Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Lögregla á Stöð 4 var kölluð til í vegna flugeldaslyss í gær. Fram kemur í dagbók lögreglunnar hafði þar barn slasað sig og verið sárþjáð þegar lögregla kom á vettvang. Áverkar voru á hönd barnsins sem fært var í sjúkrabifreið og á bráðamóttöku til frekari skoðunar. Innlent 11.1.2026 07:33
Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Þrír voru handteknir vegna gruns um íkveikju í einbýlishúsi í Breiðholti. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tók við vettvanginum eftir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti allan eld. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar og tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 11.1.2026 07:17
Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Nettó í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar kom til átaka milli starfsmanns og karlmanns sem staðinn var að því að stela sígarettum úr versluninni. Innlent 10.1.2026 13:02
Þvag, saur og uppköst í klefum Samkvæmt nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis hafa sumir þeirra sem vistaðir eru á lögreglustöðinni á Hverfisgötu neyðst til að gera þarfir sínar í klefum sínum. Klefarnir eru ekki endilega þrifnir strax í kjölfarið. Innlent 7. janúar 2026 22:38
Tvennu vísað úr landi Erlendum karli og konu hefur verið vísað úr landi og bönnuð endurkoma að ósk Útlendingastofnunar með vísan til laga um allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þau voru góðkunningjar lögreglunnar, segir í tilkynningu. Innlent 7. janúar 2026 16:10
Eldur kveiktur í lyftu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart um skemmdarverk í gærkvöldi eða nótt, þegar eldur var kveiktur í lyftu í bílastæðahúsi í póstnúmerinu 104. Minniháttar skemmdir urðu á lyftunni en ekki er vitað hver var að verki. Innlent 7. janúar 2026 06:14
Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar vegna týndra göngumanna. Samferðarmaður þeirra hafði samband við lögreglu eftir að göngumenn skiluðu sér ekki. Þau reyndust hafa komið sér til Reykjavíkur án þess að láta vita af sér. Innlent 6. janúar 2026 18:24
Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt eftir klukkan tíu í morgun með mikinn viðbúnað á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Innlent 6. janúar 2026 10:20
Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn í heimahúsi í Grafarvogi fyrir brot á skotvopnalögum. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en leiða má líkur að því að um sé að ræða sömu aðgerð og greint var frá í gærkvöldi, þar sem sérsveitin kom við sögu. Innlent 6. janúar 2026 06:55
Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sérsveit Ríkislögreglstjóra aðstoðaði Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerð í Grafarvogi í kvöld. Aðgerðum á vettvangi er ekki lokið. Innlent 5. janúar 2026 21:53
Sprengdu upp klósett í grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ungmenni sem sprengdu upp klósett í grunnskóla í efri byggðum Reykjavíkur. Innlent 5. janúar 2026 18:26
Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni segir lög ekki óskýr hvað smásölu áfengis varðar. Augljóst sé að slík sala á helgidögum sé brot á áfengislögum en koma verði í ljós hver niðurstaða dómstóla verði. Innlent 5. janúar 2026 13:30
Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Tveir ökumenn sem stöðvaðir voru við umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu í dag eru grunaður um að dvelja ólöglega á landinu. Innlent 4. janúar 2026 19:30
Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Forsvarsmenn áfengisverslunarinnar Smáríkisins íhuga að fara í mál við íslenska ríkið þar sem lögregla hefur ítrekað lokað afhendingarstöðum netverslunarinnar síðustu vikur. Forstjóri fyrirtækisins var í haust ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay. Innlent 4. janúar 2026 16:43
Lögregla lokaði áfengissölustað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði útsölustað áfengis í nótt vegna brots á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis. Innlent 4. janúar 2026 07:27
Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Lögreglu barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund, á öðrum tímanum í dag. Um að ræða árekstur tveggja bíla. Innlent 3. janúar 2026 14:57
Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Maður ók á kyrrstæðan lögreglubíl í hverfi 108. Að skoðuðu máli reyndist maðurinn einnig hafa verið sviptur ökuréttindum. Innlent 2. janúar 2026 19:38
Þremur þjófum vísað úr landi Þremur erlendum ríkisborgurum, tveimur körlum og einni konu, hefur verið vísað brott frá Íslandi. Fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri og er talið tengjast skipulagðri brotastarfsemi, var handtekið 18. desember vegna þjófnaðarmála á höfuðborgarsvæðinu Innlent 2. janúar 2026 14:55
Banaslys á Hvolsvelli Kona á fertugsaldri lést þegar vörubíl var ekið yfir hana á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember. Málið er rannsakað sem slys. Innlent 2. janúar 2026 11:25
Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1. janúar 2026 06:51
Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Árið 2025 var metár í haldlagningu fíkniefna samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á samtals 468 kíló af marijúana, 106 kíló af kókaíni og 66 kíló af hassi. Innlent 31. desember 2025 12:59
Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás „Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“ Innlent 31. desember 2025 12:31
Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás á Akureyri í nótt þar sem hnífi hafði verið beitt. Þrír voru handteknir vegna málsins. Innlent 31. desember 2025 10:33
Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Lögregla handtók karlmann í Reykjavík í gær sem grunaður er um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Hann var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 31. desember 2025 07:22