Náttúruhamfarir Öflugur hvirfilbylur olli usla í Tékklandi Um 150 manns eru slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur olli miklu tjóni á nokkrum þorpum í suðaustanverðu Tékklandi í dag. Bylurinn feykti þökum af húsum, reif upp tré með rótum og hvolfdi bílum. Erlent 24.6.2021 21:58 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. Innlent 23.6.2021 22:26 Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. Innlent 22.6.2021 17:23 Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. Innlent 27.5.2021 23:13 Þúsundir á flótta vegna eldsumbrota í Austur-Kongó Stríður hraunstraumur rann inn í þorp skammt frá Nyiragongo-eldfjallinu í Austur-Kongó í nótt. Minnst fimmtán eru látin vegna hamfaranna og yfir fimm hundruð heimili eru brunnin. Erlent 23.5.2021 21:29 Tuttugu maraþonhlauparar fórust í stormi Tuttugu og einn maraþonhlaupari fórst eftir að hafa lent í stormi í norðvesturhluta Kína. Hlaupararnir voru að hlaupa hundrað kílómetra últramaraþon í Gulársteinaskóginum í Gansu-héraðinu í gær. Erlent 23.5.2021 11:15 Veðurhamfarir hrekja flesta á flótta innan eigin lands Átök og náttúruhamfarir leiddu til þess að einhver neyddist til að flýja innan eigin lands á hverri sekúndu á síðasta ári. Heimsmarkmiðin 20.5.2021 11:27 Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. Erlent 17.5.2021 07:05 Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. Erlent 13.4.2021 08:35 Fjallaskíðakappi lenti í snjóflóði í Skálafelli Betur fór en á horfðist á öðrum tímanum í dag þegar fjallagönguskíðamaður lenti í snjóflóði í Skálafelli. Sjúkrabíll, lögregla og björgunarsveitir voru send strax á staðinn. Innlent 8.4.2021 14:11 Mikið manntjón vegna fellibylsins Seroja Að minnsta kosti 157 eru látin og tuga er enn saknað eftir að fellibylurinn Seroja gekk yfir Indónesíu og nágrannaríkið Tímor-Leste á sunnudag. Erlent 6.4.2021 07:49 Fimm látnir eftir að skýstrókar gengu yfir í Alabama Að minnsta kosti fimm eru látnir og fjöldi slasaðist eftir að skýstrókar gengu yfir svæði í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Erlent 26.3.2021 08:07 Mikil flóð í Nýja Suður-Wales Um átján þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Ástralíu vegna mikilla flóða í Nýja Suður-Wales en gríðarlegar rigningar hafa verið á svæðinu síðustu daga. Erlent 22.3.2021 08:39 Tryggingar gegn náttúruhamförum Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Skoðun 18.3.2021 07:02 Á tíu ára afmæli flóðbylgjunnar; lærdómur sögunnar gildir í dag Á þessum degi fyrir tíu árum stóð japönsk kona á áttræðisaldri, Nobuku Kono, frammi fyrir erfiðu vali. Hún bjó í Rikuzen-takata, 24 þúsund manna bæ sem var byggður sitt hvoru megin við árfarveg við sjávarströndina norðarlega í Japan. Það hafði orðið harður jarðskjálfti og hún þurfti að ákveða hvort hún gerði eins og stjórnvöld ráðlögðu og leitaði skjóls í fjöldahjálparstöð í skólabyggingu innar í dalnum. Skoðun 11.3.2021 15:06 Lýsir yfir neyðarástandi á Hawaii vegna flóða Gríðarlegt úrhelli síðustu daga og flóð hafa valdið talsverðri eyðileggingu á eyjum Hawaii og hefur ríkisstjórinn David Ige nú lýst yfir neyðarástandi. Búist er við að úrhellinu sloti ekki fyrr en á föstudag. Erlent 10.3.2021 11:38 Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. Innlent 25.2.2021 13:15 Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. Innlent 17.2.2021 14:37 Gríðarleg eyðilegging og yfir hundrað slasast vegna skjálftans Á annað hundrað eru slösuð eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,3 reið yfir Japan. Skjálftinn átti upptök sín skammt undan austurströnd landsins og reið yfir klukkan 23 að staðartíma í gær