Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sakamál voru í brennidepli hér á landi árið 2025. Fjögur manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt fimm létu lífið. Innlent 28.12.2025 13:01
Líkamsárás í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt og er málið í rannsókn. Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Innlent 28.12.2025 07:40
Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Maður sem er grunaður um ofbeldisbrot gagnvart sambýliskonu sinni var fyrr í þessum mánuði gert að sæta brottvísun af heimili þeirra og sætir jafnframt nálgunarbanni gagnvart henni. Myndefni úr öryggismyndavél sýnir gróft ofbeldi mannsins í garð konunnar. Innlent 27.12.2025 19:35
Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 26. desember 2025 16:00
Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Fjórir unglingar voru á dögunum sakfelldir í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán sem beindist gegn unglingspilti í apríl í fyrra. Þau hlutu átta til fjögurra mánaða skilorðsbundna refsingu. Innlent 26. desember 2025 12:02
Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að hóteli í Reykjavík þar sem óskað var eftir aðstoð þar sem óvelkominn einstaklingur hafði komið sér fyrir á háalofti hótelsins. Innlent 26. desember 2025 07:17
Umferðin róleg í kirkjugörðunum Bílaumferð við kirkjugarða höfuðborgarinnar gekk smurt fyrir sig yfir jólin og lögregla hefur ekki þurft að hafa afskipti af ökumönum í kirkjugarðsheimsóknum. Innlent 25. desember 2025 18:54
Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði. Innlent 25. desember 2025 08:52
Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Aðfaranótt aðfangadags jóla virðist hafa farið rólega fram ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu og tvö mál voru skráð í kerfi embættisins í gærkvöldi og í nótt og þrír gistu fangageymslur. Innlent 24. desember 2025 07:15
Maðurinn fundinn Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir fyrr í dag hefur verið fundinn heill á húfi. Innlent 23. desember 2025 16:53
Ekið á konu á Langholtsvegi Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. Sjúkrabíll var sendur á staðinn. Innlent 23. desember 2025 10:43
Ráðist á pilt á heimleið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið. Innlent 23. desember 2025 06:30
Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás. Innlent 22. desember 2025 20:17
„Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Héraðssaksóknari segir að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvenær niðurstöðu sé að vænta í Samherjamálinu svokallaða. Forstjóri Samherja segir fólk sem hefur réttarstöðu sakbornings í málinu hér heima langþreytt á að bíða eftir niðurstöðu. Innlent 22. desember 2025 20:01
Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Breskt félag hefur stefnt Samherja fyrir hönd ríkisfyrirtækis í Namibíu um hundrað og fjörutíu milljarða íslenskra króna og verður dæmt í málinu í Bretlandi. Forstjóri fyrirtækisins segir að þegar hafi verið gripið til varnar í Bretlandi. Upphæðin sé súrealísk og hærri en eigið fé Samherja. Innlent 22. desember 2025 13:01
Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Þrír erlendir ríkisborgarar munu þurfa að dúsa í gæsluvarðhaldi fram yfir áramót þar sem lögregla grunar þá um hafa komið hingað til lands til að fremja auðgunarbrot og hafa háar fjárhæðir af öldruðu fólki. Innlent 20. desember 2025 21:06
Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir Íslendinga sérstaklega berskjaldaða fyrir vasaþjófnaði. Hann biðlar til fólks að hafa varann á í asanum sem fylgir jólainnkaupum og jólastressi. Þrír vasaþjófar sem voru handteknir í vikunni verða sendir úr landi og þrír hafa þegar verið sendir úr landi. Innlent 20. desember 2025 13:54
Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem sagður er hafa átt í átökum við dyraverði í miðbænum og var hann færður á lögreglustöð. Þar var þó ákveðið að sleppa manninum, þar sem dyraverðirnir kærðu hann ekki. Innlent 20. desember 2025 07:28
Talinn hafa komið til landsins til að stela Karlmanni hefur verið vísað úr landi en hann var staðinn að því að stela. Talið er að hann hafi komið til landsins til að stunda brotastarfsemi. Innlent 19. desember 2025 21:50
Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sérsveit Ríkislögreglustjóra er að störfum á Selfossi að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 19. desember 2025 13:10
Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Um tuttugu prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu telja innbrot vera mesta vandamálið í þeirra hverfi. Ef litið er til landsins alls telur um fjórðungur, eða 26,5 prósent, umferðarlagabrot mesta vandamálið. Þar kemur einnig fram að um 40 prósent telja í lagi að lögregla beiti rafbyssu á ungmenni sem sýna ofbeldishegðun og að aðeins 9,6 prósent tilkynntu kynferðisbrot til lögreglunnar. Innlent 19. desember 2025 11:04
Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Þrír voru handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð á gistiheimili í Laugarneshverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Fólkið eru grunað um skipulagðan þjófnað á stór höfuðborgarsvæðinu. Þau eru grunuð um að hafa stolið bæði úr verslunum og af fólki matvælum, fjármunum og fleiru. Fyrst var greint frá á RÚV. Innlent 19. desember 2025 09:19
Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Lögregla rannsakar nú atvik þar sem bifreið var bakkað á barn en meiðsl barnsins eru sögð hafa verið minniháttar. Þá kom upp sérkennilegt atvik á vaktinni í gærkvöldi eða nótt þegar einstaklingur leitaði á lögreglustöð til að fá aðstoð til að komast úr handjárnum. Innlent 19. desember 2025 06:32
Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Halldór Logi Sigurðsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, sem hann framdi við heimahús í Reykjanesbæ í sumar. Þar var hann ákærður fyrir að reyna að svipta fjölskylduföður lífi með því að leggja ítrekað til hans með hníf í höfuð, búk og útlim. Innlent 18. desember 2025 22:18