Bandaríkin

Fréttamynd

Gaseitrun talin ó­lík­leg þrátt fyrir gasleka

Rannsókn gasfyrirtækis á heimili bandaríska stórleikarans Gene Hackman í Santa Fe hefur leitt í ljós að minniháttar gasleki var til staðar frá eldavélarhellu. Þrátt fyrir það er ekki talið að gaslekinn hafi átt þátt í andlátum Hackman og eiginkonu hans, Betsy Arakawa píanóleikara.

Erlent
Fréttamynd

Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun

Tónlistarmaðurinn Jay-Z hefur stefnt konu sem fór í mál við hann í haust og hélt því fram að hann hefði nauðgað henni árið 2000 þegar hún var þrettán ára gömul. Seinna dró konan kæru sína til baka.

Erlent
Fréttamynd

Trump ekki boðað friðar­á­ætlun fyrir Úkraínu heldur undan­hald og flótta frá prinsippum

Það sem komið hefur frá Trump og hans mönnum er auðvitað ekki friðaráætlun fyrir Úkraínu, heldur undanhald og flótti frá prinsippum. Þá hefur Trump stjórnin ofan í kaupið hallað Bandaríkjunum að Rússum og sjónarmiði þeirra um að Úkraína beri í reynd ábyrgð á stríðinu, gagnrýnt Zelensky Úkraínuforseta og niðurlægt – og tekið ennfremur undir lýsingar Rússa á honum sem einræðisherra.

Umræðan
Fréttamynd

Þykir leiðin­legt hvernig fundurinn fór

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Eld­rauður dagur í Kaup­höllinni

Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samningamaðurinn Trump & narssisisminn

Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nýja forystu mikil tíðindi fyrir flokkinn. Á sama tíma megi ekki gleyma því að Bjarni Benediktsson sé að skila af sér flokknum í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í.

Innlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­menn setja vopnasendingar á bið

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Tilskipunin nær meðal annars til vopnasendinga sem samþykktar voru í forsetatíð Joe Biden og eru einhvers staðar á leið til Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Hefndi kossins með kossi

Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum.

Lífið
Fréttamynd

Staðan sé betri í dag en í fyrra­dag

Þingmaður Samfylkingarinnar telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að fólk vilji sæti við borðið. Að hennar mati þurfi að efla varnir Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Cu­omo býður sig fram til borgar­stjóra New York

Demókratinn Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur tilkynnt framboð til borgarstjóra New York-borgar. Tilneyddur sagði hann af sér sem ríkisstjóri árið 2021 vegna ásakana um kynferðislegt áreiti.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð Banda­ríkja­manna mót­mæltu í nafni Úkraínu

Mótmæli til stuðnings Úkraínu hafa farið fram víða um Bandaríkin í dag. Tilefnið er uppákoman í Hvíta húsinu í fyrradag þegar rifrildi braust út á milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, varaforsetans JD Vance og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta.

Erlent
Fréttamynd

Vonast til að geta átt gott sam­band við Trump

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkin séu ekki raun­veru­legir máls­varar frelsis

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Létust lík­lega tíu dögum fyrir fundinn

Rannsakendur í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum telja að bandaríski leikarinn Gene Hackman og Betsy Arakawa eiginkona hans hafi látist þann 17. febrúar á heimili þeirra í Santa Fe, tíu dögum áður en lík þeirra fundust. 

Erlent
Fréttamynd

Áður ó­séð hegðun Banda­ríkja­manna gagn­vart vinaþjóðum

Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí mætti í við­tal hjá Fox: Í­trekaði þakk­læti sitt til Banda­ríkjanna

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin.

Erlent