eða um klukkan 14 síðdegis í gær. Erlent 14.2.2021 14:07 Fjórtán látnir eftir flóðbylgjuna á Indlandi Björgunarmenn á vegum indverska hersins leita nú að fólki sem talið er að hafi lent í flóðbylgju sem framkallaðist þegar hluti af jökli brotnaði í Himalya-fjöllunum. Erlent 8.2.2021 09:07 Upplifir sorg en á sama tíma létti að missa heimilið Íbúi á Seyðisfirði segist finna bæði fyrir létti og sorg yfir því að mega ekki lengur búa í húsi sínu vegna skriðuhættu. Erfitt muni reynast að finna annað húsnæði í bænum sem er að stórum hluta á hættusvæði. Innlent 5.2.2021 18:54 Óttast skriður úr hlíðum sem áður töldust öruggar vegna hlýnunar Vísindamenn óttast að skriðuföll úr hlíðum hér á landi sem áður töldust öruggar vegna hlýnandi veðurfars. Stórauka þurfi rannsóknir á sífrerum til fjalla og verði fólk vart við breytingar í hlíðum í sínu umhverfi ætti að láta umsvifalaust vita. Innlent 4.2.2021 21:00 Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. Innlent 3.2.2021 11:54 Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. Innlent 2.2.2021 19:00 Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. Innlent 2.2.2021 16:21 Vísbendingar um að hreyfing sé komin á klakastífluna Þjóðvegi 1 frá Námaskarði að gatnamótum Vopnafjarðarafleggjara hefur verið lokað þar sem vísbendingar eru um að hreyfing sé komin á klakastífluna sunnan við brúna sem fer yfir Jökulsá á Fjöllum. Innlent 2.2.2021 12:23 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af" Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. Innlent 1.2.2021 19:00 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. Innlent 1.2.2021 07:46 Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun. Innlent 31.1.2021 10:02 Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. Innlent 30.1.2021 08:30 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 … 23 ›
Öflugur hvirfilbylur olli usla í Tékklandi Um 150 manns eru slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur olli miklu tjóni á nokkrum þorpum í suðaustanverðu Tékklandi í dag. Bylurinn feykti þökum af húsum, reif upp tré með rótum og hvolfdi bílum. Erlent 24.6.2021 21:58
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. Innlent 23.6.2021 22:26
Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. Innlent 22.6.2021 17:23
Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. Innlent 27.5.2021 23:13
Þúsundir á flótta vegna eldsumbrota í Austur-Kongó Stríður hraunstraumur rann inn í þorp skammt frá Nyiragongo-eldfjallinu í Austur-Kongó í nótt. Minnst fimmtán eru látin vegna hamfaranna og yfir fimm hundruð heimili eru brunnin. Erlent 23.5.2021 21:29
Tuttugu maraþonhlauparar fórust í stormi Tuttugu og einn maraþonhlaupari fórst eftir að hafa lent í stormi í norðvesturhluta Kína. Hlaupararnir voru að hlaupa hundrað kílómetra últramaraþon í Gulársteinaskóginum í Gansu-héraðinu í gær. Erlent 23.5.2021 11:15
Veðurhamfarir hrekja flesta á flótta innan eigin lands Átök og náttúruhamfarir leiddu til þess að einhver neyddist til að flýja innan eigin lands á hverri sekúndu á síðasta ári. Heimsmarkmiðin 20.5.2021 11:27
Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. Erlent 17.5.2021 07:05
Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. Erlent 13.4.2021 08:35
Fjallaskíðakappi lenti í snjóflóði í Skálafelli Betur fór en á horfðist á öðrum tímanum í dag þegar fjallagönguskíðamaður lenti í snjóflóði í Skálafelli. Sjúkrabíll, lögregla og björgunarsveitir voru send strax á staðinn. Innlent 8.4.2021 14:11
Mikið manntjón vegna fellibylsins Seroja Að minnsta kosti 157 eru látin og tuga er enn saknað eftir að fellibylurinn Seroja gekk yfir Indónesíu og nágrannaríkið Tímor-Leste á sunnudag. Erlent 6.4.2021 07:49
Fimm látnir eftir að skýstrókar gengu yfir í Alabama Að minnsta kosti fimm eru látnir og fjöldi slasaðist eftir að skýstrókar gengu yfir svæði í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Erlent 26.3.2021 08:07
Mikil flóð í Nýja Suður-Wales Um átján þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Ástralíu vegna mikilla flóða í Nýja Suður-Wales en gríðarlegar rigningar hafa verið á svæðinu síðustu daga. Erlent 22.3.2021 08:39
Tryggingar gegn náttúruhamförum Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Skoðun 18.3.2021 07:02
Á tíu ára afmæli flóðbylgjunnar; lærdómur sögunnar gildir í dag Á þessum degi fyrir tíu árum stóð japönsk kona á áttræðisaldri, Nobuku Kono, frammi fyrir erfiðu vali. Hún bjó í Rikuzen-takata, 24 þúsund manna bæ sem var byggður sitt hvoru megin við árfarveg við sjávarströndina norðarlega í Japan. Það hafði orðið harður jarðskjálfti og hún þurfti að ákveða hvort hún gerði eins og stjórnvöld ráðlögðu og leitaði skjóls í fjöldahjálparstöð í skólabyggingu innar í dalnum. Skoðun 11.3.2021 15:06
Lýsir yfir neyðarástandi á Hawaii vegna flóða Gríðarlegt úrhelli síðustu daga og flóð hafa valdið talsverðri eyðileggingu á eyjum Hawaii og hefur ríkisstjórinn David Ige nú lýst yfir neyðarástandi. Búist er við að úrhellinu sloti ekki fyrr en á föstudag. Erlent 10.3.2021 11:38
Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. Innlent 25.2.2021 13:15
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. Innlent 17.2.2021 14:37
Gríðarleg eyðilegging og yfir hundrað slasast vegna skjálftans Á annað hundrað eru slösuð eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,3 reið yfir Japan. Skjálftinn átti upptök sín skammt undan austurströnd landsins og reið yfir klukkan 23 að staðartíma í gær eða um klukkan 14 síðdegis í gær. Erlent 14.2.2021 14:07
Fjórtán látnir eftir flóðbylgjuna á Indlandi Björgunarmenn á vegum indverska hersins leita nú að fólki sem talið er að hafi lent í flóðbylgju sem framkallaðist þegar hluti af jökli brotnaði í Himalya-fjöllunum. Erlent 8.2.2021 09:07
Upplifir sorg en á sama tíma létti að missa heimilið Íbúi á Seyðisfirði segist finna bæði fyrir létti og sorg yfir því að mega ekki lengur búa í húsi sínu vegna skriðuhættu. Erfitt muni reynast að finna annað húsnæði í bænum sem er að stórum hluta á hættusvæði. Innlent 5.2.2021 18:54
Óttast skriður úr hlíðum sem áður töldust öruggar vegna hlýnunar Vísindamenn óttast að skriðuföll úr hlíðum hér á landi sem áður töldust öruggar vegna hlýnandi veðurfars. Stórauka þurfi rannsóknir á sífrerum til fjalla og verði fólk vart við breytingar í hlíðum í sínu umhverfi ætti að láta umsvifalaust vita. Innlent 4.2.2021 21:00
Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. Innlent 3.2.2021 11:54
Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. Innlent 2.2.2021 19:00
Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. Innlent 2.2.2021 16:21
Vísbendingar um að hreyfing sé komin á klakastífluna Þjóðvegi 1 frá Námaskarði að gatnamótum Vopnafjarðarafleggjara hefur verið lokað þar sem vísbendingar eru um að hreyfing sé komin á klakastífluna sunnan við brúna sem fer yfir Jökulsá á Fjöllum. Innlent 2.2.2021 12:23
„Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af" Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. Innlent 1.2.2021 19:00
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. Innlent 1.2.2021 07:46
Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun. Innlent 31.1.2021 10:02
Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. Innlent 30.1.2021 08:30