Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 12:05 Sigríður Friðjónsdótttir ríkissaksóknari. Vísir/Vilhelm Lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri hefur verið hækkuð úr tíu þúsund krónum í 150 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra fagnar breytingunum. Breytingarnar eru kynntar í fyrirmælum ríkissaksóknara sem tóku gildi þann 14. janúar en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vekur máls á breytingunum í færslu á Facebook. Hún bendir á að hækkunin hafi þær afleiðingar að slíkt brot fari á sakaskrá þess sem fremur það. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara,“ segir dómsmálaráðherra á Facebook. Hún segir mikilvægt að snúa þeirri hættulegu þróun sem myndast hefur í tengslum við hnífaburð ungs fólks. „Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ Þá segir hún samfélagslöggæslu annan lykil að því að taka á vandanum. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér að neðan. Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi. Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Breytingarnar eru kynntar í fyrirmælum ríkissaksóknara sem tóku gildi þann 14. janúar en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vekur máls á breytingunum í færslu á Facebook. Hún bendir á að hækkunin hafi þær afleiðingar að slíkt brot fari á sakaskrá þess sem fremur það. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara,“ segir dómsmálaráðherra á Facebook. Hún segir mikilvægt að snúa þeirri hættulegu þróun sem myndast hefur í tengslum við hnífaburð ungs fólks. „Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ Þá segir hún samfélagslöggæslu annan lykil að því að taka á vandanum. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér að neðan. Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.
Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.
Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent