Félagsmál

Fréttamynd

Fjölmenn mótmæli í miðborginni

Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Bára Halldórsdóttir ein heima

Bára Halldórsdóttir verður til sýnis fram á miðvikudag. Gjörningur hennar er hluti af RVKFringe Festival og er ætlað að varpa nýju ljósi á öryrkja, sem er öðruvísi en margir sem ekki þekkja til málaflokks þeirra eiga að venjast,

Menning
Fréttamynd

Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg.

Innlent
Fréttamynd

Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra

Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar.

Innlent
Fréttamynd

Telur að kanna eigi þörfina á karlaathvarfi fyrir þolendur ofbeldis

Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.

Innlent
Fréttamynd

Fékk jólabónus í vinnunni og 1,3 milljóna kröfu frá TR

Maður með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne er gert að greiða allar bætur sem hann hann fékk greiddar árið 2017 til baka. Ástæðan fyrir því er að tekjur hans fóru 55 þúsund krónur yfir viðmiðunarmörk og króna á móti krónu reglugerðin fellur úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að opna kvennaathvarf á Norðurlandi

Til skoðunar er að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir því fylgja mikið rask fyrir konur og börn að þurfa að fara til Reykjavíkur til þess að flýja heimilisofbeldi. Tæpur fimmtungur þeirra sem leituðu í Kvennaathvarfið á síðasta ári komu af landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ákæra fyrir grófa hótun

Lögreglumál Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa fyrir tæpu ári kastað brúsa með bensíni að íbúðarhúsi í Reykjavík til að valda konu, starfsmanni Tryggingastofnunar ríkisins, ótta og með því reyna að neyða hana til að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur til hans.

Innlent
Fréttamynd

Pólitík er mannanna verk

Það var augljóst öllum, líka okkur öryrkjunum að tillagan var um að skera niður um 8 ma. það fjármagn sem áætlað var að setja inn í málaflokk örorku og fatlaðs fólks. Fyrir mér þýðir það einfaldlega að enn og aftur er ekki að vænta hækkana á örorkulífeyri umfram furðulegar reikningskúnstir fjármálaráðuneytisins á 69. gr. laga almannatrygginga um hver áramót.

Skoðun
Fréttamynd

Hlutfall ungra mæðra hátt á Suðurnesjum

Hlutfall mæðra sem ekki hafa náð tvítugsaldri er mun hærra á Suðurnesjum en á landsvísu. Á landinu öllu fæddu 6,8 stúlkur af hverjum 1.000, á aldrinum fimmtán til nítján ára, börn á árunum 2014-2018 en á Suðurnesjum voru þær 17 af 1.000.

Innlent
Fréttamynd

Glíman við hindranirnar

Landssamtökin Sjálfsbjörg voru stofnuð 1959 og eru því sextug. Þau berjast fyrir bættu aðgengi hreyfihamlaðra og framkvæmdastjórinn segir margt hafa áunnist á 60 árum.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að stórbæta réttindi leigjenda

Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur fengið fræðslu um áreitni

Ný könnun sýnir að þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu segir niðurstöðurnar vonbrigði.

Innlent