Félagsmál

Fréttamynd

Tíma­móta um­bætur í nýju kerfi al­manna­trygginga

Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, andmælti áður frumvarpi til laga sem fól í sér breytingar á almannatryggingakerfinu sem tóku gildi í dag. Í ræðustól Alþingis í júní 2024 sagði hún að Flokkur fólksins myndi aldrei greiða atkvæði með frumvarpinu en í dag sagði hún nýja kerfið betra og sanngjarnara.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt örorkulífeyriskerfi

Í dag tekur gildi nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Kerfi sem markar tímamót í baráttunni gegn fátækt, einmanaleika og því að festast í vanvirkni og kvíða án þess að geta brotist út úr þeim döpru aðstæðum. Um árabil hafa stjórnvöld reynt að plástra kerfi sem varla nokkur sála hefur getað skilið. Flókið, óréttlátt og skrítð kerfi svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­mót í vel­ferðar­málum: Nýtt ör­orkulíf­eyris­kerfi tekur gildi

Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Rýnt í stöðu kvenna með ör­orku­líf­eyri

Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki.

Skoðun
Fréttamynd

Hækkar frítekjumark vegna hækkunar ör­orku­líf­eyris

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem felur í sér að frítekjumörk húsnæðisbóta hækka frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er gerð vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi sama dag.

Innlent
Fréttamynd

Sárs­auki annarra og samúðarþreyta

Susan Sontag (1933-2004) fjallaði í bók sinni Um sársauka annarra (Regarding the pain of others, 2003) um það hvernig stöðugur fréttaflutningur og umfjöllun um eymd og hörmungar í heiminum getur haft þau áhrif að fólk aðlagar sig, brynjar sig, hættir að heyra og fer að nota eigin réttlætingar fyrir afstöðuleysi.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­hjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffi­stofuna

Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­and­staðan hindrar kjara­bætur

Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar fjöl­bura fá lengra fæðingar­or­lof

Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara.

Skoðun
Fréttamynd

NPA mið­stöðin 15 ára

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð.

Skoðun
Fréttamynd

Fagmennska, fræði­leg þekking, sam­ráð, sam­vinna, þarfir og vilji barna og ung­menna eru grund­vallar­at­riði

Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin.

Skoðun
Fréttamynd

Ein á móti rýmkuðu sorgarleyfi

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, greiddi ein atkvæði gegn frumvarpi um sorgarleyfi foreldra sem missa maka sína. Fyrir atkvæðagreiðslu sagði hún ekkert hafa komið fram sem benti til þess að rýmka þyrfti lög um sorgarleyfi með þeim hætti og að það myndi kosta hálfan milljarð króna á ári. Því gæti hún ekki greitt atkvæði með frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Inga endur­vekur 25 metra regluna

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur gert breytingar á byggingarreglugerð sem fela í sér að bílastæði fyrir hreyfihamlaða megi ekki vera meira en 25 metrum frá aðalinngangi bygginga. Ákvæði þess efnis var fellt út árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

Karlar, piltar og strákar

Eftir að hafa lesið góðan pistil Þrá­ins Farest­veit, af­brota­fræðing­s og fram­kvæmda­stjóra Vernd­ar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan).

Skoðun
Fréttamynd

Að vera fatlaður á Ís­landi er full vinna

Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli.

Skoðun
Fréttamynd

„Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífs­hættu”

Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, segir ljóst að þjónusturof verði hjá þeim sem þegið hafa þjónustu hjá Janusi endurhæfingu síðustu misseri. Úrræðinu verður lokað í lok mánaðar. Alls þiggja 55 þjónustu hjá úrræðinu sem er þverfagleg geðræn endurhæfing.

Innlent
Fréttamynd

„Þau á­kváðu ein­fald­lega að hann væri minna fatlaður í Garða­bæ“

„Ég er ekki að segja þessa sögu til að kvarta, heldur af því að þetta er sannleikur sem margir þora ekki að segja upphátt,“ segir Greta Ósk Óskarsdóttir, móðir 19 ára pilts með fötlun, sem hefur nú stigið fram opinberlega til að segja frá því sem hún lýsir sem kerfisbundnu viðnámi gegn lögbundinni þjónustu fyrir son sinn í Garðabæ.

Innlent