E. coli-sýking á Mánagarði

Fréttamynd

Leik­skólinn Mána­garður opinn á ný

Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Amma lýsir blóðugum niður­gangi og ör­væntingu for­eldra

Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur.

Innlent
Fréttamynd

Rétt með­höndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi

Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis segir fyrirtækið hafa átt í nánum samskiptum við MAST allt frá því að E. coli smit kom upp á leikskólanum Mánagarði. Það sé miður að fjöldi barna hafi veikst en með réttri meðhöndlun á hakkinu hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. 

Innlent
Fréttamynd

Upp­runi smitsins var hakk frá Kjarnafæði

Rannsóknir Matís á uppruna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði hafa staðfest að bakterían var í hakki sem var matreitt á leikskólanum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. 

Innlent
Fréttamynd

Matráður segir upp á Mánagarði

Matráður leikskólans Mánagarðs þar sem upp kom svæsin E.coli-sýking í síðustu viku hefur sagt upp störfum. Leikskólinn verður lokaður út vikuna.

Innlent
Fréttamynd

Eitt barn út­skrifað af gjör­gæslu

Eitt barn hefur verið útskrifað af gjörgæslu Landspítalans vegna E. coli sýkingarinnar sem greindist á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Ellefu eru inniliggjandi og enn fjögur á gjörgæslu. Greint er frá á vef RÚV. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mati sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. 

Innlent
Fréttamynd

Færri börn undir eftir­liti vegna E.coli en enn fimm á gjör­gæslu

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður.  Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Fimm börn al­var­lega veik á gjör­gæslu vegna E.coli sýkingar

Alls eru nú tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum vegna E.coli sýkingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru þar af fimm þeirra á gjörgæslu. Um 40 börn eru undir eftirlit vegna sýkingarinnar. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun.

Innlent
Fréttamynd

Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðli­legu lífi

„Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“

Innlent
Fréttamynd

Kaupa til­búinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rann­sóknar

Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu  viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjú börn á gjör­gæslu vegna E.coli sýkingar

Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik.

Innlent
Fréttamynd

Gömul sár opnuð á ný og stofnar stuðningshóp

„Dóttir mín var þá tveggja að verða þriggja ára og fékk allan pakkann og vorum við rúmlega mánuð á spítalanum áður en hún fékk að fara heim, en var alls ekki fullfrísk og er ekki fimm árum seinna. Okkur langar svo að geta gefið af okkur til aðstandenda og veitt stuðning svo við ákváðum að stofna vettvang þar sem aðstandendur geti leitað stuðnings og fengið upplýsingar.“

Innlent
Fréttamynd

Tæp­lega þrjá­tíu börn í virku eftir­liti

Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans.  

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk Mána­garðs í á­falli

Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Nú 27 börn veik vegna e.coli sýkingarinnar

Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Veikindi á fimm af sjö deildum leik­skólans

Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun.

Innlent
Fréttamynd

Eitt barnanna al­var­lega veikt og ó­vissa fram yfir helgi

Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. 

Innlent
Fréttamynd

Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu

Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sex börn inniliggjandi vegna E.Coli-sýkingar

Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn eru inniliggjandi eða voru það að minnsta kosti á tímabili í morgun. Starfsfólk býst við að innlögnum fjölgi.

Innlent
Fréttamynd

Tíu börn með ein­kenni E.Coli-sýkingar

Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans.

Innlent