Þýski boltinn

Fréttamynd

Ballack fékk sekt fyrir að syngja níðsöng um Kölnarliðið

Þýska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að sekta Michael Ballack, fyrrum leikmann Chelsea og núverandi leikmann Bayer Leverkusen, fyrir að taka undir í níðsöng um stuðningsmenn Köln. Ballack söng þarna með stuðningsmönnum Leverkusen eftir leik liðsins á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul ætlar að vera áfram hjá Schalke

Spánverjinn Raul ætlar að halda tryggð við Schalke og vera áfram hjá tímabilinu á næsta ári þrátt fyrir að knattspyrnustjóri liðsins, Felix Magath, hafi verið rekinn á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Butt hættir í sumar

Markvörðurinn Hans-Jörg Butt hefur ákveðið að hann muni leggja hanskana á hilluna þegar að tímabilinu lýkur í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern hefur áhuga á Neuer

Uli Hoeneß, forseti Bayern München, hefur staðfest að félagið sé nú að leita að markverði og að Manuel Neuer hjá Schalke sé einn þeirra sem komi til greina.

Fótbolti
Fréttamynd

Lahm: Van Gaal varð að hætta

Philipp Lahm, leikmaður Bayern München, segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá forráðamönnum liðsins að slíta samstarfinu við Louis van Gaal knattspyrnustjóra.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Nistelrooy vill komast aftur í enska boltann

Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United og núverandi leikmaður þýska liðsins Hamburger SV, segir að það komi vel til greina að fara aftur til Englands í sumar. Van Nistelrooy er orðinn 34 ára gamall en hann er með lausan samning eftir þetta tímabil.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mertesacker spenntur fyrir því að spila í enska boltanum

Þýski landsliðsmiðvörðurinn Per Mertesacker hefur mikinn áhuga á því að fá að reyna sig í enska úrvalsdeildinni en þessi 26 ára gamli leikmaður spilar með Werder Bremen. Hann verður í byrjunarliði Þýskalands á móti Kasakstan í undankeppni EM í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eyjólfur ekki áfram hjá Wolfsburg

Eyjólfur Sverrisson mun ekki halda áfram sem aðstoðarþjálfari hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Wolfsburg en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamli þjálfari Gylfa Þór tekur við liði Schalke

Ralf Rangnick, fyrrum þjálfari Gylfa Þór Sigurðssonar hjá Hoffenheim, hefur verið ráðinn þjálfari Schalke 04 daginn eftir að félagið rak Felix Magath. Schalke verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun en liðið er bara í 10. sæti í þýsku úrvalsdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Magath rekinn frá Schalke

Felix Magath, stjóri Schalke í Þýskalandi, hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu þrátt fyrir að hann hafi komið liðinu í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tzavellas setti þýskt met og skoraði af 73 metra færi

Gríski leikmaðurinn Georgios Tzavellas hjá Frankfurt átti tilþrif helgarinnar í þýska fótboltanum en hann skoraði af 73 metra færi gegn Schalke. Það dugði ekki til þar sem að Schalke hafði betur 2-1 en markið hjá Tzavellas var frekar skrautlegt eins og sjá má í myndbandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Veh rekinn frá Hamburg

Þýska knattspyrnuliðið Hamburg lét í dag þjálfarann Armin Veh taka pokann sinn eftir 6-0 tap gegn Bayern Munich í gær. Aðstoðarþjálfarinn Michael Oenning mun stýra liðinu út leiktíðina.

Fótbolti
Fréttamynd

Rehhagel orðaður við Schalke

Þrátt fyrir að Schalke sé komið í fjóðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu eru forráðamenn liðsins sagðir þreyttir á slæmu gengi liðsins í deildinni heima og íhuga að segja stjóranum Felix Magath upp störfum.

Fótbolti
Fréttamynd

Verður van Gaal rekinn frá Bayern?

Sögusagnir eru um að Hollendingurinn Louis van Gaal verði rekinn frá Bayern Munich á næstu dögum. Bayern tapaði fyrir Hannover, 3-1, í gær og á að hættu að ná ekki í sæti í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ballack neitaði að sitja á bekknum

Þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack neitaði að sitja á bekknum hjá Bayern Leverkusen í leiknum gegn Wolfsburg í gær og æfði þess í stað einn á meðan leiknum stóð.

Fótbolti