
Leikskólar

Vilja að foreldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin
Leikskólamál hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, sem fara fram eftir rúma viku. Flestir flokkar í Reykjavík hafa til að mynda lagt áherslu á það að hægt verði að bjóða tólf mánaða gömlum börnum leikskólapláss, sem fæst sveitarfélög á landinu gera í dag.

Börn að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau komast á leikskóla
Fæst sveitarfélög landsins tryggja börnum leikskólapláss þegar þau ná tólf mánaða aldri þegar hefðbundnu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla.

Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál
Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum.

Lengi býr að fyrstu gerð
Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla.

Gjaldfrjálsir leikskólar – aukinn jöfnuður
Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar.

Falslausnir fyrir tannhjól atvinnulífsins sem bitna á börnunum okkar
Ég man þegar ég í örvæntingu minni reyndi að tefja það að frumburðurinn okkar færi á leikskóla og var svo heppin að hafa mömmu mína okkur til aðstoðar, en hún passaði barnið okkar á meðan faðirinn vann 100% starf og ég 50% starf.

Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum
Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum.

Ungbarnastyrkur brúar bilið
Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi.

Leikskólabörn á færibandinu
Úr barnastefnu Pírata: „Mikilvægt er að nám sé markvisst, faglegt og fjölbreytt, og veiti undirbúning í að meta upplýsingar, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á sjálfum sér.“

Leysum leikskólavandann og eflum skólana
Það er löngu orðið tímabært að færa grunnskólann niður um einn árgang þannig að börn hér á landi hefji grunnskólanám fimm ára og ljúki því fimmtán ára. Fyrir þessu má færa veigamikil rök, ekki síst á sviði uppeldis- og kennslufræði.

Gerum rétt í Reykjavík og frelsum menntun barna frá greiðsluseðlunum
Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum.

Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið
Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins.

Hvers virði er velferð barna?
Það fór vart fram hjá íbúum Ölfus að árið 2020 var leikskólinn okkar, Bergheimar, einkavæddur. Áður hafði Ölfus rekið leikskólann en örfáum dögum fyrir sumarfrí sumarið 2020 fengu foreldrar fyrirvaralausan tölvupóst þess efnis að nú tæki Hjallastefnan við rekstri leikskólans.

Foreldrar hafðir að fíflum
Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar.

Fjárfestum í leikskólum
Það er löngu orðið tímabært að taka á leikskólamálum í Hafnarfirði og við í Samfylkingunni erum svo sannarlega tilbúin í þá vegferð. Fjárfesting í leikskólanum skilar sér margfalt til baka til samfélagsins og við eigum að leita allra leiða til að efla og styðja við starfið.

Borgarstjóri hafi tapað trúverðugleika í leikskólamálum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir barnafjölskyldum vera sýnd fullkomin óvirðing af yfirvöldum í borginni, með því að bjóða börnum pláss á leikskólum sem ekki eru til.

Frítt fyrir fimm ára í leikskóla
Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel.

Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði með nýja nálgun í dagvistun
Næsta haust mun leikskólaplássum í Hafnarfirði fjölga umtalsvert með færanlegum kennslustofum og byggingu leikskóla í nýjasta hverfi okkar, Hamranesi.

Hlutverk leikskólans er að tryggja börnum gæðamenntun
Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn.

Velferð barnanna í fyrsta sæti
Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar og þá verða loforð um aukna þjónustu leikskóla ansi hávær. Við heyrum falleg fyrirheit um að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði sannarlega tryggð leikskóladvöl. Þetta hljómar vissulega vel og það er akkúrat tilgangurinn, þau eiga að laða að.

„Þetta er bara ónýt hugmynd“
Fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafinn Ólafur Grétar Gunnarsson, gestur í hlaðvarpinu Kviknar hjá Andreu Eyland, ræðir skólakerfið og samfélagið sem foreldrar búa við á Íslandi. Kviknar samfélagið gefur sig út fyrir að vera rödd foreldra í barneignarferli.

Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara
Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar.

Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla
Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi.

Sóðalegir graffarar spreyjuðu „dick“ á brunabíl barnanna
Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini vestur í bæ segir aðkomuna í morgun, þegar starfsfólk og börn mættu í leikskólann sinn, hafa verið ömurlega. En þá höfðu einhverjir sóðalegir og óprúttnir aðilar tekið sig til og spreyjað á húsakynni og dót leiksskólabarnanna; hús og leikföng voru útötuð í fjólubláu spreyi.

Betur má ef duga skal – Um nám barna með annað upprunamál en íslensku
Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn.

Fær 1,3 milljónir í bætur vegna uppsagnar eftir tilkynningu um óléttu
Leikskóla í Reykjavík hefur verið gert að greiða leikskólakennara, sem var rekinn átján dögum eftir að hann hóf störf á skólanum, tæpar 1,3 milljónir króna í bætur vegna uppsagnarinnar.

Systur eiga að njóta þess að vera á sama leikskóla!
Dagurinn í dag, 15. mars, er mikilvægur fyrir marga foreldra. Í dag hefst árleg úthlutun lausra plássa fyrir haustið hjá leikskólum Reykjavíkur.

Hringrásarhagkerfi kosningaloforða
Árið 2018 lofaði Samfylkingin því fyrir sveitastjórnarkosningar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Bjóða átti öllum börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða leikskólapláss.

Fyrsta verk eftir farsælan getnað
Um daginn sat ég með vinkonuhópnum þegar ein tilkynnti okkur að hennar fyrsta barn væri á leiðinni. Eftir hamingjuóskirnar spyr sú ábyrgasta í hópnum „ertu ekki annars pottþétt byrjuð að skoða leikskóla?“.

Þú nærð mér ekki aftur, Dagur
Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili.