Bandaríkin

Fréttamynd

Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund

Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk.

Erlent
Fréttamynd

Varnar­samningur við Banda­ríkin standi sterkt

Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum.

Erlent
Fréttamynd

Annað Starship sprakk í loft upp

Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili.

Erlent
Fréttamynd

Trump frestar tollgjöldum ná­grannanna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum.

Erlent
Fréttamynd

Villu­ljós í varnarstarfi

Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu

Til hvassra orðaskipta kom á milli gesta í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem staða öryggis- og varnarmála í Evrópu var til umræðu. Þótt gestir væru sammála um mikilvægi þess að friður komist á í Úkraínu voru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs.

Innlent
Fréttamynd

Pamela Bach-Hasselhof látin

Bandaríska leikkonan Pamela Bach-Hasselhof er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles sínu fyrr í dag. Hún var 62 ára gömul.

Lífið
Fréttamynd

Óttast að Ís­lendingar þurfi að halla sér að Evrópu­sam­bandinu

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. 

Innlent
Fréttamynd

Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Tals­maður Pútíns hrósar Rubio fyrir um­mæli um leppastríð

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram.

Erlent
Fréttamynd

Pall­borðið á Vísi: Hvar stendur Ís­land gagn­vart Trump, tollastríði og breyttri heims­mynd?

Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst.

Innlent
Fréttamynd

„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða hel­víti“

Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingar eigi eitt tromp gegn Trump

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir tollastríð hafið og horfur á að verðbólga geti orðið nokkru meiri fyrir vikið. Óvíst sé hvort tollahækkunum verði beitt gegn Íslandi en í öllu falli gæti tollastríðið leitt til óbeins verðþrýstings hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnar­hættir stór­veldis

Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu.

Lífið