Reitir fasteignafélag

Fréttamynd

Nýtur stuðnings stóru sjóðanna en ó­víst með af­stöðu Brim­garða

Hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum sem hófust fyrr í vikunni tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut, en með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess.

Innherji
Fréttamynd

Stjörnu­torg verður að Kúmen

Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brimgarðar bæta við sig í Reitum og fara með tæplega 5 prósenta hlut

Fjárfestingafélagið Brimgarðar, sem er á meðal stærstu hluthafa í öllum skráðu fasteignafélögunum, bætti enn við eignarhluti sína í liðnum mánuði og fer núna með tæplega fimm prósenta hlut í Reitum. Hlutabréfaverð Reita, stærsta fasteignafélags landsins, hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og frá áramótum hefur það hækkað um rúmlega 23 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Reitir greina hótelmarkaðinn áður en samstarfið við Hyatt verður tekið lengra

Fasteignafélagið Reitir bíður eftir ýtarlegri skýrslu um stöðu íslenska hótelmarkaðarins áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í þróun á gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Enn er í gildi samkomulag við alþjóðlegu hótelkeðjuna Hyatt Hotels Corporations um opnun á hóteli undir merki keðjunnar. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Reita í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Reitir kaupa fjórar verslunareignir af Festi

Fasteignafélögin Reitir og Festi hafa komist að samkomulagi um kaup Reita á fjórum fasteignum sem hýsa meðal annars verslanir Krónunnar. Kaupverðið er rúmir fjórir milljarðar króna og að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé.

Viðskipti innlent