Fátækir hafi ekki efni á þvottaefni og dömubindum í desember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. desember 2019 20:15 Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá. Góðgerðar- og hjálparsamtök hafa oft í nógu að snúast í desember enda jólaúthlutanir stór partur af starfseminni. Mörg þúsund manns á Íslandi njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin en Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru meðal samtaka sem hjálpa fátækum yfir hátíðarnar „Þetta er afskaplega erfiður tími, það er gleði og hátíðleiki í samfélaginu og þér finnst þú ekki vera hluti af því þar sem þú hefur ekki sömu tækifæri og aðrir að bjóða börnunum þínum upp á hluti og skemmtanir,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, formaður Pepp Ísland. „Við erum mikið með einstæðar mæður sem koma til okkar og við vitum að þær sem eru á örorku eru þær sem hafa það verst í samfélaginu og ásamt þeim eru einstæðingar sem standa mjög oft illa að vígi.“ Pepp Ísland heldur fundi fyrir skjólstæðina sína á fimmtudögum og hafa allt að fjörutíu manns mætt á fundi að undanförnu. Samtökin setja upp svokallað gefinsborð með vörum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi. Ásta segir að þvottaefni sé dæmi um vöru sem fátækt fólk í dag eigi mjög erfitt með að verða sér úti um, sérstaklega í desember þegar útgjöldin eru há. „Það er mjög algengt að þú sparir við þig og notir minna og minna þannig að það að fá pakka af þvottaefni það getur endst þér lengi og gert mikið gagn. Nú á heimilum þar sem eru margar stúlkur er oft erfitt með dömubindi og það er eitthvað sem þú færð hvergi aðstoð með, það er enginn að gefa svoleiðis,“ segir Ásta. Vörurnar séu mjög dýrar fyrir fólk sem er með minna en tvö hundruð þúsund krónur á milli handanna á mánuði. „Þegar þú ert á þessum stað eru alls konar hlutir sem verða að lúxusvöru, eins og eldhúspappír getur verið lúxusvara ef þú átt ekki peninga,“ segir Ásta. Félagsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá. Góðgerðar- og hjálparsamtök hafa oft í nógu að snúast í desember enda jólaúthlutanir stór partur af starfseminni. Mörg þúsund manns á Íslandi njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin en Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru meðal samtaka sem hjálpa fátækum yfir hátíðarnar „Þetta er afskaplega erfiður tími, það er gleði og hátíðleiki í samfélaginu og þér finnst þú ekki vera hluti af því þar sem þú hefur ekki sömu tækifæri og aðrir að bjóða börnunum þínum upp á hluti og skemmtanir,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, formaður Pepp Ísland. „Við erum mikið með einstæðar mæður sem koma til okkar og við vitum að þær sem eru á örorku eru þær sem hafa það verst í samfélaginu og ásamt þeim eru einstæðingar sem standa mjög oft illa að vígi.“ Pepp Ísland heldur fundi fyrir skjólstæðina sína á fimmtudögum og hafa allt að fjörutíu manns mætt á fundi að undanförnu. Samtökin setja upp svokallað gefinsborð með vörum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi. Ásta segir að þvottaefni sé dæmi um vöru sem fátækt fólk í dag eigi mjög erfitt með að verða sér úti um, sérstaklega í desember þegar útgjöldin eru há. „Það er mjög algengt að þú sparir við þig og notir minna og minna þannig að það að fá pakka af þvottaefni það getur endst þér lengi og gert mikið gagn. Nú á heimilum þar sem eru margar stúlkur er oft erfitt með dömubindi og það er eitthvað sem þú færð hvergi aðstoð með, það er enginn að gefa svoleiðis,“ segir Ásta. Vörurnar séu mjög dýrar fyrir fólk sem er með minna en tvö hundruð þúsund krónur á milli handanna á mánuði. „Þegar þú ert á þessum stað eru alls konar hlutir sem verða að lúxusvöru, eins og eldhúspappír getur verið lúxusvara ef þú átt ekki peninga,“ segir Ásta.
Félagsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira