Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar

Fréttamynd

Kjara­samningar ekki enn skilað minni verð­bólgu

Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki allir sam­mála því að ekki eigi að lækka vexti

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar eyða og eyða þrátt fyrir verð­bólgu og háa vexti

Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar skákar Vig­dísi og Guðna

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 

Innlent
Fréttamynd

Nýtir gervi­greind í stað sér­fræðinga

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Innlent
Fréttamynd

Var jafn­rétti í heiðri haft af ráð­herra jafn­réttis­mála?

Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herrar tala út og suður um útlendingamál

Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Eld­glæringar milli VG og Sjálf­stæðis­flokks

Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði að mati prófessors í stjórnmálafræði. Gríðarleg missklíð og jafnvel eldglæringar séu milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Búast megi við algjörri biðstöðu á Alþingi í vetur ákveði ríkisstjórnin að halda samstarfinu áfram.

Innlent
Fréttamynd

Skeyta­sendingar ráð­herra til marks um valdþreytu

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem nokkrir hafa munnhöggvast opinberlega síðustu daga, nota stöðu sína í eigin þágu til að skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni skilar jafn­réttis- og mann­réttinda­­málunum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Jafnréttis- og mannréttindamál verða flutt frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi

Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil.

Innlent
Fréttamynd

Læknar, heil­brigðis­starfs­fólk og lykill að lausninni

Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

10 stað­reyndir um verð­bólgu og ríkisfjármál

Síðustu ár hafa verið óvenju sveiflukennd í íslensku efnahagslífi: Fyrst kom heimsfaraldur með tilheyrandi niðursveiflu en síðan uppsveifla þar sem hagvöxtur var sá mesti í hálfa öld. Fylgifiskurinn var lækkun vaxta og síðan hækkun í framhaldi af verðbólguskoti, sem enn er í rénun.

Skoðun
Fréttamynd

Áttar sig ekki á á­kalli for­manns VG

Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma.

Innlent
Fréttamynd

Milla hætt hjá Willum

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur látið af störfum sem aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Hún hafði verið aðstoðarmaður ráðherra frá árinu 2021.

Innlent