Harpa

Fréttamynd

Makríll, kvígukjöt og sauða­kjöt í Hörpu um helgina

Um fjörutíu smáframleiðendur af öllu landinu munu standa vaktina í Hörpu um helgina til að kynna sína vörur og leyfa fólki að smakka. Dæmi um vörur er makríll, kvígukjöt, geitaafurðir, sauðakjöt og ærkjöt svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Árs­fundur Lands­virkjunar

Á sextíu ára afmælisári orkufyrirtækis þjóðarinnar fjallar ársfundur fyrirtækisins um reynslu sem það hefur öðlast í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum en jafnframt um framtíðarsýn þess og mat á því hvað gera þarf til að tryggja orkuskipti og áframhaldandi velsæld í orkumálum. Ársfundur Landsvirkjunar 2025 verður haldinn í Hörpu þriðjudaginn 4. mars klukkan 14 til 15:30 og má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukatónleikar Bryan Adams

Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sena ákveðið að halda aukatónleika með Bryan Adams í Eldborg, Hörpu. Aukatónleikarnir fara fram daginn eftir hina tónleika, þriðjudaginn 22. apríl.

Lífið
Fréttamynd

Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni

Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bryan Adams seldi upp á hálf­tíma

Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Vatnslögn rofnaði við Hörpu

Kaldavatnslögn fór í sundur við austurgafl tónleikahússins Hörpu í Reykjavík síðdegis. Framkvæmdastjóri segir tjónið óverulegt.

Innlent
Fréttamynd

Bryan Adams til Ís­lands

Kanadíski tónlistarmaðurinn Bryan Adams er á leiðinni til Íslands og heldur Bare Bones tónleikana sína í Eldborg Hörpu 21. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Adams endurnýjar kynni sín við Ísland en hann hefur áður komið fram hér á landi. Nú kemur hann fram ásamt píanóleikara.

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: UT­messan

Ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu fer fram milli klukkan 10 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með útsendingu í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleetwood Mac: Þegar eftir­líkingin verður betri en raun­veru­leikinn

Það var mánudagskvöld í Reykjavík, dagurinn sem flestir telja leiðinlegasta dag vikunnar – en ekki þetta kvöld. Í Hörpu beið tónlistarveisla sem átti eftir að sanna að mánudagar geta verið töfrandi. Rumours of Fleetwood Mac, frægasti Fleetwood Mac-eftirlíkingarhópur í heimi, var mættur á svið Eldborgar, og væntingarnar voru stórar. Ég meina, ef Mick Fleetwood sjálfur hefur gefið þeim blessun sína, þá hlýtur þetta að vera eitthvað.

Gagnrýni
Fréttamynd

Vínartónleika skorti létt­leika: Dansararnir stálu senunni

Vínartónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð upp á í Hörpu síðastliðinn laugardag höfðu alla burði til að verða eftirminnilegir. Fjölbreytt efnisskrá, glæsilegir einsöngvarar, fimir dansarar og efnisskrá í léttum dúr lofaði svo sannarlega góðu. Það kom því nokkuð á óvart hversu stemningin var stundum vandræðaleg í Eldborgarsalnum þetta kvöld. Óperettur kalla iðulega á leikgleði, gáska og yndisþokka, en hér var maður sjaldnast heillaður upp úr skónum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Nýárs­swing með hand­bremsu

Stórsveit Reykjavíkur fagnaði nýju ári í Eldborg með dagskrá helgaðri gullöld sveiflunnar – dýrðardögum djassins á árunum 1930 til 1950. Öllu var tjaldað til; eggjandi blásarar og hraustleg rytmasveit komu áheyrendum nánast til að dansa. Að vísu ekki alltaf. Einsöngurinn var nefnilega það sem stóð upp úr – bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt, eins undarlega og það kann að hljóma.

Gagnrýni
Fréttamynd

Brostnar væntingar á Frostrósum

Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Bríet olli von­brigðum

Söngkonan Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hún hefur flotta rödd, sem er bæði tær og hljómmikil. Hún söng líka allt af tilfinningu og lagði auðheyrilega sál sína í flutninginn.

Gagnrýni
Fréttamynd

Bein út­sending: Fundur fólksins í Hörpu

Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla, verður haldin í Hörpu milli klukkan 14 og 18 í dag. Leiðarljós Fundar fólksins er að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með samtali milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára af­mæli

Einu sinni var glæpamaður. Hann réðst á afgreiðslumann í smábúð í Bandaríkjunum þegar enginn annar var þar og heimtaði peningana í kassanum. Hann varð hins vegar fyrir vonbrigðum, því seðlarnir voru ekki margir. Þá læsti hann afgreiðslumanninn í bakherbergi, og batt hann og keflaði. Svo afgreiddi hann sjálfur til að fá meira í kassann, allt þar til lögreglan yfirbugaði hann nokkrum klukkutímum síðar.

Gagnrýni