Steig á tána á Mike Tyson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 17:32 Jake Paul sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir þessum kinnhesti frá Mike Tyson en trúir því einhver? Getty/ Stephen McCarthy Mike Tyson hefur nú útskýrt það af hverju hann snöggreiddist í gær og gaf Jake Paul vænan kinnhest á vigtuninni fyrir bardaga þeirra í nótt. Félagarnir mætast i hringnum í Texas og það er óhætt að segja að áhuginn sé mikill á þessum stórfurðulega bardaga þar sem Youtube stjarna á þrítugsaldri mætir 58 ára gömlum fyrrum heimsmeistara í hringnum. Talið er um að Tyson fái tuttugu milljónir dollara fyrir bardagann, 2,7 milljarða, en Jake Paul tvöfalt meira eða 5,5 milljarða í íslenskum krónum. Áhuginn minnkaði ekki eftir lætin í gær þar sem Jake Paul skreið upp að Tyson sem skyndilega ákvað að slá hann á kinnina þegar þeir stóðu andspænis hvorum öðrum. Einhverjir héldu eflaust að Tyson hafi talið að Jake Paul hafi verið að sýna honum óvirðingu en það hefur svo sem verið nóg af því í aðdraganda bardagans. Ástæðan var hins vegar allt önnur. „Hann seig á tána mína af því að hann er helvítis fífl. Ég fann vel fyrir þessu og ég varð að bregðast við,“ sagði Mike Tyson. Jake Paul er þekktur fyrir að taka upp á alls konar hlutum í aðdraganda bardaga sinna og það kæmi ekki mikið á óvart ef hann hefði ekki æft þetta fyrir fram. Allt til þess að fá sterk viðbrögð frá hinum reynda Tyson. Jake Paul er að keppa við hnefaleikagoðsögn en Tyson kemst á sjötugsaldurinn eftir bara tvö ár. Paul er samt sannfærður að það skipti engu máli. Hann er þrjátíu árum yngri. „Ég trúi því að ég gæti unnið Mike Tyson sama hvenær á hans ferli við myndum berjast,“ sagði Jake Paul. Tyson var margfaldur heimsmeistari þegar hann var upp á sitt besta og rotaði þá mann og annan í hringnum. Við fáum víst aldrei að vita svarið við þessu en það er eins gott fyrir Paul að hann vinni þá Tyson þegar hann er 58 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Box Tengdar fréttir Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03 Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56 Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys Sjá meira
Félagarnir mætast i hringnum í Texas og það er óhætt að segja að áhuginn sé mikill á þessum stórfurðulega bardaga þar sem Youtube stjarna á þrítugsaldri mætir 58 ára gömlum fyrrum heimsmeistara í hringnum. Talið er um að Tyson fái tuttugu milljónir dollara fyrir bardagann, 2,7 milljarða, en Jake Paul tvöfalt meira eða 5,5 milljarða í íslenskum krónum. Áhuginn minnkaði ekki eftir lætin í gær þar sem Jake Paul skreið upp að Tyson sem skyndilega ákvað að slá hann á kinnina þegar þeir stóðu andspænis hvorum öðrum. Einhverjir héldu eflaust að Tyson hafi talið að Jake Paul hafi verið að sýna honum óvirðingu en það hefur svo sem verið nóg af því í aðdraganda bardagans. Ástæðan var hins vegar allt önnur. „Hann seig á tána mína af því að hann er helvítis fífl. Ég fann vel fyrir þessu og ég varð að bregðast við,“ sagði Mike Tyson. Jake Paul er þekktur fyrir að taka upp á alls konar hlutum í aðdraganda bardaga sinna og það kæmi ekki mikið á óvart ef hann hefði ekki æft þetta fyrir fram. Allt til þess að fá sterk viðbrögð frá hinum reynda Tyson. Jake Paul er að keppa við hnefaleikagoðsögn en Tyson kemst á sjötugsaldurinn eftir bara tvö ár. Paul er samt sannfærður að það skipti engu máli. Hann er þrjátíu árum yngri. „Ég trúi því að ég gæti unnið Mike Tyson sama hvenær á hans ferli við myndum berjast,“ sagði Jake Paul. Tyson var margfaldur heimsmeistari þegar hann var upp á sitt besta og rotaði þá mann og annan í hringnum. Við fáum víst aldrei að vita svarið við þessu en það er eins gott fyrir Paul að hann vinni þá Tyson þegar hann er 58 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Box Tengdar fréttir Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03 Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56 Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys Sjá meira
Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03
Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56
Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn