Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Árni Sæberg skrifar 12. desember 2025 12:25 Róbert Wessman mætir ekki í hlaðvarpið Chess After Dark. vísir Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech, hefur afboðað komu sína í hlaðvarpið Chess after dark vegna viðtals við Albert Guðmundsson knattspyrnumann, þar sem hann ræðir nauðgunarmál á hendur honum. Stjórnendum hlaðvarpsins þykir miður að Róberti sé svo misboðið að hann sjái sér ekki fært að mæta í viðtal. Albert var eins og þekkt er sýknaður í Landsrétti af ákæru fyrir nauðgun á dögunum. Hann tjáði sig um málið í yfirlýsingu á Instagram í byrjun desember en hefur að öðru leyti ekki rætt málið opinberlega. Það er að segja þangað til að hann ræddi það við þá Birki Karl Sigurðsson og Leif Þorsteinsson, stjórnendur hlaðvarpsins Chess after dark, í þætti sem fór í loftið í gær. Málið hafi tekið á Þar rakti Albert meðal annars daginn sem ákæra á hendur honum var gefin út og málið var sem mest í kastljósinu. Hann sagðist hafa verið á æfingu með Genoa, þáverandi liði sínu, þegar fréttir birtust. „Ég kem inn af æfingu og fer inn í klefa, er að slaka á og kíki á símann. Sé að mamma er búin að hringja í mig sex sinnum, pabbi fjórum sinnum, Gulla [barnsmóðir hans] þrisvar og Villi Vill svona átta sinum.“ Þá sagði hann að málið hefði tekið mikið á sig og ekki hefði verið auðvelt að ganga í gegnum það. Hann væri aftur á móti stoltur af sjálfum sér vegna þess hvernig hann tæklaði aðstæður, hafi náð að setja málið til hliðar og einblína á það sem skipti máli í lífinu, fjölskylduna, vini og fótboltann. „Glataður þáttur“ Stjórnendur Chess after dark tilkynntu á Facebook í gær að þeir hefðu ákveðið að skella sér til Flórens á Ítalíu, til þess að taka viðtal við Albert. Albert býr þar í borg þar sem hann leikur með Fiorentina. Tilkynning þeirra virðist hafa farið fyrir brjóstið á Róberti Wessmann, stofnanda Alvotech. „Glataður þáttur …… ég treysti mér ekki í þáttinn í næstu viku eins og um var samið,“ segir hann í athugasemd við færsluna og lætur lyndistákn fylgja, sem sýnir fram á að hann sé reiður. Á breytingasögu athugasemdarinnar má sjá að Róbert virðist ekki hafa verið nægilega ánægður við upphaflega útgáfu athugasemdarinnar. Hann breytti henni fjórum sinnum á tuttugu mínútum þangað til að hann varð sáttur, líkt og sjá má á myndinni hér að neðan. Skjáskot Athugasemd Róberts hefur vakið nokkur viðbrögð en viðbrögð Alberts sjálfs vekja helst athygli. Hann brást við ummælum Róberts með lyndistákni sem bendir til þess að honum þyki athugasemdin fyndin. Róbert hefur reyndar eytt athugasemdinni og sett hana inn á ný, svo að lyndistákn Alberts sést ekki lengur. Þá sést breytingasaga athugasemdarinnar ekki heldur. Skjáskot Samkvæmt heimildum Vísis er Róbert góður vinur fjölskyldu brotaþola í máli Alberts. Staðið til að ræða við Albert um árabil Þeir Birkir Karl og Leifur hafa sent Vísi yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að þeim þyki leiðinlegt að Róbert, sem þeir hafi lengi hlakkað til að ræða við, sé svo misboðið að hann hætti við að mæta til þeirra. „Flestir sem hafa fylgst með hlaðvarpinu okkar síðustu fimm árin vita að viðtöl við okkar fremsta knattspyrnufólk hefur verið stór þáttur af dagskrárgerðinni. Við höfum verið afar lánsamir að fá að heimsækja fjölmargar íslenskar stjörnur undanfarin ár. Það má segja að það hafi staðið til árum saman að setjast niður með Alberti og ræða feril hans og stöðu. Við töldum það þó ekki við hæfi á meðan þetta erfiða mál fór sína leið í gegnum réttarkerfið. Málinu er hins vegar lokið og í takt við okkar stefnu í dagskrárgerð tókum við viðtal við einn okkar fremsta knattspyrnumann og lífi hans sem stórstjarna í einni stærstu knattspyrnudeild heims.“ Í slíku viðtali hefði beinlínis verið einkennilegt að spyrja ekki hvaða áhrif þetta mál hefur haft á knattspyrnuferil Alberts og hann hafi svarað því með sínum hætti. „Við höfum fullan skilning á því að þetta er sorglegt og viðkvæmt mál sem bjó til sár sem munu eflaust seint gróa og tilfinningarnar eru sterkar. Við reyndum hins vegar að nálgast það af nærgætni og virðingu.“ Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Ítalía Hlaðvörp Samfélagsmiðlar Alvotech Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Albert var eins og þekkt er sýknaður í Landsrétti af ákæru fyrir nauðgun á dögunum. Hann tjáði sig um málið í yfirlýsingu á Instagram í byrjun desember en hefur að öðru leyti ekki rætt málið opinberlega. Það er að segja þangað til að hann ræddi það við þá Birki Karl Sigurðsson og Leif Þorsteinsson, stjórnendur hlaðvarpsins Chess after dark, í þætti sem fór í loftið í gær. Málið hafi tekið á Þar rakti Albert meðal annars daginn sem ákæra á hendur honum var gefin út og málið var sem mest í kastljósinu. Hann sagðist hafa verið á æfingu með Genoa, þáverandi liði sínu, þegar fréttir birtust. „Ég kem inn af æfingu og fer inn í klefa, er að slaka á og kíki á símann. Sé að mamma er búin að hringja í mig sex sinnum, pabbi fjórum sinnum, Gulla [barnsmóðir hans] þrisvar og Villi Vill svona átta sinum.“ Þá sagði hann að málið hefði tekið mikið á sig og ekki hefði verið auðvelt að ganga í gegnum það. Hann væri aftur á móti stoltur af sjálfum sér vegna þess hvernig hann tæklaði aðstæður, hafi náð að setja málið til hliðar og einblína á það sem skipti máli í lífinu, fjölskylduna, vini og fótboltann. „Glataður þáttur“ Stjórnendur Chess after dark tilkynntu á Facebook í gær að þeir hefðu ákveðið að skella sér til Flórens á Ítalíu, til þess að taka viðtal við Albert. Albert býr þar í borg þar sem hann leikur með Fiorentina. Tilkynning þeirra virðist hafa farið fyrir brjóstið á Róberti Wessmann, stofnanda Alvotech. „Glataður þáttur …… ég treysti mér ekki í þáttinn í næstu viku eins og um var samið,“ segir hann í athugasemd við færsluna og lætur lyndistákn fylgja, sem sýnir fram á að hann sé reiður. Á breytingasögu athugasemdarinnar má sjá að Róbert virðist ekki hafa verið nægilega ánægður við upphaflega útgáfu athugasemdarinnar. Hann breytti henni fjórum sinnum á tuttugu mínútum þangað til að hann varð sáttur, líkt og sjá má á myndinni hér að neðan. Skjáskot Athugasemd Róberts hefur vakið nokkur viðbrögð en viðbrögð Alberts sjálfs vekja helst athygli. Hann brást við ummælum Róberts með lyndistákni sem bendir til þess að honum þyki athugasemdin fyndin. Róbert hefur reyndar eytt athugasemdinni og sett hana inn á ný, svo að lyndistákn Alberts sést ekki lengur. Þá sést breytingasaga athugasemdarinnar ekki heldur. Skjáskot Samkvæmt heimildum Vísis er Róbert góður vinur fjölskyldu brotaþola í máli Alberts. Staðið til að ræða við Albert um árabil Þeir Birkir Karl og Leifur hafa sent Vísi yfirlýsingu vegna málsins. Þar kemur fram að þeim þyki leiðinlegt að Róbert, sem þeir hafi lengi hlakkað til að ræða við, sé svo misboðið að hann hætti við að mæta til þeirra. „Flestir sem hafa fylgst með hlaðvarpinu okkar síðustu fimm árin vita að viðtöl við okkar fremsta knattspyrnufólk hefur verið stór þáttur af dagskrárgerðinni. Við höfum verið afar lánsamir að fá að heimsækja fjölmargar íslenskar stjörnur undanfarin ár. Það má segja að það hafi staðið til árum saman að setjast niður með Alberti og ræða feril hans og stöðu. Við töldum það þó ekki við hæfi á meðan þetta erfiða mál fór sína leið í gegnum réttarkerfið. Málinu er hins vegar lokið og í takt við okkar stefnu í dagskrárgerð tókum við viðtal við einn okkar fremsta knattspyrnumann og lífi hans sem stórstjarna í einni stærstu knattspyrnudeild heims.“ Í slíku viðtali hefði beinlínis verið einkennilegt að spyrja ekki hvaða áhrif þetta mál hefur haft á knattspyrnuferil Alberts og hann hafi svarað því með sínum hætti. „Við höfum fullan skilning á því að þetta er sorglegt og viðkvæmt mál sem bjó til sár sem munu eflaust seint gróa og tilfinningarnar eru sterkar. Við reyndum hins vegar að nálgast það af nærgætni og virðingu.“
Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Ítalía Hlaðvörp Samfélagsmiðlar Alvotech Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira