Ítalski boltinn Roma tapaði stigum Roma tapaði dýrmætum stigum í titilbaráttunni á Ítalíu í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við AC Milan. Rómverjar náðu forystu í leiknum með marki Philippe Mexes á fjórðu mínútu, en mjög vafasamt mark Alberto Gilardino jafnaði fyrir Milan. Markið kom í kjölfar umdeildrar aukaspyrnu sem dæmd var á Rómverja, sem eru nú 17 stigum á eftir Inter sem á leik til góða. Fótbolti 31.3.2007 21:12 Inzaghi vill ljúka ferlinum í Mílanó Framherjinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan segist vilja ljúka ferlinum hjá félaginu þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í vetur. Ítalskir fjölmiðlar hafa spáð því að hann væri á förum frá Milan, en sjálfur segist hann ekki geta hugsað sér það. Fótbolti 29.3.2007 16:45 Vieri við það að snúa aftur á völlinn Ítalski sóknarmaðurinn Chrstian Vieri er á góðum batavegi eftir að hafa verið frá keppni og æfingum síðasta árið vegna meiðsla og er jafnvel talið að hann muni spila sinn fyrsta leik um helgina frá því í mars á síðasta ári. Vieri er byrjaður að æfa af fullum krafti og er í skýjunum með að geta loksins byrjað að spila á ný. Fótbolti 24.3.2007 19:29 Ronaldo: Capello er djöfullinn Framherjinn Ronaldo hjá AC Milan segir að fyrrum þjálfari hans Fabio Capello hjá Real Madrid eigi ekki skilið að vinna Spánarmeistaratitilinn. Hann gekk svo langt að kalla vist sína hjá Real "helvíti" og kallaði Capello sjálfan djöfulinn. "Ég vona að liðinu gangi vel vegna félaga minna þar - en Capello á ekki skilið að vinna neitt," sagði Brasilíumaðurinn í samtali við spænska sjónvarpsstöð. Fótbolti 20.3.2007 14:56 Adriano lenti í slagsmálum Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan lenti í slagsmálum á næturklúbbi á Ítalíu á sunnudagskvöldið. Andstæðingurinn var engin smásmíði, en það var bandaríski körfuboltamaðurinn Rolando Howell hjá Varese sem er vel yfir tveir metrar á hæð. Slagsmálin áttu sér stað á og fyrir utan næturklúbbinn Hollywood. Landi Adriano, Ronaldo hjá AC Milan, náði að stöðva slagsmálin og róa félaga sinn niður. Fótbolti 20.3.2007 14:18 Zlatan með tvö í sigri Inter Inter Milan lagði botnlið Ascoli 2-1 með tveimur mörkum frá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í dag og er liðið nú komið með 18 stiga forskot á toppi deildarinnar eftir að Roma náði aðeins markalausu jafntefli gegn Fiorentina. Palermo er í þriðja sæti eftir 1-1 jafntefli við Sampdoria í gær. Lazio getur komist í þriðja sæti með sigri á Palermo í kvöld en Milan er í fimmta sætinu eftir sigur á Atalanta. Fótbolti 18.3.2007 18:18 Inter ætlar að gera risatilboð í Terry Breska blaðið Mail on Sunday fullyrðir að ítalska félagið Inter Milan ætli að gera Chelsea 20 milljón punda tilboð í varnarmanninn og fyrirliðann John Terry í sumar. Talsmaður ítalska liðsins staðfesti áhuga félagsins á Terry í dag og segir liðið fylgjast spennt með varnarjaxlinum. Fótbolti 18.3.2007 15:53 Systir Ricardo Oliveira fundin heil á húfi Fimm mánaða langri martröð knattspyrnumannsins Ricardo Oliveira hjá AC Milan er nú lokið. Systur hans Mariu var rænt í Brasilíu í október en á heimasíðu Milan í dag var tilkynnt að hún væri komin til síns heima á ný eftir þessa óskemmtilegu lífsreynslu. Maria er sögð heil á húfi. Fótbolti 13.3.2007 16:58 Inter lagði AC Milan í uppgjöri erkifjendanna Topplið Inter á Ítalíu sigraði AC Milan, 2-1, í uppgjöri nágrannana og erkifjendanna í Mílanó-borg í dag. Inter lenti reyndar undir í fyrri hálfleik eftir að fyrrum leikmaður þess, Brasilíumaðurinn Ronaldo, hafði skorað. En tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Inter sigurinn og hefur liðið nú 19 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fótbolti 11.3.2007 19:00 Ronaldo ætlar að sitja fyrir nakinn Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan og fyrrum leikmaður Real Madrid, segir að leikmenn spænska liðsins vantreysti þjálfara sínum Fabio Capello. Ronaldo gagnrýnir vinnuaðferðir Ítalans harðlega, en þeir tveir áttu sem kunnugt er litla samleið hjá Real fyrr í vetur. Hann segist líka vera orðinn hundleiður á því að fólk kalli hann feitan. Fótbolti 8.3.2007 18:01 Berlusconi hefur áhuga á Ronaldinho Silvio Berlusconi, forseti AC Milan á Ítalíu, segist hafa fullan áhuga á að kaupa Brasilíumanninn Ronaldinho frá Barcelona. Þetta gengur þvert á nýlega yfirlýsingu varaforsetans Adriano Galliani, sem sagði félagið ekki hafa efni á honum. Fótbolti 4.3.2007 14:47 Inter aftur á sigurbraut Meistarar Inter Milan eru komnir aftur á sigurbraut í ítölsku A-deildinni eftir jafntefli í síðasta leik, en liðið lagði Livorno 2-1 á útivelli í dag eftir að lenda marki undir. Cristiano Lucarelli kom Livorno yfir með marki úr aukaspyrnu en Julio Cruz og Zlatan Ibrahimovic tryggðu Inter sigur. Á sama tíma gerði Roma 1-1 jafntefli við Ascoli og Inter hefur því 16 stiga forystu á toppnum. Fótbolti 3.3.2007 17:33 Ótrúleg sigurganga Inter stöðvuð Udinese náði í kvöld að stöðva 17 leikja sigurgöngu Inter Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu þegar liðin skildu jöfn 1-1 í Mílanó. Chris Obodo kom gestunum yfir 1-0 með frábæru marki, en varamaðurinn Hernan Crespo jafnaði fyrir heimamenn. Inter er þrátt fyrir þetta með örugga forystu í A-deildinni og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið verði meistari í vor. Fótbolti 28.2.2007 21:58 Þriggja mánaða bann fyrir steranotkun Framherjinn Marco Borriello hjá AC Milan hefur verið dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann af aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í nóvember. Ólöglegir sterar fundust við lyfjaprófið og því má leikmaðurinn ekki spila á ný fyrr en þann 21. mars, en hann hefur þegar setið af sér hluta bannsins. Fótbolti 28.2.2007 17:40 Nesta vill klára ferilinn hjá Milan Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Nesta segist vilja ljúka ferli sínum hjá AC Milan og neitar því alfarið að vera á förum frá félaginu. Nesta hefur verið orðaður við sitt gamla félag Lazio undanfarið, en er nú aðeins um þrjár vikur frá því að snúa aftur til keppni eftir að axlarmeiðsli héldu honum frá keppni síðan í nóvember. Fótbolti 27.2.2007 18:39 Totti heldur áfram að klúðra vítaspyrnum Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, mun halda áfram að taka vítaspyrnur liðsins þrátt fyrir að hafa klúðrað sinni sjöttu vítaspyrnu á leiktíðinni gegn Reggina um helgina. Á sama tíma hefur Totti aðeins skorað úr fjórum vítaspyrnum. Eins ótrúlegt og það hljómar þá ætlar þjálfari liðsins ekki að breyta um vítaskyttu. Fótbolti 26.2.2007 12:36 Inter heldur sigurgöngunni áfram Inter Milan burstaði Catina á útivelli í ítölsku A-deildinni í dag, 5-2, og vann sinn 17. sigur í röð í deildinni. Fjögur markanna komu í síðari hálfleik. Inter heldur 14 stiga forystu í deildinni en Roma er áfram í öðru sæti eftir 3-0 sigur á Reggina. Enski boltinn 25.2.2007 16:38 Tekur Eriksson við af Mancini Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, muni líklega taki við stjórastöðunni hjá Inter Milan eftir núverandi tímabil, af Roberto Mancini. Forseti Inter, Massimo Moratti, er ósáttur með að Mancini skuli ekki hafa skrifað undir nýjan samning við félagið. Fótbolti 24.2.2007 18:03 Materazzi óánægður með Capello Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi hjá Inter Milan hefur gagnrýnt landa sinn Fabio Capello harðlega fyrir nýleg ummæli sín um ítalska knattspyrnu. Capello, sem nú stjórnar Real Madrid á Spáni, segir enga raunverulega samkeppni vera í ítölsku A-deildinni og því sé hún leiðinleg. Materazzi segir Capello vera að gera lítið úr sjálfum sér með ummælunum. Fótbolti 23.2.2007 16:20 Framherji á kókaíni Framherjinn Francesco Flachi hjá Sampdoria á Ítalíu féll á lyfjaprófi sem tekið var fyrir leik liðsins gegn Inter Milan í síðasta mánuði. Kókaín fannst í fyrsta sýni og ef sannað þykir að hann hafi neitt efnisins fer hann í lágmark hálfs árs bann. Bannið gæti þó verið lengra í þessu tilviki því stutt er síðan leikmaðurinn tók út tveggja mánaða bann fyrir spillingu í tengslum við ólögleg veðmál í ítalska boltanum. Fótbolti 21.2.2007 17:08 Del Piero markahæstur Alessandro del Piero var í skýjunum yfir þrennunni sem hann skoraði fyrir Juventus í 5-0 sigrinum á Crotone í dag. Þrennan gerir það að verkum að þessi skemmtilegi leikmaður er orðinn markahæstur í B-deildinni með 12 mörk. Fótbolti 17.2.2007 21:35 Framherjakrísa hjá AC Milan Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar lið hans mætir Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir liðið í 4-3 sigri á Siena, en er ekki leikfær með liðinu í Meistaradeildinni. Fótbolti 17.2.2007 21:13 Del Piero með þrennu í stórsigri Juventus Gamla brýnið Alessandro del Piero var í miklu stuði hjá Juventus í ítölsku B-deildinni í dag þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Crotone. Juventus er nú komið með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þó tekið sé mið af þeim níu stigum sem dregin voru af liðinu í upphafi leiktíðar vegna spillingarmálsins á Ítalíu. Fótbolti 17.2.2007 19:46 Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik sínum Inter vann í dag 16. sigurinn í röð í ítölsku A-deildinni þegar liðið lagði Cagliari 1-0. Grannar þeirra í AC Milan unnu 4-3 útisigur á Siena þar sem brasilíski framherjinn Ronaldo skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik í byrjunarliði liðsins. Inter hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og er komið með aðra hönd á meistaratitilinn. Fótbolti 17.2.2007 17:12 Materazzi: Við verðum meistarar Marco Materazzi, hinn umdeildi varnarmaður Inter Milan, er sannfærður um að lið sitt hampi meistaratitlinum þar í landi í ár. Hann segir að 2-3 sigrar í viðbót muni fara langt með að tryggja meistaratitilinn, en Inter hefur unnið 15 leiki í röð í deildinni til þessa. Fótbolti 16.2.2007 14:01 Ronaldo í byrjunarliðinu á morgun Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo verður að öllum líkindum í byrjunarliði AC Milan í fyrsta skipti þegar liðið tekur á móti Siena í ítölsku A-deildinni á morgun. Þjálfarinn Carlo Ancelotti segir að Ronaldo sé óðum að komast í gott form og sé í nægilega góðu ástandi til að vera í byrjunarliðinu. Fótbolti 16.2.2007 13:52 Nesta vill framlengja við Milan Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Nesta segist ólmur vilja framlengja samning sinn við AC Milan á Ítalíu, sem þó rennur ekki út fyrr en á næsta ári. Nesta hefur verið orðaður við önnur lið í Evrópu undanfarið. Fótbolti 15.2.2007 18:57 Gangið í lið með mér eða látið lífið Claudio Ranieri byrjaði ekki glæsilega í þjálfarastarfi sínu hjá ítalska liðinu Parma, því í dag var hann látinn biðjast afsökunar á harkalegum yfirlýsingum sínum á blaðamannafundinum þegar hann tók við liðinu. Fótbolti 14.2.2007 16:10 Catania fær þunga refsingu Ítalska liðið Catana þarf að spila síðustu heimaleiki sína í ár fyrir luktum dyrum á hlutlausum velli og þá hefur félagið verið sektað um rúmlega 33 þúsund evrur. Þetta var niðurstaða ítalska knattspyrnusambandsins í dag eftir að lögreglumaður lét lífið í óeirðum fyrir utan Massimo-völlinn í byrjun mánaðarins. Fótbolti 14.2.2007 15:51 Ranieri tekinn við Parma Claudio Ranieri var í dag skipaður þjálfari ítalska A-deildarliðsins Parma, en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Valencia fyrir tveimur árum. Ranieri stýrði áður liði Chelsea en tekur nú við starfi Stefano Pioli sem var rekinn frá Parma á dögunum. Liðið er í bullandi fallbaráttu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 sigra í 22 leikjum. Fótbolti 13.2.2007 15:01 « ‹ 185 186 187 188 189 190 191 192 193 … 200 ›
Roma tapaði stigum Roma tapaði dýrmætum stigum í titilbaráttunni á Ítalíu í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við AC Milan. Rómverjar náðu forystu í leiknum með marki Philippe Mexes á fjórðu mínútu, en mjög vafasamt mark Alberto Gilardino jafnaði fyrir Milan. Markið kom í kjölfar umdeildrar aukaspyrnu sem dæmd var á Rómverja, sem eru nú 17 stigum á eftir Inter sem á leik til góða. Fótbolti 31.3.2007 21:12
Inzaghi vill ljúka ferlinum í Mílanó Framherjinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan segist vilja ljúka ferlinum hjá félaginu þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í vetur. Ítalskir fjölmiðlar hafa spáð því að hann væri á förum frá Milan, en sjálfur segist hann ekki geta hugsað sér það. Fótbolti 29.3.2007 16:45
Vieri við það að snúa aftur á völlinn Ítalski sóknarmaðurinn Chrstian Vieri er á góðum batavegi eftir að hafa verið frá keppni og æfingum síðasta árið vegna meiðsla og er jafnvel talið að hann muni spila sinn fyrsta leik um helgina frá því í mars á síðasta ári. Vieri er byrjaður að æfa af fullum krafti og er í skýjunum með að geta loksins byrjað að spila á ný. Fótbolti 24.3.2007 19:29
Ronaldo: Capello er djöfullinn Framherjinn Ronaldo hjá AC Milan segir að fyrrum þjálfari hans Fabio Capello hjá Real Madrid eigi ekki skilið að vinna Spánarmeistaratitilinn. Hann gekk svo langt að kalla vist sína hjá Real "helvíti" og kallaði Capello sjálfan djöfulinn. "Ég vona að liðinu gangi vel vegna félaga minna þar - en Capello á ekki skilið að vinna neitt," sagði Brasilíumaðurinn í samtali við spænska sjónvarpsstöð. Fótbolti 20.3.2007 14:56
Adriano lenti í slagsmálum Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan lenti í slagsmálum á næturklúbbi á Ítalíu á sunnudagskvöldið. Andstæðingurinn var engin smásmíði, en það var bandaríski körfuboltamaðurinn Rolando Howell hjá Varese sem er vel yfir tveir metrar á hæð. Slagsmálin áttu sér stað á og fyrir utan næturklúbbinn Hollywood. Landi Adriano, Ronaldo hjá AC Milan, náði að stöðva slagsmálin og róa félaga sinn niður. Fótbolti 20.3.2007 14:18
Zlatan með tvö í sigri Inter Inter Milan lagði botnlið Ascoli 2-1 með tveimur mörkum frá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í dag og er liðið nú komið með 18 stiga forskot á toppi deildarinnar eftir að Roma náði aðeins markalausu jafntefli gegn Fiorentina. Palermo er í þriðja sæti eftir 1-1 jafntefli við Sampdoria í gær. Lazio getur komist í þriðja sæti með sigri á Palermo í kvöld en Milan er í fimmta sætinu eftir sigur á Atalanta. Fótbolti 18.3.2007 18:18
Inter ætlar að gera risatilboð í Terry Breska blaðið Mail on Sunday fullyrðir að ítalska félagið Inter Milan ætli að gera Chelsea 20 milljón punda tilboð í varnarmanninn og fyrirliðann John Terry í sumar. Talsmaður ítalska liðsins staðfesti áhuga félagsins á Terry í dag og segir liðið fylgjast spennt með varnarjaxlinum. Fótbolti 18.3.2007 15:53
Systir Ricardo Oliveira fundin heil á húfi Fimm mánaða langri martröð knattspyrnumannsins Ricardo Oliveira hjá AC Milan er nú lokið. Systur hans Mariu var rænt í Brasilíu í október en á heimasíðu Milan í dag var tilkynnt að hún væri komin til síns heima á ný eftir þessa óskemmtilegu lífsreynslu. Maria er sögð heil á húfi. Fótbolti 13.3.2007 16:58
Inter lagði AC Milan í uppgjöri erkifjendanna Topplið Inter á Ítalíu sigraði AC Milan, 2-1, í uppgjöri nágrannana og erkifjendanna í Mílanó-borg í dag. Inter lenti reyndar undir í fyrri hálfleik eftir að fyrrum leikmaður þess, Brasilíumaðurinn Ronaldo, hafði skorað. En tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Inter sigurinn og hefur liðið nú 19 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fótbolti 11.3.2007 19:00
Ronaldo ætlar að sitja fyrir nakinn Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan og fyrrum leikmaður Real Madrid, segir að leikmenn spænska liðsins vantreysti þjálfara sínum Fabio Capello. Ronaldo gagnrýnir vinnuaðferðir Ítalans harðlega, en þeir tveir áttu sem kunnugt er litla samleið hjá Real fyrr í vetur. Hann segist líka vera orðinn hundleiður á því að fólk kalli hann feitan. Fótbolti 8.3.2007 18:01
Berlusconi hefur áhuga á Ronaldinho Silvio Berlusconi, forseti AC Milan á Ítalíu, segist hafa fullan áhuga á að kaupa Brasilíumanninn Ronaldinho frá Barcelona. Þetta gengur þvert á nýlega yfirlýsingu varaforsetans Adriano Galliani, sem sagði félagið ekki hafa efni á honum. Fótbolti 4.3.2007 14:47
Inter aftur á sigurbraut Meistarar Inter Milan eru komnir aftur á sigurbraut í ítölsku A-deildinni eftir jafntefli í síðasta leik, en liðið lagði Livorno 2-1 á útivelli í dag eftir að lenda marki undir. Cristiano Lucarelli kom Livorno yfir með marki úr aukaspyrnu en Julio Cruz og Zlatan Ibrahimovic tryggðu Inter sigur. Á sama tíma gerði Roma 1-1 jafntefli við Ascoli og Inter hefur því 16 stiga forystu á toppnum. Fótbolti 3.3.2007 17:33
Ótrúleg sigurganga Inter stöðvuð Udinese náði í kvöld að stöðva 17 leikja sigurgöngu Inter Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu þegar liðin skildu jöfn 1-1 í Mílanó. Chris Obodo kom gestunum yfir 1-0 með frábæru marki, en varamaðurinn Hernan Crespo jafnaði fyrir heimamenn. Inter er þrátt fyrir þetta með örugga forystu í A-deildinni og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið verði meistari í vor. Fótbolti 28.2.2007 21:58
Þriggja mánaða bann fyrir steranotkun Framherjinn Marco Borriello hjá AC Milan hefur verið dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann af aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í nóvember. Ólöglegir sterar fundust við lyfjaprófið og því má leikmaðurinn ekki spila á ný fyrr en þann 21. mars, en hann hefur þegar setið af sér hluta bannsins. Fótbolti 28.2.2007 17:40
Nesta vill klára ferilinn hjá Milan Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Nesta segist vilja ljúka ferli sínum hjá AC Milan og neitar því alfarið að vera á förum frá félaginu. Nesta hefur verið orðaður við sitt gamla félag Lazio undanfarið, en er nú aðeins um þrjár vikur frá því að snúa aftur til keppni eftir að axlarmeiðsli héldu honum frá keppni síðan í nóvember. Fótbolti 27.2.2007 18:39
Totti heldur áfram að klúðra vítaspyrnum Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, mun halda áfram að taka vítaspyrnur liðsins þrátt fyrir að hafa klúðrað sinni sjöttu vítaspyrnu á leiktíðinni gegn Reggina um helgina. Á sama tíma hefur Totti aðeins skorað úr fjórum vítaspyrnum. Eins ótrúlegt og það hljómar þá ætlar þjálfari liðsins ekki að breyta um vítaskyttu. Fótbolti 26.2.2007 12:36
Inter heldur sigurgöngunni áfram Inter Milan burstaði Catina á útivelli í ítölsku A-deildinni í dag, 5-2, og vann sinn 17. sigur í röð í deildinni. Fjögur markanna komu í síðari hálfleik. Inter heldur 14 stiga forystu í deildinni en Roma er áfram í öðru sæti eftir 3-0 sigur á Reggina. Enski boltinn 25.2.2007 16:38
Tekur Eriksson við af Mancini Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, muni líklega taki við stjórastöðunni hjá Inter Milan eftir núverandi tímabil, af Roberto Mancini. Forseti Inter, Massimo Moratti, er ósáttur með að Mancini skuli ekki hafa skrifað undir nýjan samning við félagið. Fótbolti 24.2.2007 18:03
Materazzi óánægður með Capello Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi hjá Inter Milan hefur gagnrýnt landa sinn Fabio Capello harðlega fyrir nýleg ummæli sín um ítalska knattspyrnu. Capello, sem nú stjórnar Real Madrid á Spáni, segir enga raunverulega samkeppni vera í ítölsku A-deildinni og því sé hún leiðinleg. Materazzi segir Capello vera að gera lítið úr sjálfum sér með ummælunum. Fótbolti 23.2.2007 16:20
Framherji á kókaíni Framherjinn Francesco Flachi hjá Sampdoria á Ítalíu féll á lyfjaprófi sem tekið var fyrir leik liðsins gegn Inter Milan í síðasta mánuði. Kókaín fannst í fyrsta sýni og ef sannað þykir að hann hafi neitt efnisins fer hann í lágmark hálfs árs bann. Bannið gæti þó verið lengra í þessu tilviki því stutt er síðan leikmaðurinn tók út tveggja mánaða bann fyrir spillingu í tengslum við ólögleg veðmál í ítalska boltanum. Fótbolti 21.2.2007 17:08
Del Piero markahæstur Alessandro del Piero var í skýjunum yfir þrennunni sem hann skoraði fyrir Juventus í 5-0 sigrinum á Crotone í dag. Þrennan gerir það að verkum að þessi skemmtilegi leikmaður er orðinn markahæstur í B-deildinni með 12 mörk. Fótbolti 17.2.2007 21:35
Framherjakrísa hjá AC Milan Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar lið hans mætir Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir liðið í 4-3 sigri á Siena, en er ekki leikfær með liðinu í Meistaradeildinni. Fótbolti 17.2.2007 21:13
Del Piero með þrennu í stórsigri Juventus Gamla brýnið Alessandro del Piero var í miklu stuði hjá Juventus í ítölsku B-deildinni í dag þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Crotone. Juventus er nú komið með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þó tekið sé mið af þeim níu stigum sem dregin voru af liðinu í upphafi leiktíðar vegna spillingarmálsins á Ítalíu. Fótbolti 17.2.2007 19:46
Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik sínum Inter vann í dag 16. sigurinn í röð í ítölsku A-deildinni þegar liðið lagði Cagliari 1-0. Grannar þeirra í AC Milan unnu 4-3 útisigur á Siena þar sem brasilíski framherjinn Ronaldo skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik í byrjunarliði liðsins. Inter hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og er komið með aðra hönd á meistaratitilinn. Fótbolti 17.2.2007 17:12
Materazzi: Við verðum meistarar Marco Materazzi, hinn umdeildi varnarmaður Inter Milan, er sannfærður um að lið sitt hampi meistaratitlinum þar í landi í ár. Hann segir að 2-3 sigrar í viðbót muni fara langt með að tryggja meistaratitilinn, en Inter hefur unnið 15 leiki í röð í deildinni til þessa. Fótbolti 16.2.2007 14:01
Ronaldo í byrjunarliðinu á morgun Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo verður að öllum líkindum í byrjunarliði AC Milan í fyrsta skipti þegar liðið tekur á móti Siena í ítölsku A-deildinni á morgun. Þjálfarinn Carlo Ancelotti segir að Ronaldo sé óðum að komast í gott form og sé í nægilega góðu ástandi til að vera í byrjunarliðinu. Fótbolti 16.2.2007 13:52
Nesta vill framlengja við Milan Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Nesta segist ólmur vilja framlengja samning sinn við AC Milan á Ítalíu, sem þó rennur ekki út fyrr en á næsta ári. Nesta hefur verið orðaður við önnur lið í Evrópu undanfarið. Fótbolti 15.2.2007 18:57
Gangið í lið með mér eða látið lífið Claudio Ranieri byrjaði ekki glæsilega í þjálfarastarfi sínu hjá ítalska liðinu Parma, því í dag var hann látinn biðjast afsökunar á harkalegum yfirlýsingum sínum á blaðamannafundinum þegar hann tók við liðinu. Fótbolti 14.2.2007 16:10
Catania fær þunga refsingu Ítalska liðið Catana þarf að spila síðustu heimaleiki sína í ár fyrir luktum dyrum á hlutlausum velli og þá hefur félagið verið sektað um rúmlega 33 þúsund evrur. Þetta var niðurstaða ítalska knattspyrnusambandsins í dag eftir að lögreglumaður lét lífið í óeirðum fyrir utan Massimo-völlinn í byrjun mánaðarins. Fótbolti 14.2.2007 15:51
Ranieri tekinn við Parma Claudio Ranieri var í dag skipaður þjálfari ítalska A-deildarliðsins Parma, en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Valencia fyrir tveimur árum. Ranieri stýrði áður liði Chelsea en tekur nú við starfi Stefano Pioli sem var rekinn frá Parma á dögunum. Liðið er í bullandi fallbaráttu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 sigra í 22 leikjum. Fótbolti 13.2.2007 15:01