafna frambjóðandanum í öðru sæti þarf fjórðungur þeirra að strika yfir nafn hans. Hlutfallið eykst eftir því sem þingsætunum fjölgar og því ofar sem frambjóðandinn situr. Það sem kemst næst því að vera hliðstæða við auglýsingu Jóhannesar Jónssonar er auglýsingar sem birtust í Morgunblaðinu síðustu tvo daga fyrir forsetakosningarnar 1996. Að þeim stóðu Björgólfur Guðmundsson, áður framkvæmdastjóri Hafskips, Ómar Kristjánsson, kenndur við Þýsk-íslenska, og Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóra Flugleiða. Beindu þeir því til kjósenda að fara með atkvæði sitt af ábyrgðartilfinningu og á grundvelli réttra upplýsinga um frambjóðendur. Um leið voru rifjuð upp verk úr stjórnmálatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem naut mest fylgis í skoðanakönnunum. Meðal annars var bent á orð hans og gjörðir gegn fyrirtækjum sem þremenningarnir veittu forstöðu og vakin athygli á misvísandi yfirlýsingum hans um trúmál.
Kosningar 2007 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira