Meðal svína 11. febrúar 2007 00:01 Spyrjið mig ekki hvers vegna, en meðal bókanna á náttborðinu mínu er Saga svínaræktar á Íslandi. Í hinu fróðlega riti um þessa öndvegisskepnu er meðal annars greint frá muninum á villisvíni og alisvíni. Hann er meðal annars sá að 70 prósent líkamsþunga villisvínsins eru bundin við fremri hluta skrokksins en 30 prósent við þann aftari. Með alisvínið er þessu öfugt farið. Þessar upplýsingar fengu mig til að leiða hugann að hinu hnignandi musteri minnar eigin sálar, sem skautar í átt að þrítugu á meiri hraða en ég kæri mig um og hefur óneitanlega látið undan veðrun áranna. Miðað við núverandi líkamsástand verð ég seint kallaður villisvín og við því var aðeins eitt að gera: fara í ræktina. Eftir nokkurra vikna púl á hlaupabrettum, óbifanlegum hjólhestum og róðrarvélum komst ég að því, mér til mikillar skelfingar, að hreyfing ein og sér hefur víst lítið að segja nú til dags, sérstaklega ef maður ætlar að verða villisvín. Þá þarf að fylgja hreyfingunni rækilega eftir með ströngum meinlætalifnaði. Leiðin til framfara er að ala á heilbrigðri andúð í garð spegilmyndar sinnar, vitandi að hún getur orðið betri. Það varð mér til happs að í sturtunni eftir eina æfingu hitti ég nokkra hjálpfúsa villigelti, stælta og bronsgyllta á lit en ólíkt raunverulegum villisvínum voru þeir algjörlega hárlausir. Í fyrstu datt mér í hug að þetta hlytu að vera skógarhöggsmenn frá fjarlægu en sólríku landi; strituðu allan daginn við að höggva tré á meðan sólin bakaði skrokk þeirra. Líkamshárin rökuðu þeir sjálfsagt til að mæla skerpu axa sinna. Svo reyndist þó ekki vera, heldur voru þetta venjulegir Íslendingar, öskukallar, bakarar og forstöðumenn greiningardeilda, sem leggja stund á hina tignu íþrótt „fitness". Þeir reyndust boðnir og búnir að hjálpa hinum afvegaleidda grís í átt að betra lífi - fengu feitan gölt að flá, svo að segja. Í dag svigna eldhússkáparnir undan prótíni, glútamíni, kreatíni og koffíni. Ég á Mega Mass, Nutramino Pure, Promax, Thermo DynamX og Hydroxycut (það er mikið af x-um í heilsubótarvörum). Á tyllidögum innbyrði ég bragðvont duft úr hvítum brúsa, sem ég keypti í skemmu úti á Granda, með mynd af hesti og áletrun á ritmáli sem ég ekki skil. Nú er bara tímaspursmál hvenær ég breytist í aðra tegund. Ég þarf bara nokkrar vikur í viðbót, brúnkuklúta og heilmikið af raksápu. Bergsteinn Sigurðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Spyrjið mig ekki hvers vegna, en meðal bókanna á náttborðinu mínu er Saga svínaræktar á Íslandi. Í hinu fróðlega riti um þessa öndvegisskepnu er meðal annars greint frá muninum á villisvíni og alisvíni. Hann er meðal annars sá að 70 prósent líkamsþunga villisvínsins eru bundin við fremri hluta skrokksins en 30 prósent við þann aftari. Með alisvínið er þessu öfugt farið. Þessar upplýsingar fengu mig til að leiða hugann að hinu hnignandi musteri minnar eigin sálar, sem skautar í átt að þrítugu á meiri hraða en ég kæri mig um og hefur óneitanlega látið undan veðrun áranna. Miðað við núverandi líkamsástand verð ég seint kallaður villisvín og við því var aðeins eitt að gera: fara í ræktina. Eftir nokkurra vikna púl á hlaupabrettum, óbifanlegum hjólhestum og róðrarvélum komst ég að því, mér til mikillar skelfingar, að hreyfing ein og sér hefur víst lítið að segja nú til dags, sérstaklega ef maður ætlar að verða villisvín. Þá þarf að fylgja hreyfingunni rækilega eftir með ströngum meinlætalifnaði. Leiðin til framfara er að ala á heilbrigðri andúð í garð spegilmyndar sinnar, vitandi að hún getur orðið betri. Það varð mér til happs að í sturtunni eftir eina æfingu hitti ég nokkra hjálpfúsa villigelti, stælta og bronsgyllta á lit en ólíkt raunverulegum villisvínum voru þeir algjörlega hárlausir. Í fyrstu datt mér í hug að þetta hlytu að vera skógarhöggsmenn frá fjarlægu en sólríku landi; strituðu allan daginn við að höggva tré á meðan sólin bakaði skrokk þeirra. Líkamshárin rökuðu þeir sjálfsagt til að mæla skerpu axa sinna. Svo reyndist þó ekki vera, heldur voru þetta venjulegir Íslendingar, öskukallar, bakarar og forstöðumenn greiningardeilda, sem leggja stund á hina tignu íþrótt „fitness". Þeir reyndust boðnir og búnir að hjálpa hinum afvegaleidda grís í átt að betra lífi - fengu feitan gölt að flá, svo að segja. Í dag svigna eldhússkáparnir undan prótíni, glútamíni, kreatíni og koffíni. Ég á Mega Mass, Nutramino Pure, Promax, Thermo DynamX og Hydroxycut (það er mikið af x-um í heilsubótarvörum). Á tyllidögum innbyrði ég bragðvont duft úr hvítum brúsa, sem ég keypti í skemmu úti á Granda, með mynd af hesti og áletrun á ritmáli sem ég ekki skil. Nú er bara tímaspursmál hvenær ég breytist í aðra tegund. Ég þarf bara nokkrar vikur í viðbót, brúnkuklúta og heilmikið af raksápu. Bergsteinn Sigurðsson
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun