Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2021 20:01 Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið samskiptastjóri almannavarna síðan í febrúar. vísir Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. Á fimmta þúsund skjálfta hafa mælst á eyjunni La Palma í vikunni og segja vísindamenn að landris á svæðinu gefi til kynna að kvika hafi safnast saman nærri yfirborðinu. Fólk á Kanaríeyjum hefur verið varað við því að gos gæti hafist án nokkurs fyrirvara. Eldgosin elta Hjördísi „Ég heyrði það einhvers staðar að það væru ansi mörg ár síðan það hefði gosið hérna. Þannig ég veit ekki hvort það sé mín viðvera hérna eða hvað. Ég þarf kannski að fara að endurskoða hvert ég fer og hvern ég tek með mér í svona ferðalög allavega,“ segir Hjördís. Hún er stödd á Tenerife í stuttu fríi með vinkonum sínum. Orð hennar eru ekki úr lausu lofti gripin, því eldgos hafa fylgt henni í gegn um tíðina. „Ég var að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Isavia þegar Eyjafjallajökulsgosið hófst. Var svona heldur betur involveruð í því og var allt í einu orðin einhver sérfræðingur, eða skilaboðaskjóða eins og ég kalla mig stundum, í því eldgosi,“ segir Hjördís. Hún hóf svo störf hjá almannavörnum í byrjun árs og sléttum mánuði síðar hófst gosið í Geldingadölum. Hjördís segist ekki vera smeyk við ástandið úti: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég ætla nú bara að búast við að það verði ekki eldgos en auðvitað á maður einhvern veginn kannski að kynna sér hvað gerist því það er alls konar sem getur fylgt eldgosum eins og flóðbylgjur og annað. En ég er nú ekki að búast við því og er nú ekki hrædd, nei. Ég er nú bara meira að reyna að njóta og svona reyna að komast í fyrsta fríið eftir þetta ár sem ég er búin að vinna hjá almannavörnum.“ Gæti sinnt starfi sínu fyrir Íslendinga úti Hún segir ljóst að eldgos á einni eynni hefði áhrif á allar hinar, svo stuttar eru vegalengdir á svæðinu. Gosið myndi væntanlega hafa áhrif á flugsamgöngur en Hjördís kveðst reiðubúin til að sinna hlutverki sínu í hamfaraástandi sem gæti skapast þar úti. „Þetta gæti orðið áhugavert. Vegna þess að er ekki hálft Ísland hvort eð er alltaf á Tenerife? Þannig maður gæti komið sterkur inn í samskiptastjórastöðu hérna. Það var einmitt einn félagi minn í vinnunni sem sendi mér titilinn minn á spænsku þannig ég gæti verið tilbúin.“ Íslendingar erlendis Almannavarnir Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Á fimmta þúsund skjálfta hafa mælst á eyjunni La Palma í vikunni og segja vísindamenn að landris á svæðinu gefi til kynna að kvika hafi safnast saman nærri yfirborðinu. Fólk á Kanaríeyjum hefur verið varað við því að gos gæti hafist án nokkurs fyrirvara. Eldgosin elta Hjördísi „Ég heyrði það einhvers staðar að það væru ansi mörg ár síðan það hefði gosið hérna. Þannig ég veit ekki hvort það sé mín viðvera hérna eða hvað. Ég þarf kannski að fara að endurskoða hvert ég fer og hvern ég tek með mér í svona ferðalög allavega,“ segir Hjördís. Hún er stödd á Tenerife í stuttu fríi með vinkonum sínum. Orð hennar eru ekki úr lausu lofti gripin, því eldgos hafa fylgt henni í gegn um tíðina. „Ég var að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Isavia þegar Eyjafjallajökulsgosið hófst. Var svona heldur betur involveruð í því og var allt í einu orðin einhver sérfræðingur, eða skilaboðaskjóða eins og ég kalla mig stundum, í því eldgosi,“ segir Hjördís. Hún hóf svo störf hjá almannavörnum í byrjun árs og sléttum mánuði síðar hófst gosið í Geldingadölum. Hjördís segist ekki vera smeyk við ástandið úti: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég ætla nú bara að búast við að það verði ekki eldgos en auðvitað á maður einhvern veginn kannski að kynna sér hvað gerist því það er alls konar sem getur fylgt eldgosum eins og flóðbylgjur og annað. En ég er nú ekki að búast við því og er nú ekki hrædd, nei. Ég er nú bara meira að reyna að njóta og svona reyna að komast í fyrsta fríið eftir þetta ár sem ég er búin að vinna hjá almannavörnum.“ Gæti sinnt starfi sínu fyrir Íslendinga úti Hún segir ljóst að eldgos á einni eynni hefði áhrif á allar hinar, svo stuttar eru vegalengdir á svæðinu. Gosið myndi væntanlega hafa áhrif á flugsamgöngur en Hjördís kveðst reiðubúin til að sinna hlutverki sínu í hamfaraástandi sem gæti skapast þar úti. „Þetta gæti orðið áhugavert. Vegna þess að er ekki hálft Ísland hvort eð er alltaf á Tenerife? Þannig maður gæti komið sterkur inn í samskiptastjórastöðu hérna. Það var einmitt einn félagi minn í vinnunni sem sendi mér titilinn minn á spænsku þannig ég gæti verið tilbúin.“
Íslendingar erlendis Almannavarnir Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira