
Reitir fasteignafélag

Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum
Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi.

Matsbreyting eigna Regins fimmfalt hærri en Reita á þriðja ársfjórðungi
Matsbreytingar fjárfestingaeigna fasteignafélaganna Regins og Reita voru mjög mismunandi á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir að efnahagsreikningur félaganna sé sambærilegur að stærð og samsetningu. Reginn færði mat á eignum sínum upp fimmfalt meira en Reitir.

Stjörnutorg verður að Kúmen
Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott.

Brimgarðar bæta við sig í Reitum og fara með tæplega 5 prósenta hlut
Fjárfestingafélagið Brimgarðar, sem er á meðal stærstu hluthafa í öllum skráðu fasteignafélögunum, bætti enn við eignarhluti sína í liðnum mánuði og fer núna með tæplega fimm prósenta hlut í Reitum. Hlutabréfaverð Reita, stærsta fasteignafélags landsins, hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og frá áramótum hefur það hækkað um rúmlega 23 prósent.

Aðfangaverð flækist fyrir uppbyggingu húsnæðis, stálvirki upp um 65 prósent
Miklar hækkanir á aðfangaverði munu hækka byggingarkostnað almennt, þar með talið á íbúðahúsnæði, og líklega leiða af sér tafir í uppbyggingu. Jafnframt gætu þær fælt verktaka frá þátttöku í útboðum. Þetta segir Þorvaldur H. Gissurarson, eigandi og forstjóri ÞG Verks.

Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum
Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita.

Reitir greina hótelmarkaðinn áður en samstarfið við Hyatt verður tekið lengra
Fasteignafélagið Reitir bíður eftir ýtarlegri skýrslu um stöðu íslenska hótelmarkaðarins áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í þróun á gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Enn er í gildi samkomulag við alþjóðlegu hótelkeðjuna Hyatt Hotels Corporations um opnun á hóteli undir merki keðjunnar. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Reita í morgun.

Ójafnvægið í þróun byggingarvísitölu og fasteignaverðs ekki verið meira frá bankahruni
Ójafnvægið í þróun annars vegar byggingarvísitölu og hins vegar þróun fasteignaverðs hefur ekki verið meira en nú á tímum kórónuveirufaraldursins frá því rétt fyrir fall bankanna árið 2008. Frá aldamótum nemur hækkun fasteignaverðs umfram byggingarkostnað nálægt áttatíu prósentum.

Orkureiturinn seldur fyrir tæpa fjóra milljarða og uppbygging framundan
Reitir hafa náð samkomulagi við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu Orkureitsins svokallaða fyrir 3.830 milljónir króna. Mikil uppbygging er framundan á reitnum ef marka má teikningar af framtíðarútliti reitsins.

Reitir kaupa fjórar verslunareignir af Festi
Fasteignafélögin Reitir og Festi hafa komist að samkomulagi um kaup Reita á fjórum fasteignum sem hýsa meðal annars verslanir Krónunnar. Kaupverðið er rúmir fjórir milljarðar króna og að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé.

Stækka gamla sjónvarpshúsið og breyta í Hyatt hótel
Hyatt og Reitir gera samkomulag um opnun fyrsta Hyatt hótelsins á Norðurlöndum

Telja ríkið fengið viðunandi verð við söluna á hlut í Reitum
Sérfræðingar telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð þegar það seldi eignarhlut í Reitum á 3,9 milljarða króna. Verðið er 5,6 prósentum lægra en gengi hlutabréfa var í maí. Frekari eignasala ríkisins er framundan.

Ríkissjóður selur hlut sinn í Reitum fasteignafélagi
Um er að ræða 6,3% eignarhlut í Reitum og fer Lindarhvoll ehf. með söluna fyrir hönd Ríkissjóðs.