Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd á atburði í heimahúsi að Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, þar sem portúgalskur maður lést. Gæsluvarðhald yfir Grikkja sem grunaður er um að hafa ráðið manninum bana rennur út í dag. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Innlent 13.1.2026 12:18
Líkamsárás og vinnuslys Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ein tilkynning um líkamsárás í gærkvöldi eða nótt, sem átti sér stað í miðborginni. Meiðsl voru minniháttar. Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði úr verslunum. Innlent 13.1.2026 06:31
Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Karlmaður sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dreng neitar sök, en ber samt við minnisleysi. Afbrotafræðingur segir einkennilegt að gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sé hafnað. Innlent 12.1.2026 21:58
Fleiri stelpur týndar en áður Nýjum einstaklingum hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár, í hópi barna með fjölþættan vanda sem lögreglan leitar að hverju sinni. Þá eru breytingar í kynjahlutföllum áberandi nú um stundir, týndar stúlkur voru marktækt fleiri en drengir á síðasta ári. Lögreglumaður segir þessa þróun ekki góða. Innlent 11. janúar 2026 18:01
Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Foreldrar tíu ára drengs í Hafnarfirði urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar héraðsdómur hafnaði kröfu héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem hefur verið ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á drengnum. Þau upplifa sig í fangelsi á heimili sínu meðan maðurinn gangi laus. Þá telja þau minni hans afar valkvætt varðandi hvað gerðist örlagaríka nótt í september. Heimsókn til vændiskonu sé í fersku minni en innbrot á heimili þeirra með öllu gleymt. Innlent 11. janúar 2026 14:45
Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, segir að árekstrar hafi orðið á milli hans og skaðaminnkandi úrræða Rauða krossins fyrir nokkrum árum þegar hópur barna í sprautuneyslu leitaði þangað í miklu mæli. Innlent 11. janúar 2026 13:33
Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Karlmennirnir þrír sem voru handteknir í nótt grunaðir um íkveikju eru allir lausir úr haldi. Þeir búa allir í húsinu sem kviknaði í. Innlent 11. janúar 2026 11:28
Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Lögregla á Stöð 4 var kölluð til í vegna flugeldaslyss í gær. Fram kemur í dagbók lögreglunnar hafði þar barn slasað sig og verið sárþjáð þegar lögregla kom á vettvang. Áverkar voru á hönd barnsins sem fært var í sjúkrabifreið og á bráðamóttöku til frekari skoðunar. Innlent 11. janúar 2026 07:33
Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Þrír voru handteknir vegna gruns um íkveikju í einbýlishúsi í Breiðholti. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tók við vettvanginum eftir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti allan eld. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar og tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 11. janúar 2026 07:17
Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Nettó í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar kom til átaka milli starfsmanns og karlmanns sem staðinn var að því að stela sígarettum úr versluninni. Innlent 10. janúar 2026 13:02
Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær eða í nótt vegna slagsmála. Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að óskað hafi verið aðstoðar vegna slagsmála og að tilkynnt hafi verið um hnupl í bæði Kópavogi og Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eld í djúpgámi í Kópavogi. Innlent 10. janúar 2026 07:15
Leita að manneskju við Sjáland Lögregluleit stendur yfir að manneskju í nágrenni við Sjáland í Garðabæ í kvöld. Innlent 8. janúar 2026 20:55
Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Mál karlmanns á fimmtugsaldri, sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn, er komið á borð Héraðssaksóknara. Innlent 8. janúar 2026 13:31
Ekki komið til héraðssaksóknara Mál franskrar konu sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í miðborg Reykjavíkur í júní á síðasta ári er ekki enn komið á borð héraðssaksóknara. Innlent 8. janúar 2026 12:50
Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Katja Nyberg, þingkona Svíþjóðardemókrata, var handtekin fyrir ölvunarakstur á milli jóla og nýárs. Í frétt Aftenposten segir að við líkamsleit hafi lögregla fundið poka og að grunur liggi á að í honum hafi verið kókaín. Ökuskírteini hennar hefur verið gert upptækt. Erlent 8. janúar 2026 11:29
Ekið inn í verslun og á ljósastaur Engan sakaði þegar ökumaður ók inn í verslun í gærkvöldi eða nótt, að því er segir í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni næturinnar. Um óhapp var að ræða. Innlent 8. janúar 2026 06:29
Þvag, saur og uppköst í klefum Samkvæmt nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis hafa sumir þeirra sem vistaðir eru á lögreglustöðinni á Hverfisgötu neyðst til að gera þarfir sínar í klefum sínum. Klefarnir eru ekki endilega þrifnir strax í kjölfarið. Innlent 7. janúar 2026 22:38
Tvennu vísað úr landi Erlendum karli og konu hefur verið vísað úr landi og bönnuð endurkoma að ósk Útlendingastofnunar með vísan til laga um allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þau voru góðkunningjar lögreglunnar, segir í tilkynningu. Innlent 7. janúar 2026 16:10
Eldur kveiktur í lyftu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart um skemmdarverk í gærkvöldi eða nótt, þegar eldur var kveiktur í lyftu í bílastæðahúsi í póstnúmerinu 104. Minniháttar skemmdir urðu á lyftunni en ekki er vitað hver var að verki. Innlent 7. janúar 2026 06:14
Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar vegna týndra göngumanna. Samferðarmaður þeirra hafði samband við lögreglu eftir að göngumenn skiluðu sér ekki. Þau reyndust hafa komið sér til Reykjavíkur án þess að láta vita af sér. Innlent 6. janúar 2026 18:24
Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt eftir klukkan tíu í morgun með mikinn viðbúnað á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Innlent 6. janúar 2026 10:20
Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn í heimahúsi í Grafarvogi fyrir brot á skotvopnalögum. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en leiða má líkur að því að um sé að ræða sömu aðgerð og greint var frá í gærkvöldi, þar sem sérsveitin kom við sögu. Innlent 6. janúar 2026 06:55
Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sérsveit Ríkislögreglstjóra aðstoðaði Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerð í Grafarvogi í kvöld. Aðgerðum á vettvangi er ekki lokið. Innlent 5. janúar 2026 21:53