Alvotech

Fréttamynd

Lækka veru­lega verðmat sitt á Al­vot­ech og búast við töfum á öðrum hlið­stæðum

Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað.

Innherji
Fréttamynd

Nærri 100 milljarðar þurrkast út vegna ó­vissu um næstu hlið­stæður Al­vot­ech

Sú óvissa sem hefur myndast vegna ákvörðunar FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir líftæknilyfjahliðstæðu sína við Simponi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en markaðsvirði félagsins féll um nærri þrjátíu prósent í dag og áhrifanna gætti á allan markaðinn. Sumir greinendur telja líklegt að þetta muni seinka innkomu hliðstæðunnar fram til seinni hluta næsta árs en forstjóri Alvotech segist áfram sannfærður um félagið verði fyrst á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Simponi.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Alvotech aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28  prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Alvotech hrynur

Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech hefur lækkað um rúmlega 21 prósent frá því að markaðir hér á landi opnuðu í morgun. Þá hefur gengi félagsins í sænsku kauphöllinni lækkað um rúm 23 prósent. Félagið tilkynnti í gær að það fengi að svo stöddu ekki leyfi fyrir hliðstæðulyf við Simponi og lækkaði afkomuspá sína í leiðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alvotech fær ekki leyfi fyrir hlið­stæðu Simponi að svo stöddu

Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech fær ekki að svo stöddu markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfið AVT05 sem er hliðstæðulyf við Simponi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér í gærkvöldi í framhaldi af svarbréfi frá Lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, sem hafði borist fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir

Eignarhaldsfélagið Aztiq hefur lokið við sölu á lyfjafyrirtækinu Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarfélagsins EQT. Á sama tíma lætur framkvæmdastjóri Alvotech af störfum og færir sig yfir til Adalvo. Stærsti eigandi Alvotech er Aztiq.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætlar að vera „nánast skuld­laus og með afar sterka sjóðstöðu“ eftir tvær risasölur

Fjárfestingafélag Róberts Wessman fær að óbreyttu í sinn hlut samtals nálægt einn milljarð Bandaríkjadala í reiðufé við sölu á lyfjafyrirtækjunum Adalvo og Alvogen US sem verður að stórum hluta nýtt til að gera upp skuldir Aztiq. „Við erum að breyta aðeins um stefnu þegar kemur að fjármögnun félagsins. Við ætlum að vera nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu. Það verður staðan eftir þessi viðskipti,“ segir Róbert, sem fullyrðir að Aztiq samsteypan sé „öflugasta fjárfestingafélag landsins“ þegar kemur að umfangi eigna.

Innherji
Fréttamynd

Heildar­virði Al­vogen metið á tvo milljarða dala við sölu á fé­laginu til Lotus

Alvogen Pharma í Bandaríkjunum, sem er að stórum hluta í eigu fjárfestingafélags Róberts Wessman, hefur verið selt til Lotus í Taívan en heildarvirði samheitalyfjafyrirtækisins í viðskiptunum getur numið um tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Þetta er önnur risasala Róberts á félögum í lyfjageiranum þar sem hann fer með ráðandi hlut á fáeinum mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Al­vot­ech rauk upp þegar Deutsche Bank ráð­lagði fjár­festum að kaupa

Hlutabréfaverð Alvotech rauk mest upp um liðlega fimmtán prósent eftir að Deutsche Bank uppfærði mat sitt á félaginu með ráðleggingu til fjárfesta að kaupa en gengishækkunin litaðist meðal annars af því að skortsalar voru að reyna kaupa bréf til að loka stöðum sínum. Greinendur þýska bankans benda á að markaðurinn með líftæknilyfjahliðstæður sé að slíta barnsskónum og telja að Alvotech verði í hópi þeirra félaga sem muni njóta hvað mest ávinnings þegar hann fer að vaxa.

Innherji
Fréttamynd

„Allt í boði“ með ein­földun reglu­verks sem minnkar veru­lega þróunar­kostnað

Áform eftirlitsstofnana beggja vegna Atlantshafsins um að einfalda regluverk og kröfur þegar kemur að klínískum rannsóknum á líftæknilyfjum mun minnka verulega þróunarkostnað og leiða til þess að það verður arðbærara að fara í þróun á mun fleiri hliðstæðum en áður, að sögn forstjóra Alvotech. Hann er afar gagnrýninn á einkaleyfakerfið í Bandaríkjunum, sem búi til hindranir fyrir innkomu líftæknilyfjafélaga, og þá skaði það mjög samkeppnisumhverfið hvernig framleiðendur frumlyfja fái að „læsa markaðinum“ í aðdraganda þess að einkaleyfi þeirra rennur út.

Innherji
Fréttamynd

Banda­rískt fjár­festingafélag bætist í hóp stærri er­lendra hlut­hafa í Al­vot­ech

Fjárfestingafélagið Heights Capital Management er komið með nokkuð drjúgan hlut í Alvotech, sem það eignaðist í tengslum við uppgjör á breytanlegum bréfum sem Alvotech tók yfir við kaup á þróunarstarfsemi Xbrane, og er meðal stærri erlendra fjárfesta í hlutahafahópi líftæknilyfjafélagsins. Bandaríski bankinn Morgan Stanley var langsamlega umsvifamestur á söluhliðinni með Alvotech á öðrum fjórðungi þegar hann losaði um meginþorra allra bréfa sinna. 

