Úrskurðar- og kærunefndir

Fréttamynd

Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað

Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans.

Innlent
Fréttamynd

Fær íshellaferð ekki endur­greidda

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ferðamanns um endurgreiðslu vegna íshellaferðar sem hann mætti ekki í vegna þess að hann taldi að ferðinni hefði verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Gert að af­henda bú­slóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu

Manni sem starfar í flutningsþjónustu hefur verið gert að afhenda viðskiptavini, konu, hluta búslóðar hennar gegn greiðslu eftirstöðva upphafslegs samnings þeirra í millum, alls 290 þúsund króna. Maðurinn hafði haldið búslóðinni gíslingu og gefið út reikning sem var þrefalt hærri en upphaflega hafði verið samið um munnlega.

Neytendur
Fréttamynd

Fá­tækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum

Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Húðflúrari fór frá hálf­kláruðum fugli á hálsi

Húðflúrara hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum 280 þúsund krónur eftir að hann fór frá hálfkláruðu verki og sagðist hættur störfum. Viðskiptavinurinn var búinn að greiða fyrir verkið en hafði einungis fengið dökkan bakgrunn flúraðan á allan handlegginn og útlínur fugls á hálsi en bæði voru verkin ófullgerð.

Neytendur
Fréttamynd

Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur

Nú mega karlar heita Arin og Draumur, konur heita Love og Harne og kvár heita Ranimosk og Tóní. Þetta kemur fram í nýjum úrskurðum mannanfnanefndar, sem hafnaði þó beiðni um eiginnafnið Óðin og millinafnið Guðmundsen.

Innlent
Fréttamynd

Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar

Neytendastofa hefur gert SH Import ehf., sem á verslunina Piknik, að greiða fjögur hundruð þúsund króna sekt fyrir að fjarlægja ekki nikótínauglýsingar innan tilskylds tíma. Fyrirtækið hefur áður verið sektað um tvö hundruð þúsund krónur fyrir nikótínauglýsingar.

Neytendur
Fréttamynd

Aug­lýstu vörur á verði sem ekki stóð neyt­endum til boða

Neytendastofa hefur slegið á putta verslunarinnar Á. Óskarssonar og Co í Mosfellsbæ eftir að hún auglýsti vörur á samfélagsmiðlum á verði sem ekki stóð neytendum til boða og sömuleiðis lægsta verð vöruflokks þar sem birt var mynd af talsvert dýrari vöru innan vöruflokksins.

Neytendur
Fréttamynd

Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma

Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt nöfnin Rick, Raven, Enora, Carlo, Flóres, Jörvaldi, Ian, Mannsi, Amaram, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma. Þá er búið að samþykkja föður- og móðurkenningarnar Maríusson, Maríusdóttir, Margrétardóttir og Mikaelsdóttir. Úrskurðirnir voru birtir í vikunni á vef stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gler­augu í hendurnar

Viðskiptavinur gleraugnaverslunar mun fá gleraugu endurgreidd eftir stapp við verslun sem hafði pantað gleraugun í stærri umgjörð en óskað hafði verið eftir. Verslunin skal endurgreiða viðskiptavininum samtals 165 þúsund krónur, enda hafi viðskiptahættir verslunarinnar ekki verið fullnægjandi í skilningi laga um neytendakaup.

Neytendur
Fréttamynd

Sýn fær flýtimeðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf., vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gat ekki skoðað myglu­her­bergið vegna „sofandi barns“

Fasteignasala þarf að greiða kaupanda fasteignar andvirði viðgerða vegna myglu í herbergi eignarinnar – samtals 1,1 milljón króna – þar sem kaupandanum var ekki gefið færi á að skoða almennilega eitt herbergjanna. Þá hafi kaupandanum ekki verið veittar fullnægjandi upplýsingar um ástand fasteignarinnar.

Neytendur
Fréttamynd

Úr­skurðar­nefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur

Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Kærðu um­deildar fram­kvæmdir allt of seint

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Hófu ekki rann­sókn á heimilis­of­beldi fyrir mis­skilning

Lögmaður konu, sem taldi sig hafa lagt fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum í ágúst árið 2024, fékk þau svör í apríl árið eftir að engin rannsókn hefði verið hafin á meintu heimilisofbeldi mannsins í garð konunnar. Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ljóst að mistök hafi verið gerð við skýrslutöku yfir konunni.

Innlent
Fréttamynd

Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ávítt lögregluembætti fyrir að heimila lögreglumanni að hefja störf á ný, mánuði eftir að hann var sakaður um heimilisofbeldi. Rannsókn á meintu ofbeldi var felld niður en niðurstaða nefndarinnar var sú að embættið hefði átt að láta kærufrest líða áður en lögreglumanninum var heimilað að mæta til starfa.

Innlent
Fréttamynd

Fær taugaveiklaðan hund endur­greiddan

Hundaræktendum hefur verið gert að endurgreiða konu 380 þúsund krónur vegna kaupa hennar á árs gömlum hundi, sem var sagður húsvanur. Konan skilaði hundinum þar sem hún taldi hann haldinn taugaveiklun.

Neytendur
Fréttamynd

Situr uppi með sófann með „slaka stíf­leikann“

Viðskiptavinur sem kvartaði yfir slökum stífleika í sætispúðum eftir kaup á sófa situr uppi með sófann eftir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu. Hann sendi kvörtunarpósta á verslunina tvo nýársdaga í röð.

Neytendur
Fréttamynd

Múhameð fær blessun manna­nafna­nefndar

Karlmannsnafnið Múhameð er á meðal fjögurra eiginnafna sem mannanafnanefnd samþykkti í vikunni. Kvenmannsnöfnin Latýna og Khanom hlutu hins vegar ekki náð fyrir augum nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fá að halda fram­kvæmdum á­fram í bili

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu þriggja náttúruverndarsamtaka um að undibúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun yrðu stöðvaðar á meðan á kæruferli vegna framkvæmdaleyfis stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka

Eigendur Parka-appsins þurfa að lækka greiðslukröfu karlmanns sem greiddi fyrir rangt stæði um 3.500 krónur eða sem nemur vangreiðslugjaldi fyrirtækisins. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa þótti Parka ekki upplýsa með skýrum og áberandi hætti um innheimtu vangreiðslugjalds og fjárhæð þess.

Neytendur
Fréttamynd

Dældi dísil á bensín­bíl en fær kostnaðinn endur­greiddan

Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða.

Neytendur
  • «
  • 1
  • 2