„Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2025 21:14 Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta landsleik síðan 2020 í kvöld. Vísir/Anton Brink Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta landsleik í um fimm ár er Ísland mátti þola 0-2 tap gegn Frökkum í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fanndís kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik kvöldsins, en hún var varla búin að koma sér í stöðu þegar fyrra mark Frakka kom. „Ég kom eiginlega inn á bara á sömu sekúndu og það var skorað. Ég var ekki almennilega komin í stöðu og ég var hálf hissa á að hún hafi flautað leikinn í gang á þessu mómenti,“ sagði Fanndís í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í leikslok. „Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn, en það er bara eins og það er. Þetta var bara mjög svekkjandi.“ „Ég var allavega ekki komin í þá stöðu sem ég átti að vera í þegar innkastið var tekið. Þannig að já, hún flautaði aðeins of snemma.“ Hún segir að þó þetta hafi ekki verið hennar maður sem skapaði markið þá hafi þetta klárlega haft áhrif á varnarleik Íslands. „Nei, en ég hefði getað tvöfaldað með bakverðinum á kantmanninn.“ Þrátt fyrir svekkelsið er Fanndís hins vegar ánægð með að vera mætt aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það er bara frábært. Það er eins og maður hafi aldrei farið.“ Hún segir það þó ekki áhyggjuefni að íslenska liðið sé nú án sigurs í tíu leikjum í röð, þrátt fyrir að EM sé á næsta leyti. „Auðvitað vill maður alltaf vinna leiki. Það munaði litlu fannst mér á móti Noregi þar sem við hefðum getað verið 2-0 yfir í hálfleik og þá hefði staðan kannski orðið öðruvísi. En það er alltaf þetta ef og hefði. En ekkert áhyggjuefni.“ „Það er bara nýtt mót að byrja, sem er EM, og það er allt hægt þar. Við erum ekkert að pæla í því hvort það hafi verið sigur í síðasta leik eða ekki.“ Að lokum vildi Fanndís þó aðeins gera sér hóflegar vonir um það að vera í EM-hópnum. „Ég hef ekkert spjallað við hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) um það. Ég held bara áfram að gera mitt og svo bara sjáum við til,“ sagði Fanndís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Fanndís kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik kvöldsins, en hún var varla búin að koma sér í stöðu þegar fyrra mark Frakka kom. „Ég kom eiginlega inn á bara á sömu sekúndu og það var skorað. Ég var ekki almennilega komin í stöðu og ég var hálf hissa á að hún hafi flautað leikinn í gang á þessu mómenti,“ sagði Fanndís í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í leikslok. „Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn, en það er bara eins og það er. Þetta var bara mjög svekkjandi.“ „Ég var allavega ekki komin í þá stöðu sem ég átti að vera í þegar innkastið var tekið. Þannig að já, hún flautaði aðeins of snemma.“ Hún segir að þó þetta hafi ekki verið hennar maður sem skapaði markið þá hafi þetta klárlega haft áhrif á varnarleik Íslands. „Nei, en ég hefði getað tvöfaldað með bakverðinum á kantmanninn.“ Þrátt fyrir svekkelsið er Fanndís hins vegar ánægð með að vera mætt aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það er bara frábært. Það er eins og maður hafi aldrei farið.“ Hún segir það þó ekki áhyggjuefni að íslenska liðið sé nú án sigurs í tíu leikjum í röð, þrátt fyrir að EM sé á næsta leyti. „Auðvitað vill maður alltaf vinna leiki. Það munaði litlu fannst mér á móti Noregi þar sem við hefðum getað verið 2-0 yfir í hálfleik og þá hefði staðan kannski orðið öðruvísi. En það er alltaf þetta ef og hefði. En ekkert áhyggjuefni.“ „Það er bara nýtt mót að byrja, sem er EM, og það er allt hægt þar. Við erum ekkert að pæla í því hvort það hafi verið sigur í síðasta leik eða ekki.“ Að lokum vildi Fanndís þó aðeins gera sér hóflegar vonir um það að vera í EM-hópnum. „Ég hef ekkert spjallað við hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) um það. Ég held bara áfram að gera mitt og svo bara sjáum við til,“ sagði Fanndís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira