Fátækir hafi ekki efni á þvottaefni og dömubindum í desember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. desember 2019 20:15 Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá. Góðgerðar- og hjálparsamtök hafa oft í nógu að snúast í desember enda jólaúthlutanir stór partur af starfseminni. Mörg þúsund manns á Íslandi njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin en Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru meðal samtaka sem hjálpa fátækum yfir hátíðarnar „Þetta er afskaplega erfiður tími, það er gleði og hátíðleiki í samfélaginu og þér finnst þú ekki vera hluti af því þar sem þú hefur ekki sömu tækifæri og aðrir að bjóða börnunum þínum upp á hluti og skemmtanir,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, formaður Pepp Ísland. „Við erum mikið með einstæðar mæður sem koma til okkar og við vitum að þær sem eru á örorku eru þær sem hafa það verst í samfélaginu og ásamt þeim eru einstæðingar sem standa mjög oft illa að vígi.“ Pepp Ísland heldur fundi fyrir skjólstæðina sína á fimmtudögum og hafa allt að fjörutíu manns mætt á fundi að undanförnu. Samtökin setja upp svokallað gefinsborð með vörum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi. Ásta segir að þvottaefni sé dæmi um vöru sem fátækt fólk í dag eigi mjög erfitt með að verða sér úti um, sérstaklega í desember þegar útgjöldin eru há. „Það er mjög algengt að þú sparir við þig og notir minna og minna þannig að það að fá pakka af þvottaefni það getur endst þér lengi og gert mikið gagn. Nú á heimilum þar sem eru margar stúlkur er oft erfitt með dömubindi og það er eitthvað sem þú færð hvergi aðstoð með, það er enginn að gefa svoleiðis,“ segir Ásta. Vörurnar séu mjög dýrar fyrir fólk sem er með minna en tvö hundruð þúsund krónur á milli handanna á mánuði. „Þegar þú ert á þessum stað eru alls konar hlutir sem verða að lúxusvöru, eins og eldhúspappír getur verið lúxusvara ef þú átt ekki peninga,“ segir Ásta. Félagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá. Góðgerðar- og hjálparsamtök hafa oft í nógu að snúast í desember enda jólaúthlutanir stór partur af starfseminni. Mörg þúsund manns á Íslandi njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin en Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru meðal samtaka sem hjálpa fátækum yfir hátíðarnar „Þetta er afskaplega erfiður tími, það er gleði og hátíðleiki í samfélaginu og þér finnst þú ekki vera hluti af því þar sem þú hefur ekki sömu tækifæri og aðrir að bjóða börnunum þínum upp á hluti og skemmtanir,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, formaður Pepp Ísland. „Við erum mikið með einstæðar mæður sem koma til okkar og við vitum að þær sem eru á örorku eru þær sem hafa það verst í samfélaginu og ásamt þeim eru einstæðingar sem standa mjög oft illa að vígi.“ Pepp Ísland heldur fundi fyrir skjólstæðina sína á fimmtudögum og hafa allt að fjörutíu manns mætt á fundi að undanförnu. Samtökin setja upp svokallað gefinsborð með vörum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi. Ásta segir að þvottaefni sé dæmi um vöru sem fátækt fólk í dag eigi mjög erfitt með að verða sér úti um, sérstaklega í desember þegar útgjöldin eru há. „Það er mjög algengt að þú sparir við þig og notir minna og minna þannig að það að fá pakka af þvottaefni það getur endst þér lengi og gert mikið gagn. Nú á heimilum þar sem eru margar stúlkur er oft erfitt með dömubindi og það er eitthvað sem þú færð hvergi aðstoð með, það er enginn að gefa svoleiðis,“ segir Ásta. Vörurnar séu mjög dýrar fyrir fólk sem er með minna en tvö hundruð þúsund krónur á milli handanna á mánuði. „Þegar þú ert á þessum stað eru alls konar hlutir sem verða að lúxusvöru, eins og eldhúspappír getur verið lúxusvara ef þú átt ekki peninga,“ segir Ásta.
Félagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira