Bergsteinn Sigurðsson

Jónas minn
Jónas Hallgrímsson á afmæli í dag og hefði orðið 200 ára hefði hann lifað. Íslendingar eiga Jónasi margt að þakka.

Nokkur framfaramál
Út er komin hin klassíska barnabók Tíu litlar skipamellur eftir Metúsalem frá Munaðarnesi, eitt ástælasta skáld þjóðarinnar.

Safarík dagskrá
Það má gera því skóna að nokkrir hafi lagt frá sér ókláraða ábætisskál þegar Eva María Jónsdóttir spjallaði við Hrafnkel Sigurðsson í Kastljósviðtali á sunnudag. Lystarleysið má líklega tímasetja við augnablikið þar sem Hrafnkell lýsti „hugljómun" sinni á tíunda áratugnum.

Sigur
Eftir gullaldarárin í handboltanum á níunda áratugnum er því ekki að neita að hugtakið „strákarnir okkar" hefur misst nokkurt vægi á síðustu árum. Fyrir síðasta stórmót í handbolta þurfti til dæmis að blása til sérstaks átaks þar sem landsmenn beinlínis skuldbundu sig til að kalla landsliðið „strákana okkar" sama hvað á dyni.

Mitt framlag
Mér er stundum legið á hálsi fyrir að sjá ekki heildarmyndina. Og það réttilega. Gefum okkur að ég kæmist í tæri við óskabrunn. Áður en ég myndi eftir vágestum á borð við örbirgð, sjúkdóma og styrjaldir væri ég líklega búinn að sólunda óskunum í eitthvað fáfengilegt á borð við að fólk hætti að kalla kjúkling kjúlla eða að plebbadrykkjum á borð við Pepsi Max yrði útrýmt.

Mér til málsvarnar
Góðir fundarmenn. Ég vil byrja á að biðjast forláts á þeirri töf sem orðið hefur á boðun til þessa húsfundar. Ég taldi hins vegar rétt að veita forvera mínum í formannsembætti svigrúm til að útskýra sinn þátt í málinu enda ljóst að ákvörðun um kaup og uppsetningu gervihnattadisks var tekin í hans stjórnartíð.

Duglegur
Ein lífseigasta mýtan um Íslendinga (sem enginn heldur reyndar fram nema við sjálf) er sú að þeir séu allra þjóða duglegastir. Rökin eru yfirleitt á þá leið að augljóst sé að aðeins harðgert úrvalsfólk hafi getað tórt á þessu harðbýla landi öldum saman og af þeim harðjöxlum séum við komin.

Húslestur
Ein af kostulegri reglum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eftir að bjórbanninu sleppti var að lengi mátti ekki kaupa bjór í stykkjatali, heldur varð að kaupa að minnsta kosti kippu. Það var sem háttsettir embættismenn hafi óttast að almúgafólk myndi valsa inn í Ríkið, kaupa einn bjór og drekka hann.

Leitt hún skyldivera skækja
Áður en þingi var slitið í vor voru gerðar breytingar á lögum þess efnis að ekki væri lengur ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Þetta var skref í rétta átt að því leyti að ekki var hægt að sækja til saka konur (og mögulega örfáa karla) sem höfðu gripið til þessa óyndisúrræðis til að hafa í sig og á.

Olía á eldinn
Þýðandi sem ég þekki sagði mér á dögunum frá bandarískum reyfara sem hann las og gerðist í olíuhreinsunarstöð. Hann taldi ólíklegt að hægt væri að snara henni yfir á íslensku; alltof mörg orð sem lutu að þessum iðnaði væri ekki að finna í okkar tungumáli.

Íslandbaídsjan
Í þjóðfélagsumræðunni er oftar en ekki talað um „þær þjóðir sem Íslendingar vilja bera sig saman við". Hingað til hef ég ekki heyrt minnst á Aserbaídsjan í þeim flokki en upp á síðkastið hefur þó komið í ljós að Íslendingar eiga ýmislegt sameiginlegt með Aserum.

Reyklaus barlómur
Allir vita að reykingafólk er frekasti minnihlutahópur í heimi. Í eigin huga er reykingamaðurinn þó fyrst og fremst kúgað fórnarlamb, eins og umræðan um reykingabannið sem tekur gildi í dag sýnir. Svo innilega trúir reykingamaðurinn tjörunni að hann hefur fengið til liðs við sig ófáa nytsama sak/reykleysingja, sem oft eru uppnefndir „frjálslyndir húmanistar“ og eru vinsælir álitsgjafar og pistlahöfundar.

Sæt er lykt...
Ein hressilegasta viðbótin við þingheim er klárlega framsóknarmaðurinn og orðhákurinn Bjarni Harðarson. Daginn eftir kosningar mætti þessi „óforbetranlegi fornaldardýrkandi“, eins og Bjarni lýsir sér, í myndver hjá Agli Helgasyni.

Übermensch
Þegar nýráðinn forstjóri Glitnis var kynntur til leiks á mánudag fékk ég sem snöggvast á tilfinninguna að vísindamenn hefðu náð jafn merkilegum áfanga og þegar kindin Dolly var klónuð. Svo virtist sem maður hefði verið soðinn saman úr því besta frá Kristjáni Pálssyni, fyrrverandi alþingismanni, og líkamsræktarfrömuðinum Gillzenegger.

Bál
Það fór allt í bál og brand á síðasta vetrardag þegar óþyrmilegasta höfuðskepnan gerði sig heimakomna í nokkrum þekktustu brunagildrum Reykjavíkurborgar. Sem betur fer varð ekki mannskaði. Kannski er það vegna þess að ég er ekki uppalinn í Reykjavík að ég ber hryssingslega litlar taugar til húsanna sem urðu eldinum að bráð; kebabhúsið og Pravda skipuðu ekki stóran sess í mínu hjarta.

Dauðar sálir?
Afnám fyrningarfrests í grófum kynferðisbrotamálum er áfangasigur fyrir þolendur slíkra ódæðisverka og vafalítið heillaskref fyrir íslenskt réttarkerfi. Í byrjun nýliðinnar viku hlustaði ég á nokkra þingmenn í útvarpinu gera upp nýlokið þing og voru þeir allir sammála um hér væri á ferð mikil réttarbót.

Efnislegt
Pólitík er oft skrýtin skrúfa eins og sést til dæmis í hinu sérstaka auðlindaákvæðismáli. Framsóknarmenn hótuðu semsagt að sprengja ríkisstjórn ef ákvæði um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindum yrði ekki fest í stjórnarskrá.

Hvers vegna ekki?
Ég játa að sem mikill unnandi alls þess sem franskt er, til dæmis fallaxarinnar og Tour de France, hlakka ég óður og uppvægur til að berja augum allt það nýjasta og kúltíveraðasta frá Frans á listahátíðinni Pourquoi pas?, sem útleggst víst á íslensku sem Hvers vegna ekki? Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar ég frétti að frá þeim sömu og færðu okkur Peugeot-inn væri komið ELDORGELIÐ.

Meðal svína
Spyrjið mig ekki hvers vegna, en meðal bókanna á náttborðinu mínu er Saga svínaræktar á Íslandi. Í hinu fróðlega riti um þessa öndvegisskepnu er meðal annars greint frá muninum á villisvíni og alisvíni. Hann er meðal annars sá að 70 prósent líkamsþunga villisvínsins eru bundin við fremri hluta skrokksins en 30 prósent við þann aftari. Með alisvínið er þessu öfugt farið.