Ítalski boltinn

Fréttamynd

Albert og fé­lagar halda í við topp­liðin

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í 2-1 útisigri á Cosenza í Serie B, næstefstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn lyftir Genoa upp í fimmta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Ternana.

Fótbolti
Fréttamynd

Norðanvindurinn í Genóa og stór heimsmeistari í lítilli tjörn

Ég man þá tíð þegar maður spilaði fótbolta sem barn, áhyggjulaus á túninu með félögunum. Reglan var þannig að ef annað liðið var að vinna stórt, þurfti einn leikmaður úr liðinu sem var að vinna yfir í liðið sem var að tapa. Skrefin voru þung þar sem maður þrammaði yfir á hinn vallarhelminginn þar sem maður þurfti að reyna að byggja upp sjálfstraust nýju liðsfélaganna sem maður var nýbúinn að niðurlægja.

Fótbolti
Fréttamynd

Dzeko tryggði Inter sigur á Sassuolo

Edin Dzeko skoraði bæði mörk Inter í 1-2 útisigri á Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Inter er því aftur komið á sigurbraut tap í síðustu tveimur leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Alberti og félögum mistókst að tylla sér á toppinn

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Cagliari í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigur hefði lyft liðinu í það minnsta tímabundið í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kven­kyns dómari, Juventus rankar við sér og Zlatan í ráð­herra­stól?

Blað var brotið í knattspyrnusögu Ítalíu um helgina þegar Maria Sole Ferrieri Caputi dæmdi leik Sassuolo og Salernitana. Maria Sole var þar með fyrsta konan í 124 ára sögu knattspyrnunnar í landinu til að dæma leik í efstu deild karla. Frammistaða hennar var til fyrirmyndar rétt eins og frammistaða heimamanna í Sassuolo sem völtuðu yfir Salernitana 5-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Starfið undir í stórleiknum í kvöld?

Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ást­ríkur, Stein­ríkur og Zlatan I­bra­himo­vić

Fertugi framherjinn Zlatan Ibrahimović stefnir á endurkomu með AC Milan í vetur þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hrjá hann um þessar mundir. Þá má sjá hann á hvíta skjánum á næsta ári þar sem hann mun leika í nýjustu myndinni um Ástrík og Steinrík.

Fótbolti
Fréttamynd

Anna Björk á toppnum á Ítalíu

Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Inter Milan, var í byrjunarliði liðsins og lék allan leikinn í miðri vörninni í 0-2 útisigri Inter gegn Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðný hélt hreinu gegn Parma

Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði AC Milan og lék allan leikinn í 0-4 útisigri liðsins á Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alexandra Jóhannesdóttir lék einnig í deildinni með Fiorentina en Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Fótbolti