Lögreglumál

Fréttamynd

Reyndi að komast inn í íbúð sem hann bjó ekki í

Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nótt afskipti af manni sem var að reyna að komast inn í íbúð í Breiðholti sem hann bjó ekki í. Aðstoðarbeiðni hafði borist til lögreglunnar en maðurinn var það ölvaður að hann get ekki sagt hvar hann byggi.

Innlent
Fréttamynd

Slagsmál, eldur og innbrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna slagsmála í Kópavogi í gærkvöldi. Tveir einstaklingar voru handteknir og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Staðnir að verki grunaðir um inn­brotin

Þrír voru handteknir í Gerðunum í dag grunaðir um innbrot í geymslur á svæðinu. Einstaklingarnir voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meintu þýfi hefur verið skilað til eigenda.

Innlent
Fréttamynd

Ingi Freyr með stöðu sakbornings

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Heimildarinnar, hefur fengið stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Kastaði munum úr íbúð sinni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem var að kasta munum úr íbúð sinni í fjölbýlishúsi.

Innlent
Fréttamynd

Þóra aftur kölluð í yfirheyrslu

Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á Ríkisútvarpinu, var yfirheyrð af lögreglu á þriðjudag í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Halda leitinni á­fram á morgun

Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni hefur ekki borið árangur. Lögreglan er ekki viss hvort reiðhjól sem fannst í leitinni sé í eigu Stefáns. Leitinni verður haldið áfram á morgun og notast verður við dróna.

Innlent
Fréttamynd

Í gæslu­varð­haldi fram að helgi

Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn. 

Innlent
Fréttamynd

Skot­maðurinn hand­tekinn

Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig komna á slóð byssu­manns

Lögregla er komin á slóð byssumanns sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn býst við að maðurinn verði handtekinn áður en langt um líður.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á slysa­deild eftir gamnis­lag

Sex gista fangageymslur eftir erilsama nótt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á meðal þeirra er aðili sem grunaður er um að hafa verið að stela símum á skemmtistað í miðbænum. 

Innlent
Fréttamynd

Lifa við stöðugar árásir, hótanir og áreiti: „Það er ekkert gert“

Kona sem hefur mátt þola stöðugar árásir, ógnir, skemmdarverk, hótanir og áreiti af hálfu fyrrum maka segir kerfið hafa brugðist sér. Þrátt fyrir nálgunarbann og fjölda kæra hefur ekkert verið gert. Hún og kærasti hennar óttast hvað maðurinn tekur upp á næst og telja að lögregla sé að bíða eftir því að einhver verði drepinn. Aðgerðarleysið sé algjört. 

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum

Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur.

Innlent
Fréttamynd

Leita Gunnars áfram í Eskifirði

Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni í Eskifirði og Reyðarfirði hefur engan árangur boðið. Hans hefur verið leitað frá því á sunnudaginn en í morgun var leitað á þyrlu landhelgisgæslunnar.

Innlent