Ítalski boltinn Bréf frá Beckham til liðs AC Milan Leonardo, þjálfari AC Milan, las upp bréf frá David Beckham fyrir æfingu ítalska liðsins í dag. Tímabilinu er lokið hjá Beckham eftir meiðsli sem hann hlaut í síðustu viku. Fótbolti 19.3.2010 13:35 Buffon orðinn pirraður á City-sögunum Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, hefur haft nóg að gera við að neita sögusögnum þess efnis að hann sé á leið til Manchester City. Enski boltinn 16.3.2010 13:51 Aðgerðin á Nesta gekk vel Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan er kominn af skurðarborðinu og að sögn forráðamanna Milan gekk aðgerðin afar vel. Fótbolti 15.3.2010 17:41 Galliani: Beckham velkominn aftur Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, vonast til að David Beckham mæti aftur til AC Milan á næsta ári. Ljóst er að Beckham leikur ekki meira á þessu tímabili en hann verður frá í að minnsta kosti fjóra mánuði vegna meiðsla. Fótbolti 15.3.2010 11:12 David Beckham sleit líklega hásin í sigri AC Milan HM-draumar David Beckham dóu væntanlega í kvöld þegar enski landsliðsmaðurinn sleit líklega hásin í 1-0 sigurleik AC Milan á Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Beckham meiddist í lok leiksins og varð AC Milan að klára leikinn með tíu menn þar sem liðið var búið með skiptingarnar sínar. Fótbolti 14.3.2010 22:55 Real Madrid og Inter berjast um varnarmann Lazio Real Madrid hafa bæst við í kapphlaupið um hinn 24 ára varnarmann Lazio, Aleksandar Kolarov, en bæði Inter og Real Madrid vilja ólm fá hann í sínar raðir næsta sumar. Fótbolti 14.3.2010 13:06 Leikur Inter hrundi á síðustu sextán mínútunum Ítölsku meistararnir í Inter Milan koma með slæmt tap á bakinu inn í leikinn á móti Chelsea í Meistaradeildinni í næstu viku eftir að liðið fékk á sig þrjú mörk á síðustu sextán mínútunum á móti Catania í gær. Smáliðið vann 3-1 sigur og AC Milan getur því minnkað forskot Inter á toppnum í eitt stig. Fótbolti 13.3.2010 10:53 Tímabilið hugsanlega búið hjá Nesta Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan spilar hugsanlega ekki meira í vetur því hann þarf væntanlega að leggjast undir hnífinn vegna hnémeiðsla. Fótbolti 12.3.2010 14:48 Buffon ætlar að hætta þegar hann kemst ekki lengur í landsliðið Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, segir að framtíð hans með ítalska landsliðinu ráði algjörlega framtíð hans í fótboltanum. Buffon sem er 32 ára gamall, ætlar að leggja skóna á hilluna þegar hann verður ekki lengur valinn í landsliðið. Fótbolti 9.3.2010 16:09 Mourinho á leið í lengra bann - skipti sér af leik Inter um helgina Jose Mourinho, þjálfari Inter, gæti verið á leiðinni í lengra bann frá ítölsku úrvalsdeildinni eftir að upp komst að Portúgalinn hafi verið að koma taktískum skilaboðum til aðstoðarmanna sinna í leik Inter um helgina þegar hann átti að vera í leikbanni. Fótbolti 9.3.2010 10:27 Pato með gegn Man Utd Brasilíumaðurinn Pato æfði með AC Milan í morgun og verður í hópnum á miðvikudaginn þegar liðið leikur gegn Manchester United á Old Trafford. Fótbolti 8.3.2010 15:18 Inter gerði aðeins jafntefli við Genoa Lærisveinar Jose Mourinho hjá Inter misstígu sig aðeins í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við Genoa á heimavelli. Fótbolti 7.3.2010 22:22 Burdisso: Þetta er ekki búið Nicolas Burdisso, varnarmaður Roma, vill meina að ekki sé öll von úti fyrir lið hans í titilbaráttunni á Ítalíu þó svo að liðið hafi gert markalaust jafntefli við AC Milan um helgina Fótbolti 7.3.2010 13:44 Milan varð af tveimur mikilvægum stigum Ekkert mark var skorað í stórleik kvöldsins í ítalska boltanum. Þá tók Roma á móti AC Milan á Ólympíuleikvanginum í Róm. Fótbolti 6.3.2010 21:37 Langþráður sigur hjá Juventus Það hefur nákvæmlega ekkert gengið upp hjá Juventus síðustu vikur en stuðningsmenn félagsins gátu leyft sér að brosa í kvöld þegar liðið vann góðan útisigur á Fiorentina, 1-2. Fótbolti 6.3.2010 20:28 Ranieri vill fá Gallas til Rómar Roma hefur áhuga á franska miðverðinum William Gallas hjá Arsenal. Samningur leikmannsins við enska félagið rennur út í sumar. Fótbolti 5.3.2010 15:33 Huntelaar vill vera áfram hjá Milan Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar er hættur að hugsa um að komast burt frá AC Milan og ætlar þess í stað að festa sig í sessi hjá félaginu. Fótbolti 5.3.2010 09:44 Juventus mun bjóða Diego og peninga fyrir Ribery Juventus er eitt fjölmargra liða sem vill fá Frakkann Franck Ribery í sínar raðir. Juve ætlar að gera Bayern freistandi tilboð í leikmanninn. Fótbolti 4.3.2010 14:33 Del Piero eltir enn HM-drauminn Alessandro Del Piero segist gera allt sem í hans valdi stendur til að Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu, geti ekki annað en tekið sig með á heimsmeistaramótið í sumar. Fótbolti 4.3.2010 14:38 Arsenal snýr sér að gullruslafötu-hafanum Arsene Wenger leitar að leikmanni til að fylla skarð Aaron Ramsey sem fótbrotnaði illa síðustu helgi. Hefur hann endurvakið áhuga sinn á brasilíska miðjumanninum Felipe Melo. Enski boltinn 3.3.2010 12:46 Gerrard orðaður við Inter Il Corriere Dello Sport á Ítalíu greinir frá því í dag að Inter ætli sér að gera tilboð í Steven Gerrard þegar, og ef, félaginu tekst að framlengja við Jose Mourinho þjálfara. Fótbolti 3.3.2010 11:02 Ranieri heitur fyrir landsliðsþjálfarastarfinu Claudio Ranieri, þjálfari Roma, hefur viðurkennt að sig dreymi um að taka við þjálfun ítalska landsliðsins. Fótbolti 3.3.2010 10:04 Forseti Cagliari: Jose Mourinho getur ekki kennt Ítölum neitt Massimo Cellino, forseti Cagliari, eru orðinn afar þreyttur á látalátum Jose Mourinho, þjálfara Inter, og endalausum skotum hans á knattspyrnuforustuna á Ítalíu. Fótbolti 2.3.2010 18:09 Ancelotti vill ekki taka við Ítalíu Carlo Ancelotti segist ekki hafa áhuga á að taka við þjálfun ítalska landsliðsins eftir heimsmeistaramótið. Fjölmiðlar á Ítalíu hafa verið að orða hann við starfið. Fótbolti 2.3.2010 17:48 Ranieri orðaður við ítalska landsliðið Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er talinn koma sterklega til greina sem næsti landsliðsþjálfari Ítalíu. Núverandi landsliðsþjálfari, Marcello Lippi, mun að öllum líkindum hætta með liðið eftir HM. Fótbolti 1.3.2010 12:21 Pato tæpur fyrir seinni leikinn gegn Man. Utd Sigur AC Milan á Atalanta í gær gæti reynst Milan dýrkeyptur því Brasilíumaðurinn Alexandre Pato meiddist í leiknum eftir að hafa skorað tvö mörk í leiknum. Fótbolti 1.3.2010 08:28 Juventus steinlá á heimavelli gegn Palermo Palermo gerði sér lítið fyrir og skellti Juventus 0-2 á Ólympíuleikvanginum í Tórínó í kvöldleik ítalska boltans en staðan var markalaus í hálfleik. Fótbolti 28.2.2010 21:43 Ítalski boltinn: Inter og AC Milan með góða sigra Mílanóborgarfélögin Inter og AC Milan voru í eldlínunni í ítalska boltanum í dag en Inter vann 2-3 sigur gegn Udinese og AC Milan vann 3-1 sigur gegn Atalanta. Fótbolti 28.2.2010 15:54 Áfrýjun Mourinho hafnað Jose Mourinho, þjálfari Inter, mun þurfa að taka út þriggja leikja bannið sem hann var dæmdur í. Áfrýjun hans í málinu var hafnað í dag. Fótbolti 26.2.2010 18:40 Hamsik áfram hjá Napoli - hafnar Inter og Chelsea Miðjumaðurinn eftirsótti Marek Hamsik hjá Napoli hefur þvertekið fyrir sögusagnir um að hann sé á förum frá félaginu næsta sumar. Fótbolti 26.2.2010 15:07 « ‹ 144 145 146 147 148 149 150 151 152 … 200 ›
Bréf frá Beckham til liðs AC Milan Leonardo, þjálfari AC Milan, las upp bréf frá David Beckham fyrir æfingu ítalska liðsins í dag. Tímabilinu er lokið hjá Beckham eftir meiðsli sem hann hlaut í síðustu viku. Fótbolti 19.3.2010 13:35
Buffon orðinn pirraður á City-sögunum Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, hefur haft nóg að gera við að neita sögusögnum þess efnis að hann sé á leið til Manchester City. Enski boltinn 16.3.2010 13:51
Aðgerðin á Nesta gekk vel Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan er kominn af skurðarborðinu og að sögn forráðamanna Milan gekk aðgerðin afar vel. Fótbolti 15.3.2010 17:41
Galliani: Beckham velkominn aftur Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, vonast til að David Beckham mæti aftur til AC Milan á næsta ári. Ljóst er að Beckham leikur ekki meira á þessu tímabili en hann verður frá í að minnsta kosti fjóra mánuði vegna meiðsla. Fótbolti 15.3.2010 11:12
David Beckham sleit líklega hásin í sigri AC Milan HM-draumar David Beckham dóu væntanlega í kvöld þegar enski landsliðsmaðurinn sleit líklega hásin í 1-0 sigurleik AC Milan á Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Beckham meiddist í lok leiksins og varð AC Milan að klára leikinn með tíu menn þar sem liðið var búið með skiptingarnar sínar. Fótbolti 14.3.2010 22:55
Real Madrid og Inter berjast um varnarmann Lazio Real Madrid hafa bæst við í kapphlaupið um hinn 24 ára varnarmann Lazio, Aleksandar Kolarov, en bæði Inter og Real Madrid vilja ólm fá hann í sínar raðir næsta sumar. Fótbolti 14.3.2010 13:06
Leikur Inter hrundi á síðustu sextán mínútunum Ítölsku meistararnir í Inter Milan koma með slæmt tap á bakinu inn í leikinn á móti Chelsea í Meistaradeildinni í næstu viku eftir að liðið fékk á sig þrjú mörk á síðustu sextán mínútunum á móti Catania í gær. Smáliðið vann 3-1 sigur og AC Milan getur því minnkað forskot Inter á toppnum í eitt stig. Fótbolti 13.3.2010 10:53
Tímabilið hugsanlega búið hjá Nesta Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan spilar hugsanlega ekki meira í vetur því hann þarf væntanlega að leggjast undir hnífinn vegna hnémeiðsla. Fótbolti 12.3.2010 14:48
Buffon ætlar að hætta þegar hann kemst ekki lengur í landsliðið Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, segir að framtíð hans með ítalska landsliðinu ráði algjörlega framtíð hans í fótboltanum. Buffon sem er 32 ára gamall, ætlar að leggja skóna á hilluna þegar hann verður ekki lengur valinn í landsliðið. Fótbolti 9.3.2010 16:09
Mourinho á leið í lengra bann - skipti sér af leik Inter um helgina Jose Mourinho, þjálfari Inter, gæti verið á leiðinni í lengra bann frá ítölsku úrvalsdeildinni eftir að upp komst að Portúgalinn hafi verið að koma taktískum skilaboðum til aðstoðarmanna sinna í leik Inter um helgina þegar hann átti að vera í leikbanni. Fótbolti 9.3.2010 10:27
Pato með gegn Man Utd Brasilíumaðurinn Pato æfði með AC Milan í morgun og verður í hópnum á miðvikudaginn þegar liðið leikur gegn Manchester United á Old Trafford. Fótbolti 8.3.2010 15:18
Inter gerði aðeins jafntefli við Genoa Lærisveinar Jose Mourinho hjá Inter misstígu sig aðeins í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við Genoa á heimavelli. Fótbolti 7.3.2010 22:22
Burdisso: Þetta er ekki búið Nicolas Burdisso, varnarmaður Roma, vill meina að ekki sé öll von úti fyrir lið hans í titilbaráttunni á Ítalíu þó svo að liðið hafi gert markalaust jafntefli við AC Milan um helgina Fótbolti 7.3.2010 13:44
Milan varð af tveimur mikilvægum stigum Ekkert mark var skorað í stórleik kvöldsins í ítalska boltanum. Þá tók Roma á móti AC Milan á Ólympíuleikvanginum í Róm. Fótbolti 6.3.2010 21:37
Langþráður sigur hjá Juventus Það hefur nákvæmlega ekkert gengið upp hjá Juventus síðustu vikur en stuðningsmenn félagsins gátu leyft sér að brosa í kvöld þegar liðið vann góðan útisigur á Fiorentina, 1-2. Fótbolti 6.3.2010 20:28
Ranieri vill fá Gallas til Rómar Roma hefur áhuga á franska miðverðinum William Gallas hjá Arsenal. Samningur leikmannsins við enska félagið rennur út í sumar. Fótbolti 5.3.2010 15:33
Huntelaar vill vera áfram hjá Milan Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar er hættur að hugsa um að komast burt frá AC Milan og ætlar þess í stað að festa sig í sessi hjá félaginu. Fótbolti 5.3.2010 09:44
Juventus mun bjóða Diego og peninga fyrir Ribery Juventus er eitt fjölmargra liða sem vill fá Frakkann Franck Ribery í sínar raðir. Juve ætlar að gera Bayern freistandi tilboð í leikmanninn. Fótbolti 4.3.2010 14:33
Del Piero eltir enn HM-drauminn Alessandro Del Piero segist gera allt sem í hans valdi stendur til að Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu, geti ekki annað en tekið sig með á heimsmeistaramótið í sumar. Fótbolti 4.3.2010 14:38
Arsenal snýr sér að gullruslafötu-hafanum Arsene Wenger leitar að leikmanni til að fylla skarð Aaron Ramsey sem fótbrotnaði illa síðustu helgi. Hefur hann endurvakið áhuga sinn á brasilíska miðjumanninum Felipe Melo. Enski boltinn 3.3.2010 12:46
Gerrard orðaður við Inter Il Corriere Dello Sport á Ítalíu greinir frá því í dag að Inter ætli sér að gera tilboð í Steven Gerrard þegar, og ef, félaginu tekst að framlengja við Jose Mourinho þjálfara. Fótbolti 3.3.2010 11:02
Ranieri heitur fyrir landsliðsþjálfarastarfinu Claudio Ranieri, þjálfari Roma, hefur viðurkennt að sig dreymi um að taka við þjálfun ítalska landsliðsins. Fótbolti 3.3.2010 10:04
Forseti Cagliari: Jose Mourinho getur ekki kennt Ítölum neitt Massimo Cellino, forseti Cagliari, eru orðinn afar þreyttur á látalátum Jose Mourinho, þjálfara Inter, og endalausum skotum hans á knattspyrnuforustuna á Ítalíu. Fótbolti 2.3.2010 18:09
Ancelotti vill ekki taka við Ítalíu Carlo Ancelotti segist ekki hafa áhuga á að taka við þjálfun ítalska landsliðsins eftir heimsmeistaramótið. Fjölmiðlar á Ítalíu hafa verið að orða hann við starfið. Fótbolti 2.3.2010 17:48
Ranieri orðaður við ítalska landsliðið Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er talinn koma sterklega til greina sem næsti landsliðsþjálfari Ítalíu. Núverandi landsliðsþjálfari, Marcello Lippi, mun að öllum líkindum hætta með liðið eftir HM. Fótbolti 1.3.2010 12:21
Pato tæpur fyrir seinni leikinn gegn Man. Utd Sigur AC Milan á Atalanta í gær gæti reynst Milan dýrkeyptur því Brasilíumaðurinn Alexandre Pato meiddist í leiknum eftir að hafa skorað tvö mörk í leiknum. Fótbolti 1.3.2010 08:28
Juventus steinlá á heimavelli gegn Palermo Palermo gerði sér lítið fyrir og skellti Juventus 0-2 á Ólympíuleikvanginum í Tórínó í kvöldleik ítalska boltans en staðan var markalaus í hálfleik. Fótbolti 28.2.2010 21:43
Ítalski boltinn: Inter og AC Milan með góða sigra Mílanóborgarfélögin Inter og AC Milan voru í eldlínunni í ítalska boltanum í dag en Inter vann 2-3 sigur gegn Udinese og AC Milan vann 3-1 sigur gegn Atalanta. Fótbolti 28.2.2010 15:54
Áfrýjun Mourinho hafnað Jose Mourinho, þjálfari Inter, mun þurfa að taka út þriggja leikja bannið sem hann var dæmdur í. Áfrýjun hans í málinu var hafnað í dag. Fótbolti 26.2.2010 18:40
Hamsik áfram hjá Napoli - hafnar Inter og Chelsea Miðjumaðurinn eftirsótti Marek Hamsik hjá Napoli hefur þvertekið fyrir sögusagnir um að hann sé á förum frá félaginu næsta sumar. Fótbolti 26.2.2010 15:07
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent