Þýski boltinn

Fréttamynd

Gomez vill ekki fara frá Bayern

Þó svo þýski landsliðsmaðurinn Mario Gomez hafi misst sæti sitt í byrjunarliði Bayern München segist hann ekki vera að hugsa um að fara í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Höness: Van Gaal heldur að hann sé pabbi guðs

Uli Höness, forseti þýska félagsins Bayern München, hikaði ekki við að láta Louis van Gaal, fyrrum þjálfara liðsins, heyra það í viðtali við hollenska blaðið De Telegraaf. Það var svar Höness við því að Van Gaal montaði sig af því á dögunum að hann hefði lagt grunninn að góðu liði Bayern í dag með starfi sínu frá 2009 til 2011.

Fótbolti
Fréttamynd

Eigendur Man. Utd elska ekki félagið

Hinn málglaði forseti Bayern München, Uli Höness, sendir eigendum knattspyrnuliða sem tengjast félögum sínum engum böndum tóninn í dag. Honum er illa við eigendur sem hugsa bara um peninga.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery: Við viljum vinna þrennuna

Gengi Bayern München hefur verið frábært í vetur. Liðið er að rúlla upp þýsku deildinni, er komið í undanúrslit bikarkeppninnar og er með annan fótinn í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben tryggði Bayern sæti í undanúrslitunum

Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í þýska bikarnum í kvöld þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Borussia Dortmund í uppgjöri tveggja efstu liða þýsku deildarinnar í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund færir Bayern titilinn á silfurfati

Dortmund missteig sig enn á ný í þýsku deildinni er liðið gerði 1-1 jafntefli við Gladbach á útivelli. Mario Götze kom Dormund yfir úr víti á 31. mínútu en Amin Younes jafnaði leikinn fyrir Gladbach á 61. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Marco Reus gerði þrennu í sigri Dortmund

Sjö leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og þar ber helst að nefna góður sigur Dortmund á Eintracht Frankfurt 3-0 en Marco Reus gerði öll mörkin fyrir heimamenn í leiknum.

Innlent
Fréttamynd

Alfreð er nú í 26. sæti í baráttunni um gullskó Evrópu

Íslendingar eiga ennþá leikmann inn á topp 30 listanum yfir mestu markakónga Evrópu en Alfreð Finnbogason skoraði eitt mark um helgina og er í 26. sæti í baráttunni um Gullskó Evrópu. Lionel Messi er langefstur á listanum með 22 stigum meira en næsti maður sem er Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Klopp: Ég vil verða nýi Mourinho í augum Guardiola

Jürgen Klopp, hinn litríki og sigursæli þjálfari Borussia Dortmund, bíður spenntur eftir því að hefja baráttu sína við lið Bayern München undir stjórn Pep Guardiola. Spænski þjálfarinn tekur við liði Bayern í sumar eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid og Barcelona tekjuhæstu félög heims

Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola var ekki á eftir peningunum

Spánverjinn Pep Guardiola er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við þýska félagið Bayern München eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Stjórnarformaður félagsins segir að Guardiola hafi ekki valið Bayern út af peningunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola tekur við liði Bayern München í júlí

Pep Guardiola, fyrrum þjálfari spænska liðsins Barcelona, mun taka við stjórninni hjá þýska liðinu Bayern Munchen í júlí en hann hefur gert þriggja ára samning við félagið. Þýska félagið tilkynnti þetta í dag.

Fótbolti