Leikurinn sem gæti leitt stelpurnar að HM í fyrsta sinn Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 12:01 Karólína Lea og Sveindís Jane gætu tekið flugið til Brasilíu eftir tvö ár ef allt gengur að óskum. Lykilatriði er að Ísland falli ekki úr A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. vísir/Anton Sigur á Frökkum gæti verið lykillinn að því að Ísland spili á HM í Brasilíu eftir tvö ár. Já, það er gríðarlega mikið í húfi fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Þó að keppnin sem liðin mætast í heiti Þjóðadeildin þá skiptir leikurinn einnig miklu máli varðandi næsta heimsmeistaramót. Stelpurnar okkar hafa aldrei komist á HM en voru sárgrætilega nálægt því síðast og eru vel meðvitaðar um það hvernig kvöldið í kvöld getur sveiflað möguleikanum á farseðli til Brasilíu upp og niður. Það er nefnilega algjört lykilatriði að Ísland nái í kvöld að forðast fall niður í B-deild Þjóðadeildarinnar, því annars verður leiðin á HM mikið grýttari. Eða hvort hljómar betur að spila við Wales eða England um sæti á HM? Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deildinni.vísir/Anton Byrjum á byrjuninni. Riðlakeppni þessarar leiktíðar af Þjóðadeildinni klárast í kvöld þegar Ísland mætir Frakklandi og Sviss mætir Noregi. Ísland er eitt af sextán liðum í A-deild og spilar þar í riðli 2. Frakkar hafa þegar unnið riðilinn, Noregur er með 5 stig, Ísland 4 og Sviss 2. Frakkar verða því áfram í A-deild og spila í undanúrslitum keppninnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur í B-deild. Þegar þessari leiktíð af Þjóðadeildinni lýkur tekur svo við næsta leiktíð sem um leið verður undankeppni HM. Þá verður sem sagt keppt um þau 11-12 sæti sem Evrópa fær á HM í Brasilíu. Leikið verður á hinum sögufræga Maracana leikvangi í Ríó á HM eftir tvö ár.Getty/Buda Mendes Á næstu leiktíð munu því liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild fá farseðil á HM. Það eru einu liðin sem geta komist beint á HM frá Evrópu. Önnur lið geta komist á HM í gegnum umspil sem verður klárlega „þægilegast“ fyrir lið úr A-deildinni. Umspilið skiptist í tvær umferðir og skiptist fyrri umferðin í tvo hluta. Umspilið fyrir HM Umferð 1 Leið 1: Fjögur lið sem enda í 2. sæti og fjögur lið sem enda í 3. sæti A-deildar, spila við sex lið í 1. sæti og tvö lið í 2. sæti úr C-deild. Leið 2: Fjögur lið sem enda í 4. sæti A-deildar og fjögur lið sem vinna sinn riðil í B-deild, spila við fjögur lið í 2. sæti og fjögur lið í 3. sæti í B-deild. Umferð 2 Liðin sem komust í gegnum leið 1 dragast gegn liðum sem komust í gegnum leið 2, og eiga seinni leik einvígis á heimavelli. Sjö sigurvegarar einvíga í umferð 2 komast svo beint á HM en einn sigurvegarinn, sá lægst skrifaði, fer í umspil við lið úr annarri heimsálfu. Á mannamáli þýðir þetta að Ísland, með því að halda sér í A-deild í kvöld og enda ekki í neðsta sæti síns riðils á næstu leiktíð, gæti komist á HM án þess að þurfa að mæta neinni af allra bestu þjóðum Evrópu í umspili. Ísland gæti þannig komist á mótið með því að slá fyrst út til dæmis Færeyjar eða Hvíta-Rússland og svo Pólland eða Wales, þó að erfitt sé að spá í spilin um það að svo stöddu. Leikurinn í kvöld snýst því ekki aðeins um að halda sér í A-deild Þjóðadeildar, heldur að greiða leið Íslands á sjálft heimsmeistaramótið í Brasilíu. Leikur Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli hefst klukkan 18 í kvöld. Ítarlega verður fjallað um leikinn á Vísi. Miðasala er á vef KSÍ. HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. 3. júní 2025 10:38 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Frakklandsleikinn Ísland mætir Frakklandi á Laugardalsvelli á morgun í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi degi fyrir leik. 2. júní 2025 15:16 „Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. 2. júní 2025 13:00 Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. 