Innherjamolar
Fréttamynd

Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech

Annar fjórðungur þessa árs var sá besti í sögu líftæknifyrirtækisins Alvotech. Fyrri hluta ársins varð yfir tvö hundruð prósenta aukning á tekjum af sölu lyfja, samanborið við sama tímabil í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mæla með kaupum og segja bréf Al­vot­ech „á af­slætti í saman­burði við keppi­nauta“

Í tveimur nýjum erlendum greiningum er mælt sem fyrr með kaupum í Alvotech en væntingar eru um góða rekstrarniðurstöðu á seinni árshelmingi vegna áfangagreiðslna og sölutekna af nýjum hliðstæðum félagsins á markað. Sænski bankinn SEB gerir ráð fyrir að tekjur og rekstrarhagnaður á árinu verði við efri mörk útgefinnar afkomuspár og segir hlutabréf Alvotech núna á afslætti í samanburði við sambærileg líftæknilyfjafélög.

Innherjamolar
Fréttamynd

Róbert selur Adal­vo til fjár­festingar­risans EQT fyrir um einn milljarð dala

Fjárfestingafélagið Aztiq, sem er í meirihlutaeigu Róberts Wessman, hefur gengið frá sölu á nánast öllum eignarhlut sínum í Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarrisans EQT en lyfjafyrirtækið er verðmetið á um einn milljarð Bandaríkjadala í þeim viðskiptum. Róbert segir að með sölunni sé hann meðal annars að reyna „einfalda lífið“ þannig að hann geti varið öllum sínum tíma í rekstur Alvotech en jafnframt er núna unnið að því að reyna klára sölu á samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen í Bandaríkjunum síðar á árinu.

Innherji
Fréttamynd

Skort­stöður fjár­festa í bréfum Al­vot­ech eru í hæstu hæðum

Ekkert lát virðist vera á áhuga fjárfesta vestanhafs að skortselja bréf í Alvotech en slíkar stöður stækkuðu á nýjan leik í lok síðasta mánaðar og eru núna í hæstu hæðum. Á sama tíma hefur hlutabréfaverð Alvotech átt erfitt uppdráttar og er niður um fjórðung frá því snemma í júnímánuði.

Innherji
Fréttamynd

Lánar­drottnar slá af milljarð af vöxtum á ári

Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er að verða leiðandi fé­lag á markaði með líftækni­lyf sam­hliða vaxandi sam­keppni

Alvotech er sagt vera á réttri leið með því að festa sig í sessi sem eitt af leiðandi félögum á heimsvísu á markaði með líftæknilyfjahliðstæður, að mati DNB Carnegie, sem mælir sem fyrr með kaupum í fyrirtækinu og metur virði þess um tvöfalt hærra en núverandi markaðsgengi. Greinendur norræna fjárfestingabankans telja samt að samkeppnin eigi eftir að aukast, sem muni þýða meiri verðlækkun en ella á hliðstæðum borið saman við frumlyfin, en telur að Alvotech sé í sterkri samkeppnisstöðu vegna umfangsmikillar lyfjapípu og öflugrar þróunargetu.

Innherji
Fréttamynd

Spá veru­legum tekju­vexti á næsta ári og meta Al­vot­ech langt yfir markaðs­gengi

Gangi áform Alvotech eftir um að fá markaðsleyfi fyrir þrjú ný hliðstæðulyf undir lok þessa árs þá ætti það að skila sér í verulegum tekjuvexti á árinu 2026, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu, en þar er virði líftæknilyfjafélagsins talið vera nálægt hundrað prósent hærra en núverandi markaðsgengi. Gert er ráð fyrir því að heildartekjurnar, sem stafa þá einkum af sölu á samtals sex hliðstæðum, muni nálgast um einn milljarð Bandaríkjadal og að EBITDA-framlegðin verði tæplega 38 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech efnir til um tíu milljarða út­boðs til að „breikka“ hlut­hafa­hópinn

Nokkrum vikum eftir að Alvotech var skráð á markað í Stokkhólmi hefur það ákveðið að fara í útboð á um 7,5 milljónum sænskra heimildarskírteina og hlutabréfa í félaginu, jafnvirði nærri ellefu milljarða íslenskra króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem verður einkum beint að sænskum fjárfestum í því skyni að „breikka og styrkja“ hlutahafahópinn. Gengi bréfa félagsins á markaði í Bandaríkjunum lækkaði nokkuð skarpt eftir að tilkynnt var um útboðið.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­festar minnka skort­stöður sínar í Al­vot­ech í fyrsta sinn á árinu

Eftir að fjárfestar höfðu stækkað nánast stöðugt skortstöður sínar í bréfum Alvotech á markaði vestanhafs minnkaði umfang þeirra nokkuð á fyrstu vikum maímánaðar í fyrsta sinn á þessu ári. Hlutabréfaverð Alvotech er upp um nærri fimmtíu prósent á fáeinum vikum og er nú komið á sama stað og það var áður en gengið tók mikla dýfu í lok marsmánaðar.

Innherji