Þjóðadeild kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Gerði mig sterkari“

Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir það hafi verið sárt að vera sett út úr landsliðinu eftir að hún kærði fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins fyrir kynferðislegt áreiti í verðlaunaafhendingunni á HM í Ástralíu .

Fótbolti
Fréttamynd

Risasigur skilaði Noregi í A-deild

María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta munu leika í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 5-0 risasigur gegn Króatíu í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekki drauma­­staða, ég get al­veg sagt það“

Þor­steinn Hall­dórs­son, lands­liðs­þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins hefur valið leik­manna­hóp sem tekur þátt í mikil­vægu ein­vígi um laust sæti í A-deild Þjóða­deildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur and­stæðinginn í um­spilinu al­var­lega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu bestu frum­raunir landsliðskvenna

Markvörðurinn ungi, Fanney Inga Birkisdóttir, átti eftirminnilega frumraun með íslenska fótboltalandsliðinu sem vann Danmörku í fyrradag. Í tilefni þess fór Vísir yfir eftirminnilegustu frumraunir landsliðskvenna Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Fann­ey með fót­bolta­heila og getur náð heimsklassa

Jólin komu snemma í ár með sigri Ís­lands á Dan­mörku í Þjóða­deildinni í fót­bolta í fyrra­dag. Á­tján ára gamall mark­vörður Ís­lands og Vals sló í gegn í frum­raun sinni. Ís­lenska lands­liðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíu­drauma danska lands­liðsins með 1-0 sigri sínum í loka­um­ferð riðla­keppni Þjóða­deildarinnar í Vi­borg.

Íslenski boltinn