2. júní 2025 09:24 Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Þó að keppnin sem liðin mætast í heiti Þjóðadeildin þá skiptir leikurinn einnig miklu máli varðandi næsta heimsmeistaramót. Stelpurnar okkar hafa aldrei komist á HM en voru sárgrætilega nálægt því síðast og eru vel meðvitaðar um það hvernig kvöldið í kvöld getur sveiflað möguleikanum á farseðli til Brasilíu upp og niður. Það er nefnilega algjört lykilatriði að Ísland nái í kvöld að forðast fall niður í B-deild Þjóðadeildarinnar, því annars verður leiðin á HM mikið grýttari. Eða hvort hljómar betur að spila við Wales eða England um sæti á HM? Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deildinni.vísir/Anton Byrjum á byrjuninni. Riðlakeppni þessarar leiktíðar af Þjóðadeildinni klárast í kvöld þegar Ísland mætir Frakklandi og Sviss mætir Noregi. Ísland er eitt af sextán liðum í A-deild og spilar þar í riðli 2. Frakkar hafa þegar unnið riðilinn, Noregur er með 5 stig, Ísland 4 og Sviss 2. Frakkar verða því áfram í A-deild og spila í undanúrslitum keppninnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur í B-deild. Þegar þessari leiktíð af Þjóðadeildinni lýkur tekur svo við næsta leiktíð sem um leið verður undankeppni HM. Þá verður sem sagt keppt um þau 11-12 sæti sem Evrópa fær á HM í Brasilíu. Leikið verður á hinum sögufræga Maracana leikvangi í Ríó á HM eftir tvö ár.Getty/Buda Mendes Á næstu leiktíð munu því liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild fá farseðil á HM. Það eru einu liðin sem geta komist beint á HM frá Evrópu. Önnur lið geta komist á HM í gegnum umspil sem verður klárlega „þægilegast“ fyrir lið úr A-deildinni. Umspilið skiptist í tvær umferðir og skiptist fyrri umferðin í tvo hluta. Umspilið fyrir HM Umferð 1 Leið 1: Fjögur lið sem enda í 2. sæti og fjögur lið sem enda í 3. sæti A-deildar, spila við sex lið í 1. sæti og tvö lið í 2. sæti úr C-deild. Leið 2: Fjögur lið sem enda í 4. sæti A-deildar og fjögur lið sem vinna sinn riðil í B-deild, spila við fjögur lið í 2. sæti og fjögur lið í 3. sæti í B-deild. Umferð 2 Liðin sem komust í gegnum leið 1 dragast gegn liðum sem komust í gegnum leið 2, og eiga seinni leik einvígis á heimavelli. Sjö sigurvegarar einvíga í umferð 2 komast svo beint á HM en einn sigurvegarinn, sá lægst skrifaði, fer í umspil við lið úr annarri heimsálfu. Á mannamáli þýðir þetta að Ísland, með því að halda sér í A-deild í kvöld og enda ekki í neðsta sæti síns riðils á næstu leiktíð, gæti komist á HM án þess að þurfa að mæta neinni af allra bestu þjóðum Evrópu í umspili. Ísland gæti þannig komist á mótið með því að slá fyrst út til dæmis Færeyjar eða Hvíta-Rússland og svo Pólland eða Wales, þó að erfitt sé að spá í spilin um það að svo stöddu. Leikurinn í kvöld snýst því ekki aðeins um að halda sér í A-deild Þjóðadeildar, heldur að greiða leið Íslands á sjálft heimsmeistaramótið í Brasilíu. Leikur Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli hefst klukkan 18 í kvöld. Ítarlega verður fjallað um leikinn á Vísi. Miðasala er á vef KSÍ.
HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. 3. júní 2025 10:38 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Frakklandsleikinn Ísland mætir Frakklandi á Laugardalsvelli á morgun í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi degi fyrir leik. 2. júní 2025 15:16 „Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. 2. júní 2025 13:00 Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. 2. júní 2025 09:24 Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. 3. júní 2025 10:38
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Frakklandsleikinn Ísland mætir Frakklandi á Laugardalsvelli á morgun í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi degi fyrir leik. 2. júní 2025 15:16
„Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. 2. júní 2025 13:00
Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. 2. júní 2025 09:24