Lögreglumál

Fréttamynd

Tveir teknir með þýfi á leið í Nor­rænu

Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum í verslanir Elko í byrjun síðustu viku. Tveir þeirra voru handteknir þegar þeir voru á leið í Norrænu með hluta þýfisins. Þremur hefur þegar verið sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Tvímenningar taldir tengjast Elko-málinu

Tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á föstudag eru grunaðir um að tengjast tugmilljóna þjófnaði úr tveimur verslunum Elko, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Skeifunni.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með efni eftir að vinur sló sig í höfuðið með skipti­lykli

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft amfetamín og nokkrar töflur af róandi og kvíðastillandi lyfi í fórum sínum. Lögregla framkvæmdi húsleit heima hjá honum eftir að hann hafði hringt á lögreglu vegna þess að vinur hans hafi slegið sjálfan sig í höfuðið með skiptilykli.

Innlent
Fréttamynd

„Dapur­leg fram­koma“ fólks á vett­vangi banaslyss um­hugsunar­efni

Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn sem var stunginn enn á sjúkra­húsi

Maðurinn sem leitaði á bráðamóttöku í gær eftir að hafa verið stunginn í brjóstkassa er enn á sjúkrahúsi. Að öðru leyti liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins en málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Veg­farandinn er látinn

Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir tveir fundnir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti á þriðja tímanum í dag eftir tveimur mönnum, sem hún sagðist þurfa að ná tali af. Ekki kom fram vegna hvers en myndir af mönnunum voru úr öryggismyndavélum.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar á­kærður fyrir að brjóta á fleiri stúlkum

Héraðssaksóknari hefur ákært Brynjar Joensen Creed fyrir kynferðislega áreitni gegn átta stúlkum. Stúlkurnar voru aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Brynjar afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðganir og önnur brot gegn fimm stúlkum. Fjallað var fyrst um ákæruna á vef RÚV í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sam­herja­skip­stjórinn segir málinu ekki lokið

Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar niður­stöðunni en lýsir yfir þungum á­hyggjum

Blaðamannafélag Íslands fagnar því að margra ára rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur sex blaðamönnum sé nú lokið. Samt sem áður lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta má aldrei gerast aftur“

Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á byrlunar- og símamáli Páls skip­stjóra úr sögunni

Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn á­fram bak við lás og slá

Sextán ára piltur sem grunaður er um að hafa banað sautján ára stúlku með hnífi við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Mann­dráp oftast illa skipu­lögð og sjaldnast mikil ráð­gáta

Beiting eggvopna, kyrkingar og barsmíðar eru algengustu verknaðaraðferðirnar í manndrápum hér á landi. Oft eiga gerendur ofbeldis- eða brotasögu að baki áður en þeir fremja manndráp, sem eru sjaldnast vel skipulögð. Karlar eru í miklum meirihluta gerenda og fórnarlamba í manndrápsmálum.

Innlent