Sergej Milinkovic-Savic hefur verið í hópi bestu leikmanni ítölsku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Á síðasta tímabili átti hann stóran þátt í því að Lazio endaði í 2. sæti ítölsku deildarinnar.
Milinkovic-Savic hefur leikið með Lazio frá 2015, alls 341 leik og skorað 69 mörk. En nú gæti dvöl hans í ítölsku höfuðborginni verið á enda.
Al-Hilal í Sádi-Arabíu vill fá Milinkovic-Savic og er tilbúið að borga rúmlega 34 milljónir punda fyrir hann. Ef af félagaskiptunum verður fær Serbinn sautján milljónir punda í árslaun hjá Al-Hilal.
Ekki er langt síðan Al Nassr keypti Marcelo Brozovic frá Inter og nú gæti annar af bestu miðjumönnum ítölsku úrvalsdeildarinnar verið á leið til Sádi-Arabíu.